Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Er sameining bæjarfélag- anna algerlega úr sögunni? Spjallað við nokkra íbúa í Keflavík og Njarðvík Eins og flestum er líklega kunnugt, hafnaði bæjarstjórn Njarðvíkur þeim tilmælum bæj- arstjórnar Keflavíkur, að gerð yrði hlutlaus úttekt á hagkvæmni þess að sameina þessi bæjarfé- lög. Kom þessi ákvörðun flatt upp á marga, einkum þó ýmsa bæjarstjórnarmenn í Keflavík. Þannig segir Ólafur Björnsson, baejarfulltrúi Alþýðuflokksins í Keflavík, í síðasta tölublaði Suð- urnesjapóststin: „Karvel Ögmundsson stóð á sínum tíma fyrir því að slíta hreppinn í sundur og rak Njarð- vík árum saman sem sitt einka- fyrirtæki. Albert K. Sanders er á góðri leið með að koma sömu skipan á. Eftir siðustu kosningar lét hann sig ekki muna um að af- neita trú sinni til þess að halda bæjarstjóratitlinum þegar Sjálf- stæðismenn misstu meirihlut- ann. Liði sínu raðar hann svo á jötuna eftir því sem það vex úr grasi. Meðöllum ráðum ala þess- ir fuglar á nágrannaerjum til þess að tryggja stöðu sína." Hér eru nokkuð stór orð á ferð- inni, og séu þau rétt, líturútfyrir að andstaða Njarðvíkinga gegn könnun þessari eigi sér einkum persónulegar rætur. Persónu- legir hagsmunir nokkurra ein- staklinga ráða þar ferðinni. ( sambandi við þetta mál hafa átt sér stað hinar furðulegustu uppákomur. T.d. komu hingað í blaðamaður frá Vísi sem hafði einhvern áhuga á þessu samein- ingarmáli. Spjallaði hann síðan við bæjarritarann í Keflavík og bæjarstjórann í Njarðvík. Voru þeir ósparir á að tjá sig um þetta mál. Auðvitaö er ekkert við það að athuga að menn hafi skoðanir á þessu máli og láti þær i Ijós, en hins vegar töluðu þeir eins og fulltrúar bæjarstjórnanna. Það veröur að teljast í hæsta máta óeðlilegt, einkum þó þar sem þessi mál höfðu lítið eða ekkert verið til umræðu innan viðkom- andi bæjarstjórna. Þeim bar beinlínis embættisleg skylda til þess að vísa blaðamanninum á forseta bæjarstjórnanna í þessu tilfelli. Sumir hafa bent á aö Albert K. Sanders, bæjarstjóri í Njarðvík, hafi persónulega beitt sér mjög fyrir áðurnefndri samþykkt, innan bæjarstjórnar Njarðvíkur. T.d. er það alveg furðuleg uppá- koma að hann, bæjarstjóri sam- starfsmeirihluta Alþýðuflokks, Alþýöubandalags og Framsókn- ar, beiti sér sérstaklega fyrir samþykktum og tillögum i Sjálf- stæðisflokknum í Njarövik, eins og fram kemur i Suöurnesjapóst- inum. Það þætti nú mörgum gæfuleg staða á taflborði stjórn- málanna að hafa töglin og hagld- irnar á hvoru tveggja, stjórn og stjórnarandstöðu, og beita sér opinberlega á báðum þessum stöðum. Menn þurfa ekki að veröa neitt undrandi þó sú spurn- ing vakni, hvaða forsendur liggi þar að baki. Eða hvort eitthvað persónulegt sé í spilinu? Við hér á Víkur-fréttum höfðum áhuga á að kanna hug hins almenna bæjarbúa i Kefla- vík og Njarðvík til þessa máls. Fórum við því á stúfana og spurðum nokkra einstaklinga í hinum ýmsu atvinnufyrirtækjum. Lögðum við tvær spurningar fyrir þetta fólk og fara svörin hér á eftir. Spurningarnar voru þessar: Hvað finnst þér um þá ákvörð- un bæjarstjórnar Njarðvíkur að hafna algerlega konnun á hag- kvæmni sameiningar Keflavikur og Njarðvíkur? Ert þú fylgjandi eða andvigur sameiningu? Kári Tryggvason: „Ákaflega mikil þröngsýni að hafna slíkri könnun“ ,,Ég tel það ákaflega mikla þröngsýni að hafna slíkri könn- un. Það getur varla verið að slík könnun myndi skaða mikið. Þar að auki get ég ekki komiö auga á neitt, sem er því til fyrirstöðu að bæjarfélögin skoði þetta mál i ró- legheitum." Þetta hafði Kári Tryggvason trésmiður, um fyrri spurninguna að segja. Kári rekur trésmíðafyrirtæki í Njarövík ásamt bróður sínum, en er hins vegar búsettur í Keflavik. Um seinni spurninguna hafði hann þetta að segja: ,,Ég er fylgj- andi sameiningu. Ástæðan erein faldlega sú, að ég held að það hljóti að vera ódýrara fyrir bæjar- félögin aö sameinast heldur en að vera aö gaufast þetta sitt í hvoru lagi." Bjöm Viðar Ellertsson vélavinnumaður: „Er á móti sameiningu“ Björn Viðar er búsettur i Njarö- vík Hann svaraöi fyrri spurning- unni á þann veg að það hefði ef til verið í lagi að gera slika konnun. Slíkt heföi eflaust ekki skemmt mikið. Hins vegar tók hann skýrt fram, að hann væri á móti sam- einingu þessara bæjarfélaga. Hermann Jakobsson vélavinnumaður: „Á móti sameiningu" Hermann var sammála kollega sínum, Birni Viðari. Hann taldi eðlilegt að athuga hagkvæmni sameiningarinnar. ,,Þaö er í lagi að kíkja á þetta." Hins vegar tók hann einnig skýrt fram, að hann væri á móti sameiningu. Gerður Halldórsdóttir afgreiðslustúlka: „Má alveg athuga máliö“ Gerður starfar i verslun i Njarð- vik og er búsett þar. Spurningun- um svaraöi hún á eftirfarandi vegu: ,,Ég held það ætti að vera i lagi að athuga málið. Það mætti að minnsta xosti spyrja okkur íbúa Njarövikur álits. Hins vegar er ég á móti sameinmgunni. Ég held að ástæðan sé su, að ég hef bara aldrei haft áhuga á að vera með Keflvikingum " Elsa Hafsteinsdóttir afgreiðslustúlka: „Það er kominn tími til að spyrja fólkið hér í bænum“ Elsa er líka búsett í Njarðvík. Hún svaraði spurningum okkar á eftirfarandi vegu: ,,Þaö er auð- vitað ekkert sjálfsagðara en að láta athuga hagkvæmnina. Það er líka heldur ekkert sjálfsagöara en að athuga afstöðu þeirra sem búa í bænum. Við vöknuðum t.d. upp við það einn daginn að við vorum orðin bæjarfélag. Þá var enginn spurður um neitt. Það má eiginlega segja að það sé kom- inn tími til að spyrja fólkiö hér í bænum. Um sameiningarhug- myndina vil ég hins vegar segja, að ég er á móti sameiningu að svo komnu máli, kannski fyrst og fremst vegna þess að ég er Njarð- víkingur." Sólveig Einarsdóttir afgreiöslustúlka: „Sameiningin mun fela í sér minni útgjöld“ Sólveig er líka búsett i Njarö- vik og starfar með þeim Gerði og Elsu. Hún hafði eftirfarandi að segja: „Ég er eindregiö fylgjandi þvi að gerð verði könnun. Held að bæiarstjórn Njarðvikur ætti að láta gera slika könnun í sam- einingu við bæjarstjórn Kefla- víkur Ég hef t d ekki séð neitt sem fram hefur komiö um það, hvers vegna bæjarstjórinn i Njarövik vildi ekki láta gera þessa könnun Hins vegar er ég algerlega fylgjandi sameiningu, enda tel ég að hún muni fela i sér mun minni útgjöld fyrir ibúa þessara byggöarlaga "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.