Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 20
Fimmtudagur17. desember 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Skatt- innheimta Skrifstofa embættisins aö Vatnsnesvegi 33, Keflavík, verður opin til móttöku á opinberum gjöldum til kl. 19.00 þriðjudaginn 29. desem- ber og miðvikudaginn 30. desember. Fimmtudaginn 31. desember (gamlársdag) verður skrifstofan opin til kl. 14. Gjaldendur í umdæminu eru alvarlega á- minntir um að gera skil fyriráramótin. Athygli er vakin á því að 4.5% dráttarvextir leggjast á ógreidda skatta við hver mánaðamót. ATVINNUREKENDUR ATHUGIÐ, að skila- greinar þurfa að berast skrifstofu embættisins fyrir 31. desember n.k. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvík og Grindavík Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu Guðjón Stefánsson, bæjarfulltrúi:=z== Sameining Keflavíkur og Njarðvíkur Synjað um hagkvæmnisúttekt Eins og áðurhefurkomiðfram, þá samþykkti bæjarstjórn Kefla- víkur tillögu nýlega, þess efnis að gerð yrði hlutlaus úttekt á hagkvæmni þess að sameina bæjarfélögin Keflavík og Njarð- vík. Tillaga þessi er tilkomin vegna talsverðra umræðna sem um þessi mál hafa verið. Um- ræðna sem oft hafa komið upp á liðnum árum, en hafa nú í seinni tíð einkum komið frá Njarðvik- ingum, og það ekki síst bæjar- stjórnarmönnum þar. Vegna þessa þótti okkur sjálf- sagt að gefa almenningi kost á hlutlausum upplýsingum um málið, til þess að auðveldara væri að mynda sérskoðun um það. En nú bregður svo við, aö bæj- arstjórn Njarðvíkur synjar um þessa hagkvæmnisúttekt og telur hana ekki tímabæra. Velta menn því nú mjög fyrir sér, hvað það sé í þessari úttekt, sem ekki megi koma fyrir almennings- sjónir, hvaðaskoðanirsem menn annars kunna að hafa fyrirfram á málinu. Það hefur svo heyrst, aö baejarstjórinn i Njarðvík (em- bættismaðurinn) hafi háð harða baráttu gegn þessu máli og haft sitt fram. Þarna virðast Njarðvík- ingar því vera ofurseldir hinu margumtalaða embættismanna- valdi. Ég ætla ekki að fjalla hér að ráði um hugsanlega hagkvæmni slíkrarsameiningar. Hagkvæmn- in væri sjálfsagt enn meiri ef hún Auglýsingasíminn er 1760 Gu&jón Stefánsson væri víðtækari og fleiri sveitarfé- lög sameinuðust. Samstarf sveit- arfélaganna, sem orðið er mjög mikiö, veröur æ þyngra í vöfum, einkum stjórnunarlega, og hlýtur með tímanum að kalla á meiri eða minni sameiningu. ( bili má þó búast við að afdrif þessarar tilraunar til að upplýsa bæjaryfirvöld og allan almenn- ing um kosti og ókosti samein- ingar, verði til þess að á næst- unni verði unnið með öðrum að ýmsum skipulags- og hags- munamálum bæjanna, og þá litið á þá sem tvær einingar en ekki eina, eins og i raun hefur verið gert undanfarið. Að frelsa kóngsdóttur Prinsessa situr i fangaklefa hjá galdramanni. Kóngssonur er kominn á vettvang til þess að trelsa hana — en hvaða leið á hann að lara? Getið þið hjálpað honum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.