Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 03.12.1981, Blaðsíða 20
^ÚCURimjjvm | Fimmtudagur 3. desember 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Bygging fyrir aldraða í Keflavík: Framkvæmdir hafnar að Suðurgötu 17 Framkvæmdir eru nú hafnar við næsta áfanga byggingar lít- illa íbúða fyrir aldraða, við Suð- urgötu 17 í Keflavík. Að sögn Guðjóns Stefánsson- ar, form. bygginganefndar íbúða fyrir aldraða og leiguíbúða, er fyrirhugað að Ijúka jarðvegs- skiptum nú fljótlega og byrja síðan af fullum krafti meðvorinu, eða í apríl-maí, eftir veðráttu, og stefnt að því að útboð geti farið fram um næstu áramót. ,,Ég hef enga ástæðu til að ætla annaö en að það geti staðist, þar sem und- irþúningur er þaö velá veg kom- inn,“ sagði Guðjón. „I þessu húsi verða 12 íbúðir, 50-60 ferm., auk verulegrar sam- eiginlegrar aðstöðu. Þetta er u- laga bygging á tveimur hæðum, nema meðfram Suðurgötunni, þar verður ein hæð. Ég mundi áætla, með pví að vera sæmilega bjartsýnn, að byggingartíminn yrði 1% ár frá næsta vori talið, þ.e.a.s. að byggingin yrði tilbúin í árslok 1983 “ Byggingin er alfarið fjármögn- uð af Keflavíkurbæ, að vísu með lánsfé, sem er frá Húsnæðis- málastofnun, og einnig liggur fyrir loforð frá Lífeyrissjóði verkalýðsfélaganna að lána i þetta að auki. Framkvsmdlr eru hafnar vlð grunninn Fíkniefni í Keflavíkurhöfn Er m.s. Edda kom til Keflavíkur á miðvikudag í síðustu viku, frá Hol- landi, gerði fíkniefnadeild lögreglunnar í Keflavík leit í skipinu með hasshundum þeim, er deildin hefur haft yfir að ráða að undanförnu. Við leitina fundust fíkniefni, sem einkum var kanabis, hjá einum skip- verja. Fór þá i framhaldi af fundi þessum mikil leit í skipinu án frekari árangurs. (leitinni tóku þátt alls 13 manns og 3 hasshundar. Jólablaö Víkur-frétta kemur út 17. des. Afstöðumynd hússlns að Suðurgötu 17 Læknar vilja bætta fjarskiptaþjónustu Sameiginlegur fundur lækna- ráðs HeilsugæslustöðvarSuður- nesja og lækna Sjúkrahúss Kefla víkurlæknishéraðs, haldinn 20. okt. sl., beinir þeim tilmælum til stjórnar Heilsugæslustöðvar- innar og Sjúkrahússins, að nú þegar verði bætt úr fjarskiptum vaktþjónustu í Keflavikurum- dæmi. Fundurinn leggur til að fram- kvæmdastjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar og Sjúkrahússins kalli saman fund lækna umdæmisins og yfirmanna Pósts og Síma á Suðurnesjum til að ræða og leysa tæknilega hlið málsins. Iðngarðar við Grófina Á fundi bygginganefndar Keflavikur 25. nóv. sl. var lögð fram tillöguteikning að skipulagi iðngarða við ofanverða Grófina. Nefndinni líst vel á hugmynd- ina og hefur óskað þess að fyrir- ætlanir hér um verði kynntarsér- staklega með auglýsingum sem kalli fram viðbrögð þeirra fyrir- tækja og iðnmeistara sem áhuga hafa, eða viljafylgjast með þróun smærri iðngarðabygginga í Keflavík. Þá er upplýst, að (slenskir Að- alverktakar sf. hafa sýnt málinu áhuga. Niðurfelling fasteignagjalda af dráttarbrautum Skipasmíöastöðvar Njarðvíkur Bæjarráð Njarðvíkur hefur lagt til að felld verði niður fasteigna- gjöld af dráttarbrautum Skipa- smíðastöðvar Njarðvíkur fyrir 6 togarar í höfn samtímis Óvanaleg sjón blasti við í Njarð víkurhöfn á miðvikudaginn í sið- ustu viku, en þá voru í höfninni 6 togarar samtímis, auk báta. Þetta voru Hraðfrystihúss-tog- ararnir Aðalvík og Bergvík, Stjörnu-togarinn Dagstjarnan, ísstöðvar-togararnir Sveinborg og Ingólfur, og Hafnarfjarðar- togarinn Apríl. árið 1980 og 1981, og aö jafn- framt verði ekki lögð fasteigna- gjöld á dráttarbrautirnar fyrir árið 1982 og þangaö til annað verði ákveðið. Ástæður niöurfellingar eru þær, að þar sem aflað hefur veriö upplýsinga um fasteignagjöld á hliðstæðum eignum, þá kemur í Ijós að öðrum skipasmíðastöðv- um er ekki gert að greiða fast- eignagjöld nema að litlu eða engu leyti, auk þess sem fjár- hagsstaða fyrirtækisins og at- vinnuástand á Suðurnesjum gefurástæðutil þessararákvörð- unartöku.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.