Verslunartíðindi - 01.01.1925, Qupperneq 15

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Qupperneq 15
VÍ3RSLUNARTÍÐÍND1 5 dollargengi fari ekki hærra á kauphöll- inni í Kaupmannahöfn en 5,74 á tímabil- inu til 1. júlí 1925, 5,60 til 1. janúar. 1926, 5,46 til 1 júlí 1926 og 5.32 til 1. janúar 1927. Ef sjerstakar ástæður eru fyrir hendi má þó áðurnefndur ráðherra með samþykki meiri hluta ríkisdagsnefndar- innar draga nokkuð úr þessum ákvæðum. En þó má sölugengi á Bandaríkjadollar ekki vera hærra en ákveðið er á tíma- bilinu frá þvi að gengið 5.74 byrjar til 81. desember 1926. b) Þjóðbankanum ber skylda til: í fyrsta lagi að bæta ríkinu, ef að halli verður af áðurnefndu dollaraláni, og í öðru lagi að bæta rikinu, ef tap verður við jafnaðarsjóðinn, (sbr. lög nr. 432 frá 16. nóv. 1923) og innlausn á smápening- um frá Svíþjóð. Þessar kvaðir, sem bankinn tekur að sjer fyrir rikisins hönd mega þó ekki íþyngja honum raeira en svo, að upphæð- in fari ekki fram úr nettó ágóða bankans, reikningsárin 1924—25 og 1925—26, að þessum kvöðum undanskildum. Á hverjum ríkisdegi skal skipa gjald- miðilsnefnd, sem starfar einnig milii þinga. I þessari nefnd skulu sitja 15 ríkisdags- menn, kjörnir eftir sömu reglum og ríkis- endurskoðendur. Þessi nefnd á að kynna sjer hreifingarnar á peningamarkaðinum, seðlaumferð Þjóðbankans og hvernig hann hagnýti sjer áðurnefnt gjaldeyrislán. — Ennfremur á nefndin að kynna sjer er- lenda inneign og skuldir, gengismál ann- ara þjóða, samanburð á innlendu og er- lendu verðlagi og yfir höfuð það, er getur baft áhrif á gengi krónunnar. Nefndin tekur svo ákvarðanir í samráði við stjórn- ina um nauðsynlegan gengisstöðugleika og hækkun. Til þess að minka seðlaumferð þjóð- bankans þarf ríkið að fá aukatekjur, sem að nokkru eiga að notast til þess að greiða 40 milj. kr. lánið, sem ríkið fjekk hjá Þjóðbankanum til fyrirrúms hlutabrjefa í Landmandsbankanum. Þessar aukatekjur eiga að fást með tollhækkun á ýmsum ónauðsynja vörum. I lögunum er ennfremur ákveðið að fjár- málaráðherrann, megi gefa út ríkissjóðs- skírteini til 3ja eða 6 mánaða, að upphæð 50 milj. kr. í mesta lagi, til þess að kom- ast hjá lántöku til bráðabirgðaútgjalda. Útlönd. Danmðrk. Yfirlit yfir fjármál og atvinnumál Dana í nóvembermánuði 1924, frá sendiherra Dana. Gullvirði dönsku krónunnar hefur auk- ist enn á ný í nóvembermánuði. Meðaltal á gengisskráningu í nóvember var fyrir dollar 5.72 og sterlingspund 26.28 (í okt. 5.78 og 25.89). Yfir höfuð virðist peningamarkaðurinn hafa verið stöðugri í nóvember en undan- farna mánuði. Þjóðbankinn hefur líka getað minkað útlánin um 19 milj. kr., úr 512 milj. kr. niður í 493 milj. kr. Seðlaumferðin hefur minkað samtímis um 16 milj. kr., úr 495 milj. kr. niður í 479 milj. kr. Útlán pri- vat bankanna hefur einnig minkað, úr 1398 milj. kr. niður í 1389 milj. kr. Vérðbrjefa- og hlutabrjefaviðskifti hafa verið lítil í kauphöllinni í nóvember, en þó dálítið meiri en í október. Verðbrjef að meðaltali á viku fyrir 2.3 milj. kr. og hlutabrjef fyrir 2.0 milj. kr. (i okt. 2.0 og 1.8 milj. kr.). Verðbrjefavísitala var 95.7 og hlutabrjefa 91.8 (í okt. 96.9 og 92.1). Vísitalan var í nóvemberlok 232, en 231 í októberlok.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.