Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 21
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur17. desember1981 Sérstaða Varnarliðsins Þarf ekki að hlíta Einsog margirvita hefurVarn- arliðið ýmsa sérstöðu hérá landi, t.d. bera bifreiðar þess lægri tryggingagjöld en önnur öku- tæki hér á landi, og er ástæðan sennilega sú, að ekki er ætlast til að ökutæki þess sem bera skrá- setninganúmer er byrja á VL, séu mikið á ferð utan herstöðvarinn- ar, helduraðallegainnan hennar. Sú er þó ekki reyndin, heldur er algengt að sjá þessi ökutæki á vegum hér syðra og er þá átt við vegi sem ekki tilheyra herstöð- inni. Því er leitt til þess að vita að lögregluyfirvöld og bifreiðaeftir- litin skuli láta það viðgangast að þessi ökutæki séu oft á tíðum langt frá því að vera í ökuhæfu ástandi. Dæmi eru fyrir því að íslenskum lögum þau séu bremsulítil eða jafnvel alveg bremsulaus, auk þess sem þau eru í ólagi varðandi flestan annan öryggisbúnað. Nýlega kvörtuðu íslenskir starfsmenn hjá Varnarliðinu, sem þurfa að ferðast með einum rútubíl hersins, yfir því að kolsýringur bærist inn í bílinn. Hefði þarna verið um að ræða bíl íslandings hefði hann umsvifa- laust verið tekinn úr umferð, en þar sem Varnarliðið átti í hlut var málinu vísað frá einni stofnun til annarrar og loks krafist skriflegr- ar kæru. Á þessu sést að ekki er sama hver á hlut að máli. En er ekki kominn tími til að hætta með slíkar sérstöður eins og þá sem Varnarliðið hefur í þessu tilfelli hér á landi. Enn grútur í höfnina Það virðist lengi ætla að loöa við loðnumóttöku, að grútur ber- ist inn í Keflavikurhöfn, öllum til ama, en þannig ástand skapaðist nýlega. Voru starfsmenn Fiskiðj- unnar fengnir til að hreinsa grút- inn, sem gekk þófrekarilla. Bæði var reynt að brenna hann og hreinsa með öðrum hætti. Orsök fyrir því að grútur fór í höfnina er annars vegar slys, sem varð í Fiskiðjunni er sjóðari rifnaði og flæddi grútur um allt og þar á meðal í sjóinn. Hins vegarvar hitt hiðeilífavandamál, sem ekki er sök verksmiðjunnar, en það er hve mikill grútur berst í sjóinn i Njarðvíkurhöfn þegar verið er að landa loðnu þar, og þá frá skipunum sjálfum. Grúturinn berst síðan með vindátt inn i Keflavíkurhöfn. Er nú vonandi að menn fari að finna lausn á þess- um hvimleiöa fylgifiski loðnu- löndunar. Óvissa með Flakkarann Eins og áður hefur komið fram í Víkur-fréttum voru taldar miklar Gjaldþrot Kyndils: Aðeins 2.2% af kröfum greiddust Skiptameðferð á þrotabúi Kyndils hf. í Keflavík, sem hófst með úrskurði uppkveðnurh 12. febrúar 1979, lauk hjá Skiptaráð- andanum í Keflavík 2. nóv. sl. Lýst var kröfum í búiðsamtalsaö fjárhæð kr. 60.029,48 auk vaxta og kostnaðar. Upp í þær greidd- ust kr. 1.319,00, eða 2.2% þeirra krafna sem fram komu. líkur fyrir því í októberbyrjun, að útgerðarfélagiö Njöröur hf. í Sandgerði myndi kaupa Flakk- arann frá Akureyri, sem raunar heitir á pappírum Þórunn hyrna. Von var þá á loforðum um lánafyrirgreiðslu frá Fiskveiða- sjóði, Byggðasjóði og öðrum op- inberum aðilum, varðandi kaup á akipinu. Að sögn Hafliða Þórssonar, framkvæmdastjóra Njarðar hf.. standa málin nú þannig, að já- kvætt svar hefur komið frá öllum aðilum nema Byggðasjóði. en þaðan hafa engin svör komið. Stendur málið þvi og fellur með ákvörðun Byggðasjóðs. Verði svar ekki jákvætt þaðan, falla kaupin um sjálft sig. ÞEIrhárliú/ Nú er rétti tíminn fyrir PERMANENT - LOKKALITUN KLIPPINGU - GLANSSKOL Nýjustu litirnir frá STENDHAL voru að koma. Vantar þig gjöf handa HENNI - EÐA HONUM? Þá færðu hana hjá okkur. Mikið úrval af ILMVÖTNUM - RAKSPÍRA LADY LOTION og SÁPUM. EGYPTAIN EARTH kinnalitur, augnskuggi, varalitur og naglalakk, - allt í einu glasi. ÞEL - HÁRHÚS Tjarnargötu 7 - Keflavík - Sími 3990 Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja. Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning, ef óskað er Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleiti 33 - Keflavík - Sími 2322 G/eði/eg jól Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Farsœ/t komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. htXLrlsti*m ui/trt'infin A Arinu Rckstrartækni sf. ísbarinn Hafnargötu J7A Gísli Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.