Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 3. desember 1981 VÍKUR-fréttir HITAVEITA SUÐURNESJA Þjónustu- síminn er 3536 Gerum föst tilboö í mótauppslátt, utanhuss- klæöningar, þakviögeröir og aöra trésmíöavinnu. Skrífstofan er opin alla virka daga frá kl. 10-12. AU MANNVIRKI SF. Byggingaverktakar Hafnargötu 17, Keflavfk S‘ml 3911 KEFLAVÍK: Gjaldendur útsvara og aðstöðu- gjalda 1. desember n.k. erfimmti og síðasti gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda eftir álagningu. Vinsamlegast gerið skil og forðist með því dráttarvexti og önnur óþægindi sem af van- skilum leiðir. Innheimtustjóri KEFLAVIK Auglýsing um tímabundna um- ferðartakmörkun í Keflavík Frá laugardegi 5. desembertil fimmtudags 31. desember 1981, að báðum dögum meðtöld- um, er vöruferming og afferming bönnuð á Hafnargötu á almennum afgreiðsiutíma verslana. Á framangreindu timabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nærliggjandi göt- ur, ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp ein- stefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keflavík, 1. desember 1981. Lögreglustjórinn í Keflavík Framsóknarflokkurinn styrkir innviði sína Ungliðarnir „komnir heim“ Ungir Framsóknarmenn í Keflavík hafa nú lokið tilraun sinni til þess að stanóa á eigin fótum. Á fundi sem þeir héldu með sér þann 26. nóv. si. var ákveðið að hverfa aftur til móður- fiokksins og bjóða fram sem heild. Hvaðundirfeldinumgerð- ist, eða hvað um var rætt á samn- ingafundum þeirra og Fram- sóknarfélagsins, er ekki Ijóst. Til þess að grennslast fyrir um þessi atriði höfðum við samband við Jón Á. Jónsson, foringja þeirra í FUF, og Kristján Kristjánsson, framsóknarmann. Til að byrja með sþuröum við Jón, hversvegnaþeirheföutekið þessa ákvörðun. Svaraði hann því til, „að á grundvelli viðræðna FUF, Framsóknarfélags Kefla- víkur og Framsóknarkvennafé- lagsins Bjarkar, hefði verið ákveðið að bjóða ekki fram sér. Þó svo að við höfum ekki enn tekið formlega ákvörðun um að ganga aftur í fulltrúaráöiö, þá beinist allt í þá átt.“ Þá spurðum við Jón um hvað hefði verið rætt á fundum þess- um. ,,Ég get bara sagt það, aðvið höfum rætt málin og samstaða náðist. Þar að auki snerust um- ræðurnar einkum um innanfé- lagsmálefni og stöðuna almennt. Þetta voru málefni sem ég tel enga ástæðu til að útvarpa. Ég tel að viðræðurnar hafi verið já- kvæðar." Við lögðum undir Jón, hvort rétt væri að þeir í FUF heföu kraf- ist þess á fundunum með Fram- sóknarfélögunum, að ekki skyldi efnt til prófkjörs. Sagðist hann ekki vilja svara þvi, en benti á að það væri fulltrúaráöiö sem end- anlega tæki ákvörðun í því máli. „Sjálfur er ég hins vegar hlynntur prófkjöri og reikna með að prófkjör muni endanlega skera úr um hvernig listinn verð- ur settur saman. Að lokum vil ég svo benda á, að ég tel ástæðu- laust að vera að blása þessi mál út." Kristján sagði, að það sem hefði verið ákveðið, var að ganga til samstarfs á nýjum grundvelli. Sá grundvöllur er, að nú hefur verið komið á jafnræði í fulltrúa- ráðinu. öll félögin þrjú hafajafn marga fulltrúa. Benti Kristján á, að þessi tilhögun væri nauðsyn- leg forsenda fyrir lýðræðisiegu starfi. Þannig myndu önnur mál sigla í kjölfarið. Kór Kennara- háskólans í Y-Njarðvíkurkirkju Sunnudaginn 6. des. n.k. syngur Kór Kennaraháskólans í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Kórinn er skipaður 33 nemendum úr Kennaraháskóla íslands og er þetta 3. starfsár hans. Tónleik- arnir á sunnudaginn eru þeir fyrstu utan Reykjavikur. Á efnisskrá eru verk eftir Sweelinck, Buxtehude, Britten og Mozart, en auk þess mun kór- inn syngja negrasálma og jóla- lög frá ýmsum löndum. Hljóð- færaleikarar aðstoða í sumum verkanna. Tónleikarnir, sem eru á veg- um Menningarnefndar Ytri- Njarðvíkurkirkju, hefjastkl. 16og aðgöngumiðar fást við inngang- inn. Auglýslngasíminn er1760 Tónleikar Karlakvartett (,,Kennarakvartettinn“) flytur kirkjulega tónlist í safnaðarheimili Aðventista að Blikabraut 2, Keflavík, annað kvöld (föstu- dag 4. des.) kl. 20.30. Auk þess syngja Jón Hj. Jónsson og Árni Hólm einsöng og tvísöng. Undirleik annast Sólveig Jónsson. Aðgangur ókeypis, en frjálsum framlögum veitt móttaka við útganginn til styrktar starfsemi kvartetts- ins. Undirbúningsnefnd Jólablaðiö kemur út 17. des.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.