Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 14
4 VERSLtlNABTÍÐINDÍ un í Reykjavík og olíufatagerð í Súganda- íirði, og mun horfa vel fyrir flestum eða öllum þessum fyrirtækjum. Lándsverslunin hefur á árinu haldið áfram einkasölu á steinolíu og tóbaki, með óbreyttu fyrir- komulagi, og bættist henni svo á árinu sala á baðlyfl, eins og áður er getið. Samningi þeim, er gerður var fyrir rúmlega tveim árum, við breska stein- olíufjelagið, um einkasölu á steinolíu til landsins, hefur nú verið sagt upp, með árs fyrirvara. Þótt verð á erlendum vörum sje hátt, og ekki útlit fyrir að það falli fyrst um sinn, er ýmislegt, sem bendir til þess, að íslensk verslun hafi á þessu ári komist yfir verstu erfiðleikana, og að nú liggi betri verslunartimar fram undan. Sú von byggist mikið á viðreisn sjávarútvegsins, og bættum markaðsaðstöðum erlendis. En sjerstaklega á því, að nú fjölgar óðum talsmönnum frjálsrar verslunar, og tíminn og reynslan sýnir æ betur og betur gall- ana á verslunarrekstri ríkisins og sam- vinnufjelaganna svo kölluðu. Skilyrðin fyrir því, að verslunin sje góð og þjóðinni til sem mests gagns og sóma, eru meðal annars þau: Að verslunin sje frjáls og öll í höndum verslunarstjettarinnar. Að i verslunarstjettina veljist sem ment- aðastir og vandaðastir menn, og að þeim sje eigi gjöri ókleyft að afla sjer nauð- synlegs rekstursfjár, og Að verslunin sje þeirn lögum háð, sem tök eru á að framfylgja og vernda. Frá þjóðfjelagsins sjónarmiði á það að vera markmiðið, að verslunararðurinn lendi sem mestur í landinu, og að útlendu vörurnar sjeu sem haganlegast innkeyptar, og islensku vörurnar sjeu gerðar sem eigulegastar, og verðmæastar, áður en þær eru fluttar úr landinu, og að þær sjeu seldar á þeim stöðum, þar sem þær eru best borgaðar. Þetta er hlutverk versl- unarstjettarinnar, og til þess er henni trúandi, ef hún fær að njóta sín á kom- andi árum. Garðar Gíslason. Gjaldmiðilslögin dönsku. Eins og kunnugt er hafa Danir undan- farið gjört ýmsar ráðstafanir til þess að bæta gengi krónunnar, en sem hafa venju- lega mishepna9t að meira eða minna leyti. Nú hefir danska þingið samþykt iög í þessa átt og fer hjer á eftir útdráttur úr þeim lögum: Ráðherra fyrir iðnaðar- verslunar- og siglingamál má leysa Þjóðbankann frá þeirri skyldu að innleysa seðla sína með gulli til desemberloka 1926, þó með þeim skilmálum, er taldir verða síðar. Ennfremur má fjármálaráðherra stuðla að því fyrir ríkisins hönd, að Þjóðbank- inn fái alt að 40 milj. dollara lán hjá Bandaríkjunum og veita ríkistryggingu fyrir þessari upphæð eftir þvi sem með þarf. Fjármálaráðherrann og ráðherrann fyrir iðnaðar- verslunar- og siglingamál fá um- boð til þess að semja við Þjóðbankann fyrir ríkisins hönd um skyldur beggja málsaðila samkvæmt lögunum. í þeim samningi skal þetta tekið fram viðvíkj- andi þjóðbankanum: a) Þegar gjaldmiðilslánið er fengið, á Þjóðbankinn frá þeim tíma, erráðherrann í iðnaðar- verslunar- og siglingamálum og ríkisdagsnefndin ákveða, að sjá um að

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.