Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 3. desember 1981 VÍKUR-fréttir RAFBUÐ R.Ó. Hafnargötu 44 - Keflavík Sími 3337 Úrval jólagjafa. Munið jólaljósa- markaðinn (markaðsverð). Aðventuljós frá kr. 175,00 Safnaðarfélag Keflavíkurprestakalls heldur KÖKUBASAR í Kirkjulundi, laugar- daginn 5. des. kl. 14. Glæsilegt úrval af tert- um, smákökum og laufabrauði. Stjórnin Suðurnesjamenn athugið: Höfum fjölbreytt úrval af barnafatnaði. Margar gerðir af flauelsbuxum, verð frá 81 kr. Barnavagnar - Barnarúm - Göngugrindur Hókus-Pókus stólar- Leikföng og m. m. fleira. Verslunin AÞENA Hafnargötu 34 - Keflavík SKÍÐAFÓLK! Félagsfundur verður haldinn í Stapa (litla sal) föstudaginn 4. des. kl. 20. DAGSKRÁ: 1. Skíðakennarar frá Skíðaskóla SigurðarJónssonar koma og kynna meöferö og viðhald skiðabúnaðar. Sýnd kvikmynd. 2. Vörukynning verslana á skiðaútbúnaði. 3. Upplýsingar um veitta þjónustu félagsins, t.d. afslátt, sím- svara og feröir. 4. Afhending félagsskirteina gegn greiöslu árgjalds. Ath. Vin- samlegast skilið myndum á fundinum. 5. önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Stjórnln Jólblað Víkur-frétta kemur út 17. desember. NOTUM OKKAR .... Framh. af 1. síðu þarna hagsmuna að gæta og er því mál til komið að aðilar sem hlut eiga að máli, taki höndum saman og stöðvi þessa öfug- þróun. Nefndin sem kosinvar, erskip- uð eftirtöldum aðilum: Frá stjórn Landshafnar Kefla- víkur-Njarövíkur: Halldór Ibsen. Frá Skipaafgreiðslu Suöur- nesja: Jón Norðfjörð. Frá Vinnuveitendafélagi Suö- urnesja: Einar Kristinsson. Frá Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur og nágrennis: Sigurbjörn Björnsson. Nefndin hefur haldið nokkra fundi um þessi mál og voru þau atriði sem hér að framan greinir, rædd mjög ítarlega og eru allir aðilar algjörlega sammála um að róttækra aðgerða væri þörf. Helstu niðurstöður voru eftir- farandi: 1. Það er öllum Ijóst að gáma- flutningar eru mjög að ryðja sér til rúms og má í því sambandi reikna með að innan fárra ára verði sjávarafurðir almennt flutt- ar út í gámum. Af þeim orsökum er mjög brýnt, að aðstaða til gámaútskipunat í Njarðvíkur- höfn verði stórlega bætt og þeim framkvæmdum hraðað svo sem kostur er. Nefndin leggur áherslu á, að bætt aðstaða vegna gámaútskip- unar þýði að sjálfsögðu um leið bætta aðstöðu til gámauppskip- unar og þar með væri komin lausn hvað varðar flutningana fyrir Varnarliðið, sem undanfar- in ár hafa farið í gegnum hafnir höfuðborgarsvæðisins, en ættu að sjálfsögðu, skilyrðislaust, að fara í gegnum hafnir á Suður- nesjum. Nefndin samþykkti aö taka flutningamál Varnarliðsins sérstaklega til meðferðar. 2. Nefndarmenn voru sammála um að heilladrýgsta og áhrifa- rikustu aðgerðir til leiðréttingar þessum málum væru fólgnar í því að sölusamtökum og skipafé- lögum sem hér eiga hlut að máli, verði skrifað og þeim tilkynnt, aö frá og með ákveðnum degi verði engar unnar sjávarafurðir af Suðurnesjum sendar til útflutn- ings öðruvísi en að þaö verði gert í gegnum hafnir á Suðurnesja- svæðinu. Um þetta atriði töldu nefndarmenn nauðsynlegt að fá víðtæka og ótvíræða samstöðu með öllum aöilum sem hafa það á valdi sinu aö ákveöa slíka stöðvun. Þetta mundi óhjákvæmilega leiða til þess aö sölusamtök og skipafélög mundu verða að fall- ast á viðræður, sem væntanlega mundu leiöa til þess, að betri skilningur fengist á viðhorfum Suöurnesjamanna um þessi mál. Nefndarmenn gera sér fulla komlega Ijóst, að í einstöku til- fellum gæti þurft aö fara með afuröir til útflutnings landleið- ina til höfuöborgarsvæöisins og yröi aö hafa slíkt til hliðsjónar í væntanlegum viðræðum. Eftir að hafa gert athugun á því, hvaða tegundir sjávarafurða væru aðallega fluttar landleiöina til höfuðborgarsvæðisins, kom í Ijós að lang mest hefurveriðekið með skreiðina og síðan töluvert magn af frystum fiski. Akstur með saltfisk hefur verið í minna mæli, en nefndarmönn- um sýnist þó, að ef ekkert veröur að gert, þá muni akstur með hann til höfuðborgarsvæðisins geta aukist í náinni framtíð. (Ijósi þess, sem hér að framan greinir, samþykkti nefndin að boða til fundar með framleiðend- um sjávarafurða hér á Suður- nesjum, þar sem málin skuli ítarlega rædd og reynt verði að marka ákveðna framtíöarstefnu í þessum málum. Sá fundur hefur verið ákveðinn n.k. sunnudag, 6. des. Það má öllum Ijóst vera, að allt hik og dráttur á aðgerðum, eykur erfiðleikana á leiðréttingu. Það er því nauðsynlegt að í þessu máli verði fyrst og fremst hugsað um hag heildarinnar og stefnt verði að lausn sem verður til heilla og hagsbóta fyrir Suð- urnesin í náinni framtíð. Auk þess var verið að vinna að því, þegarblaðiðfóríprentun.að fá fund með þingmönnum með það í huga að flýta framkvæmd- um í Njarðvíkurhöfn. Blaðið mun fylgjast með fram- vindu málsins og skýra frá niður- stöðum. SLYSAVARNADEILD KVENNA Keflavfk JÓLAFUNDUR félagsins verður haldinn í Tjarn- arlundi, mánudaginn 7. desem- ber kl. 20.30. - Skemmtiatriði. Stjórnin Barnarlmlarúm Óska eftir að kaupa vel með fariö barna-rimlarúm. Upplýs- ingar í síma 2199. Tll sölu Yamaha mótorhjól, MR 50 CC, árgerð '78, vel með farið. Keyrt 5000 km. Mikið af varahlutum fylgja hjólinu. Tilboð óskast. Uppl. í síma 1582 milli kl. 7 og 8á kvöldin. Til sölu Dökkbrúnn mokkajakki nr. 38, hvítir leðurskautar nr. 36, enn- fremur nýlegt kvenreiðhjól. Uppl. í síma 2851. Til sölu FARFISA orgel með innbyggð- um skemmtara. Verö kr. 7000 (útborgun sem mest). Uppl. i síma 1946. fbúö til leigu 3ja herb. ibúö í kjallara til leigu. Uppl. í síma 3871. Auglýsingasíminn er 1760

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.