Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 53

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 53
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 Sjálfsbjörg Suður- nesjum 20 ára Sjálfsbjörg á Suðurnesjum hélt upp á 20 ára afmæli sitt 5. des. sl., í Safnaðarheimili Innri- Njarðvíkur. Góð þátttaka var og meðal gesta voru frá Landssam- bandi fatlaðra Theodór Jóns- son formaður, Ólöf Ríkharðs- dóttir, Eiríkur Einarsson og Trausti Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands- ins. Voru fluttar ræður og árnað- aróskir og félaginu færðar af- mælisgjafir. Auk ræðuhaldafóru fram skemmtiatriði á meðan setið var að kaffidrykkju. Félagiðvarstofnað 10. desem- ber 1961. Aöalhvatamaður að stofnun þess varSæmundurEin- arsson í Keflavík. Fyrsti formað- ur var Falur Guðmundsson. Ágúst Jóhannesson varafor- maður tók við formennskunni að Fal látnum, en Gestur Auðuns- son varð formaður 1964 til 1969, að Friðrík Á. Magnússon tók við og hefur verið formaður síðan. Kristjana Ólafsdóttir hefur alltaf setið i aðalstjórn og situr enn. Félagið heldur skemmtifundi fyrir félaga, selur merki og blöð félagsins auk happdrættismiða. Flér hefur einu sinni verið haldið Frlðrik Á. Magnusson flytur ávarp i afmælishófinu þing Landssambandsins, 1974, í félagsheimilinu Stapa. Félagar héðan hafa sótt þing Landssam- bandsins og einnig Norður- landaþing. Tekið var á móti fötl- uðum i sumar og oft hafa verið gefnar peningagjafir til íbúða- bygginga að Flátúni 12 í Reykja- vík og einnig i Sundlaugarsjóð Sjálfsbjargar, auk smærri gjafa til einstakra félaga, einkum um jólin. Stjórn félagsins vill af alhug þakka þeim sem hafa stutt það á liðnum árum, sveitarstjórnum á svæðinu, einstaklingum og styrktarfélögum, sem alltaf eru boðnir og búnir til að rétta hjálparhönd. Framtak skóla- nema í Gagnfræðaskólanum sl. vetur og kennarar þeirra hefði verið til fyrirmyndar og talsvert hefði þokast í þá átt hér á Suður- nesjum, að gera umhverfið aögengilegra fyrir fatlaða - á ári fatlaðra - svo sem allir gætu séð. í stjórn félagsins eru nú: Form. Friðrik Á. Magnússon Gjaldk. Jón Stígsson Ritari Guðmunda Friðriksd. Varaform. Kristjana Ólafsd. Meðstj. Valgerður Guðjónsd. Dyrindis kræsingar voru á boðstólum Videobanki Suðurnesja Suöurgötu 19A - Keflavík - Sími 3485 OPNUNARTlMI YFIR HÁTÍÐARNAR: Aðfangadagur ............ kl. 9-14 Annar í jólum ........... kl. 13-16 Þriðji í jólum .......... kl. 14-16 Gamlársdagur ............ kl. 13-16 Geymiö auglýsinguna. - Gieöilega hátíö. Keflavík Mánudaginn 28. desember n.k. verður hafist handa við að hreinsa til og fjarlægja allt drasl, skreiðarhjallaafganga, útgerðarvörur, girð- ingar og hesthús, sem eru á byggingarsvæði Heiðarbyggðar IV og V (þ.e. skemmusvæðið vestan Eyjabyggðar). Hlutir þessir hafa margir hverjir legið þarna í reiðuleysi undanfarin ár. Þeir sem telja sig eiga þarna nýtilega hluti, verða að hafa samband við Áhaldahúsið fyrir 28. desember og fjarlægja það sem hirða á. Eftir þann tíma verður öllu ekið í Sorpeyðing- arstöðina eða brennt á staðnum áábyrgðeig- enda. Áhaldahús Keflavíkurbæjar Sími 1552 PANDA auglýsir: Seljum fallegar og góðar vörur á lágu verði: Kínversk náttföt fyrir börn og fullorðna. Sloppa, borðdúka, skíðahanska og lúffur fyrir börn. Höfum mikið af útsaumsvörum (kínverskum og dönskum). Útskornar kamföruviðarkistur frá Shangai. ítalskar veggkluggur og margt fleira. Rúmgóð húsakynni og næg bílastæði við dyr verslunarinnar. Opið frá kl. 13-18 frá mánudegi til föstudags. Opið á laugardögum eins og hjá öðrum verslunum. Síminn er 72000. P_ IANPA Smiöjuvegi 10D - Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.