Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 Rödd úr kuldanum Hugleiðing um stofnun hagsmunasamtaka hitaveitunotenda á Suðurnesjum Eins og öllum notendum Hita- veitu Suðurnesja er kunnugt, hefir hitastig vatnsins verið lækkað nú í haust og jafnframt hefir þrýstingur verið lækkaður að verulegu leyti. Ýmsar skýr- ingar eru nú gefnar á þessu ástandi af starfsmönnum hita- veitunnar, misjafnlega trúlegar, mjög litið er skrifaö um þetta í blöð og ekkert um það fjallað í fjölmiðlum. Notandinn kúrir í sínu koti böivandi yfir kulda og bætandi við einni lopapeysu í von um að þetta sétímaspursmál, sem leyst verði af þeim góðu herrum sem stjórna þessu (sem gæti heitið) ágæta fyrirtæki. Enn aðrir fara út í það að láta bæta við vatns- magnið. Það eru góðu kýrnar, sem hægt er að mjólka enda- laust. En svo eru til enn aðrir og þeir eru alls ekki svo fáir, sem spurn- Krók á leið skólabílsins ( þeim mikla kulda sem var um daginn kom upp sú spurning, hvort skólabíllinn gæti ekki bætt krók við leið sína þannig að litlu börnin yrðu sótt niður í Sund- höll, því hálf hráslagalegt að sjá þau koma blaut um höfuðið og þurfa aö berjast á móti roki langt upp í bæ, jafnvel alla leið upp í Heiðarbyggð og Eyjabyggð. Væri ekki rétt hjá forstöðu- mönnum skólabílsins, að taka til athugunar þennan krók fyrir yngstu skólabörnin? Lítið um brennur Allt útlit er nú fyrir því aö mun færri áramótabrennur verði í ár í Keflavík og Njarðvík, en verið hafa undanfarin ár. Með hverju ári hefur brennum farið fækk- andi og kemur þar margt til, eflaust það m.a., að nú er minna um brennuefni en áður var. Um sama leyti í fyrra hafði verið sótt um 6 áramóta- og þrettándabrennur í Keflavík og Njarðvík. Núna, þ.e. um miðjan desember, er búið að sækja um leyfi fyrir aðeins eina brennu, staðsettri ofan Iðavalla í Kefla- vík. Vonandi verða þó fleiri brennur, en umsóknarfrestur um leyfi fyrir brennum rennur út 21. desember. Næsta blað kemur út 14. janúar. ingarnar vakna hjá um það, hvort Hitaveita Suðurnesja sé hér aö reyna nýjar fjáröflunarleiðir, sem ekki hafa áður verið farnar, þ.e. að kúga notandann til að kaupa meira vatnsmagn. Ég heyri að þeir hjá H.S. veifi nýlegri byggingareglugerð sem kveði á um það, að ekki megi taka inn meira en 80° heitt vatn. Með þessu á að friða okkur vesæla notendur. Þaðvill nú svotilaðég hef í höndunum þessa reglu- gerð. Hún er frá 16. maí 1979 og þar stendur á bls. 42, að yfir- borðshiti ofna megi ekki vera yfir 80° og neysluvatnshiti ekki heldur. Það er hvergi talað um það að vatnshitinn þurfi að fara úr 80° niður í 68-70°, hvað þá neðar. Þegar hitaveitan var tekin inn var vatnshitinn 75-80° og þrýst- ingur 4 kg. Fólk taldi að þaðfengi að halda því sem það upphaf- lega keypti í byrjun. Mér var að berast í hendur blaðið Víkur- fréttir, en á síðum þess er smá greinarstúfur um óánægju fólks með hitann. Þar er faglega snúið út úr spurningu blaðsins til stjórnarformanns Hitaveitu Suð- urnesja. Hann segist ekki hafa heyrt um að fólk hafi boðist til að borga hærra verð fyrir 80-90° heitt vatn. Þetta kalla ég útúr- snúning, og ennfremur véfengir hann hita- og þrýstimæla fólks. Sé fyrirtækiö, sem er að 60% eign sveitarfélaganna á Suður- nesjum (þ.e. notendanna), svo fjárvana, að það þurfi þess vegna að fara þessar leiðir sem ég hef getið hér að framan, er full ástæða til að hinn almenni not- andi fái tækifæri til þess að fylgj- ast með rekstri þess. Hvort þar er ábótavant skal ekki leitt að líkum hér, en spurningarnar vakna. Síðan vaknar ein til viðbótar: Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum, eða eigum við bara að halda áfram að borga fyrir það sem við ekki fáum? Ármann Eydal Vegamótum, Garöi. JOLATSESSALA Kiwanisklúbbsins XEILIS Hjálpiö okkur að hjálpa ððrum. hófst á íþróttavallarsvæðinu í Keflavík sunnud. 13. des. og verður opin daglega kl. 14-22 til miðvikudagsins 23. des. Jólatré - Greni Krossar - Borðskraut Jólapappír Jólatrésfætur o.fl. Allur ágóði rennur til líknarmála. Kiwanisklúbburinn _ KEILIR Við bjóðum alla almrnna snyrtingu á: HENDUR - FÆTUR - ANDLIT Einnig glæsilegar snyrtivörur og sérfræðilegar leiðbeiningar. Snyrtistofan^z^ Verslunin^g^^^fe Víkurbæjarhúsinu, II. hæð, Keflavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.