Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 12
2 VERSLUNARTÍÐINDI ingaverslunin á árinu 1924 tekið mjög miklum framförum. Síðan gjaldeyrisnefndin tók til starfa hefur gengisskráning farið reglulega fram og erlend mynt fengist viðstöðulauBt keypt. Á genginu hafa verið miklar sveilfur á árinu, eins og eftirfarandi tafla gefur hugmynd um: 1924 £ D. kr. Sv. kr. N. kr. $ 1. Jan. 30,00 122,94 186,92 103,75 7,0 i 1. Febr. 32,60 123,96 204,43 105,75 7,81 1. Mars 33,45 123,00 207,41 105,99 7,96 1, April 33,00 124,31 207,08 105,66 7,85 1. Maí 32 50 125,16 199,16 104,23 7,57 1. Jnni 32,30 126,27 199,13 102,78 7,51 1. Júli 32,00 118,52 196,74 99,79 7,41 1. Ágúst 31,85 116,84 192,96 98,14 7,26 1. Sept. 31,25 114,47 185,04 96,38 6 97 1. Okt. 29,65 116,05 177,44 95,16 6,68 1. Nóv. 28,85 110,75 170.00 91,59 6,40 1. Des. 28,20 106,90 164,36 90 33 6,11 31. Des. 28,00 104,63 169,57 89,51 5,92 H á m a rk: 12. Mars 33,95 212,54 8,14 12. Maí 126,96 24. Jan. 110,61 Lágmark: 22. Des, 28,00 28. Des. 104,28 31. Des. 159,57 31. Des. 81. Des. 89,61 5,92 Útlánsvextir bankanna hækkuðu 15. febr. úr 7% upp í 8%. Á sama tima hækkuðu innlánsvextir úr 4*/a°/o UPP í 5°/o> °g hafa haldist þannig síðan. Samgðngur. Þrjú gufuskipafjelög hafa haldið uppi reglubundnum ferðum, líkt og fyrra ár, að undanskildu því, að Bergenska fjelagið heflr á þessu ári haft tvö skip i förum, og heflr annað þeirra farið hraðferðir hálfsmánaðarlega á milli Reykjavíkur og Bergen. Sjávarafurdir. Eins og áður hefir verið á vikið, hefir þetta ár verið sjerstaklega gott afla-ár, og fór saman eftirspurn og hækkandi verð á árinu. Við byrjun ársins mun láta nærri að verð á stórfiski muni hafa verið hjer innanlands kr. 145,00 pr. skpd., en í lok ársins alt að kr. 225 00. Við byrjuu ársins voru fiskbirgðirnar, áætlaðar um 12 þús. skpd, miðað við verkaðan fisk, og er áætlað að fiskafli landsins nemi um 294 þús skpd. Á árinu gengu til veiða 28 ísl. togarar, auk þess bættust fjórir við seint á árinu. Afla tog- aranna má nokkuð miða við lifrarfata- fjölda, er þeir hafa lagt á land, sem var um 43,500 föt. Andvirði ísfiskjar togaranna mun hafa verið um áramótin tæp 115 þúsund pund sterling (brúttó sala). Síldveiðarnar gengu treglega á árinu vegna ógæfta. Er talið að íslendingar hafi saltað 102,330 tn Kryddað 22,224 tn. og brætt 73,360 mál. Allfle8tir höfðu selt síldina fyrirfram, er reyndist óheppilegt, vegna þess, að verðið hækkaði hröðum fetum, eftir því sem á leið síldveiðatíraann. En þeir fáu, sem eigi seldu fyr en að lokinni ver- tíð, náðu góðum hagnaði. í Kaupmannahöfn var ísl. sild hæst skráð á kr. 85,00 pr. tn. (cif. sv. höfn). Lýsisverð hefir verið fremur stöðugt á árinu, og' nokkuð hærra en fyrra ár. En verð á því er mjög mismunandi eftir tegundum. Sundmagar hafa selst fremur dræmt, en með líku verði og árið áður,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.