Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 11

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 11
VERSLUNARTÍÐIIDI MÁNAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ÍSLANDS PrentaC 1 IsafoldarprentsmlCJu. 8. ón. Janúar 1925. Nr. I V erglunartíðindi koma út einu sinni i mánuði venjul. 12 blaðsíður. — Árgangurinn kostar kr. 4.50 Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslnnarráðs íslands, Eimskipafjelagshúsið. Talsími 694. Pósthólf 514 verslunin 1924 mmm nema vörutolli af korn- f vörum, með tilliti til lággengisins. Einnig Árið ’ 1924 hefur verið hagstætt versl- unár, og mun þess lengi verða minst í 8ögu þjóðarinnar, sem eins hins mesta afla- og viðreisnarárs, sem yflr hana hef- ur runnið. Eftirköst stríðsáranna hertu stöðugt tök- in, alt fram á þetta ár. Mun mörgum þá hafa fundist fullerfitt uppdráttar, og litið hálfgerðum örvæntingaraugum fram í tim- ann. Gildi peninganna var þá stórfallið og landið og einstaklingar í stórskuldum. Þá kom blessaður þorskurinn I mikilli mergð að landi, og gjörbreytti fjárhagnum og gaf vonir og hug til athafna. Fer hjer á eftir lauslegt yfirlit yfir ýmÍBlegt, er verslunina snertir á árinu. Þingið 1924 má segja að hafi verið betur skipað, hvað snertir frjálsa verslun, en undanfarandi þing, þó það vegna erfiðra fjárhagsástæðna landsins yrði að gjöra að nokkru leyti ráðstafanir, sam miðuðu að því, að iþyngja versluninni. Þingið var meðmælt því, að beitt yrði heimildarlögunum frá 8. mars 1920, um bann gegn innflutningi á ýmsum vörum, og hefir stjórnin framfylgt lögunum eins og kunnugt er, með nokkrum undanþág- um. Þá ákvað og þingið 25% hækkun var lagður á ýmsar vörur 20% verðtoll- ur (miðað við innkaupsverð). Um þingtimann komst á samningur við norsku stjórnina um tolllækkun á íslensku kjöti, er nam hjer um bil 25 aurum á kílógr., gegn nokkrum ívilnunum frá Is- lendinga hálfu á fiskiveiðalöggjöfinni frá 19. júní 1922. Á meðal gjörða þingsins, er snerta versl- unina, má telja, að lögð var niður einka- sala rikisins á vogum og mælitækjum, er staðið hafði um 5 ára skeið. Þá má einn- ig geta þess, að á þessu þingi voru sett lög um nauðasamninga í skuldamálum, og skipuð þriggja manna nefnd til þess að hafa á hendi gengisskráning og eftirlit með gjaldeyrisversluninni. Að lokum má geta þess, að þetta þing ákvað með lögum, að notað yrði I land- inu aðeins ein tegund sauðfjárbaðlyfja, sem löggilt yrði til þess af atvinnumála- ráðuneytinu, með ráði dýralæknis, jafn- jafnframt því, sem ráðuneytinu var falið að sjá um, að búnar yrðu til nægar birgð- ir af slíku baðlyfi. Þessari ráðstöfun mun stjórnin hafa framfylgt, og hlaut Lands- verslunin einkasölurjettinn. Peningaverslunin. Með batnandi fjárhagsástæðum bank- anna og ýmsra framleiðenda hefir pen

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.