Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 13
VERSLUNARTlÐINDI 3 Landafurðir. Vegna óhagstæðrar veðráttu á Norður- og Austurlandi var fjárslátrun með meira móti. Kjötútflutningur talinn um áramót- in 25,375 tn. Verð á saltkjöti var við ársbyrjun 1924 um danskar kr. 155,00 pr. tunnu, í Khöfn, en mun nú vera þar um 185,00 pr. tn. Af fersku kjöti voru fluttir út í haust 2216 skrokkar til Skotlands, með góðum árangri, og 2 skipsfarmar af lifandi fje, 3808 talsins til Englands. Útflutningur Tirossa var töluvert minni en árið áður. Þá er talið að flutt hafi verið út 3865 hross, en 1924 2374. Sömu- leiðis fór verð útflutningshrossa töluvert lækkandi á árinu. Er þó álitið að meðal- verð hafði verið um kr. 250 fyrir hvert hross, komið á skip. Á síðastliðnum 2 árum hefir lítið eða ekkert selst af ísl. ull til Ameríku, þar sem þó áður var bestur markaður fyrir hana. Stafar það af gifurlega hækkuðum innflutningstolli, sem þar var lagður á hana í febrúar 1923 (nokkrum dögum eft- ir að steinolíueinkasalan gekk hjer í gildi). Heflr tollurinn þar numið frá kr. 4 til 5,50 á hvort kílógramm (eftir dollars genginu). Vegna ullarþurðar á heimsmarkaðinum hefir þó verðið hækkað að stórum mun á árinu; mun láta nærri að hækkunin hafi numið kr. 2,00 pr. kg. Um fyrri ára- mót seldist fyrsta flokks vorull fyrir rúm- ar kr. 3,00 danskar, en nú rúmar kr. 5,00 i K.höfn. Haustull hefir hækkað eftir lík- um hlutföllum. Gœruverðið má telja að hafl tvöfaldast á árinu. Við nýár 1924 seldust gær- ur í Kaupmannahöfn á danskar kr. 1,55 kg, en eru nú skráðar kr. 3,15. Æðardúnn hefur einnig hækkað tölu- vert á árinu: úr kr. 45,00 i kr. 60,00 í Kaupmannahöfn, hefur þó salan á árinu verið fremur dræm. Utflutnlngur ð innl. afurðum. Samkvæmt bráðabirgðartalningu Hag- stofunnar hefur útflutningurinn á árinu numið rúml. 80 railj. króna. Innflutningur á erlendum vttrum. Um verðmæti þeirra á árinu er því miður ekkert hægt að segja vegna vant- andi innflutningsskýrslna. En til hlið- sjónar má geta þess, að innflutningurinn árið 1922 nam um 52 milj. kr., og vissa er fengin fyrir því, að innflutningurinn 1923 var töluvert minni. Mikil verðhækkun hefur átt sjer stað á þessu ári, sjerstaklega á ýmsum neyslu- vörum, eins og eftirfarandi tafla um stór- söluverð í Khöfn (í dönskum kr.) gefur hugmynd um: 1. jan. 1. jiili 31. des. Rngmjöl pr. kg. 0,237a 0,257, 0,407, Amerikuhveiti — — 0,42 0,46 0,62 Hrisgrjón — — 0,42‘/s 0,44 0,49 Hafragrjón — — 0 43 0,44 0 51 Kaffi 1,46*/. 2,11 2,85 Högginn sykur — — 0,39 0,82 0,68 Vísitala Hagstofunnar var í október- byrjun 317, en 268 á sama tíma í fyrra. Kaupgjald. Dýrtíðaruppbót opinberra starfsmanna var 52%, en hækkaði nú um áramót í 78% Sömuleiðis hefur kaupgjald verka- manna töluvert hækkað á árinu Verkföll hafa engin orðið, sem teljandi eru. Ný iðnadarfyrirtœki. Á árinu hefur tekið til starfa smjörlik- isgerð á Akureyri, mjóikurniðursuða i Borgarfirði, kaffibætisgerð og baðlyfsblönd-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.