Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 13. desember 1981 DRAUMALAND AUGLÝSIR: Tökum upp nýjar vörur daglega. DÚKAR í úrvali. - BAÐHENGI. MOTTUR fyrir böö og svefnherbergi. HANDKLÆÐI - RÚMFATNAÐUR OG ÝMSAR JÓLAVÖRUR. Gjörið svo vel og lítið inn! DRAUMALAND Hafnargötu 37 - Keflavík - Sími 3855 SENDIBIFREIÐ Tek aö mér allan almenn- an sendibifreiöaakstur. Fljót og góö þjónusta. Afgreiösla á Aðalstööinni í Keflavík, sími 1515. SIGURGÍSLI KETILSSON Heimasími 3247 ísbarinn hefur opnað aftur Heitar og kaldar samlokur - Hamborgarar Pylsur - Öl - ís - Sælgæti. Opið frá kl. 9-23.30. ISBARINN - Hafnargötu 29A - Keflavík FÖNDURVÖRUR - LITAÐUR LOPI Nýtt blað, KNITTED LACE, með upp- skriftum af prjónuðum dúkum, blaðið sem beðið hefur verið eftir. Hannyrðaverslunin ÞYRI Tjarnargötu 20 - Keflavík - Sími 3255 Njarðvíkingar og aðrir sem ætla að fá Ijós á leiði í kirkjugarðinum í innri-Njarðvík, eru beðnir að hafa samband við Helgu Óskarsdóttur, Kirkjubraut 6, síma 6043, eða Jakob Snælaugsson, Kirkjubraut 13, síma 6036, á tímabilinu 18.-21. desember. Sóknarnefndin Auglýsendur, athugið! Jólablað Víkur-frétta kemur út 17. des. Þeir sem ætla að auglýsa í blaðinu eru beönir að vera tímanlega. VÍKUR-fréttir Þorsteinn Hraundal meö hundana tvo, Skugga og Carlo Tveir hasshundar til lögreglunnar í Keflavík Ávana- og fíkniefnadeild lög- reglunnar i Keflavik hefur fengið til liðs við sig tvo hasshunda, auk þess sem annar þeirra er einnig sporhundur. Það gerðist með þeim hætti, að Þorsteinn Hraundal, lög- reglumaður frá Neskaupstað, sem er eigandi hundanna, hefur verið hértil reynslu frá 1. sept.sl., hefur nú verið fastráðinn til deild- arinnar, að sögn Óskars Þór- mundssonar rannsóknarlög- reglumanns hjá ávana- og fikni- efnadeildinni. Hér er annars vegar um að ræða 5 ára gamlan Labrador- hund sem heitir Skuggi og hins vegar 20 mánaða úlfhund er nefnist Carlo, en þaö er einmitt hann sem einnig er þjálfaður sem sporhundur. Að sögn Óskars eru þetta þeir best þjálfuðu fíkniefnahundar sem komið hafa til landsins, og undir þessi orð taka menn eins og Kristján Pétursson, sem leitað hafa að slíkum hundum erlendis en hvergifundiðjafngóðahunda og þessa, sem finna fíkniefni út frá lyktarskyni einu saman. Var Öskar mjög bjartsýnn á að ráðning þessi myndi skila góðu fyrirbyggjandi starfi í þessum efnum hér í umdæminu öllu, en svæði það sem fellurundirdeild- ina er allt svæðið sunnan Straums. Þá mun Carlo verða notaður við leit að týndu fólki, en það eru einmitt tvær systur hans sem Landssamband Hjákpar- sveita skáta notar í því skyni. Vinnið bílinn sjálf undir málningu Brynleifur Jóhannesson, sem rekur Bílasprautun Suðurnesja, hefur boðið upp á þá þjónustu við viðskiptamenn sina að bjóða þeim gegn vægu gjaldi afnot að verkfærum og húsnæði til aö vinna bíla sína undir málningu, og jafnvel sprauta hann alveg sjálfir, ef þeir geta. Þessa þjónustu fá menn að notfæra sér á timabilinu frá kl. 8-19 virka daga og af eðlilegum ástæðum gegn þvi að unniö sé við bílinn meðan hann er á verk- stæðinu, en ekki sé um að ræða geymslu fyrir hann eingöngu. Ékki er að efa að þessi þjón- usta kemur ér vel i þessu eyðslu- þjóðfélagi okkar og er mönnum því bent á að hafa samband við Brynleif, hafi þeir áhuga á þessu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.