Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 16
6 VERSLUNARTÍÐINDI Verslunarjöfnuðurinn hefur haldist góð- ur, og má þakka það miklum útfiutningi og háu verði á landbúnaðarafurðum, en innflutningur ekki aukist Innflutningur í október nam 200 milj kr. en útflutningur 204 milj. kr. — Frá janúar til október 1924 hefur verið flutt meira inn en út fyrir 149 milj. kr., en í fyrra á sama tíma 303 milj. kr. Útflutningsvörurnar i október voru: bú- fje fyrir 13 milj. kr., flesk og kjöt 45 milj. kr., smjör, mjólk og ostur 64 milj. kr. og egg, feitmeti o. fl. 22 milj. kr. Vikuútflutningur var að meðaltali: Smjör 22032 hkg, egg 667400, flesk og svín 37278 hkg. og búfje 8927 hkg. Verð á útflutningsvörum var gott, dálítið hærra en í október fyrir flesk og egg, en nokkru lægra fyrir smjör og kjöt. Vikuskráning var að meðaltali, smjör 555 kr. f. 100 kg., flesk 2.50 kg., egg 4.25 kg. og kjöt 1.03 kg. Atvinnulausratalan er minni en hún var í fyrra, 8.6%) en var 11.4% í nóvenber- lok 1923. I reglulegum iðnaðargreinum var hundraðstalan 8.0, en 9.0 á sama tíma 1923. Ríkistekjurnar af neysluskatti námu í nóvember 15.8 milj. kr. (1923 17.5 milj. kr.). Þar af voru tolltekjur 6.5 milj. kr. (8.4 milj. kr. í nóv. 1923. Noregur. Útdráttur úr frjettaskeytum frá norska aðalkon8Úlnum. Noregsbanki lækkaði forvexti á víxlum um 1/«°/o þann 26. nóvember, úr 7% nið- ur í 6*/a%) og höfðu þeir fyrri þá staðið í rúmt ár. — Norska krónan hækkaði lítið eitt í nóvembermánuði, aðallega fyrri hluta mánaðarins. Sterlingspund fjell þann- ig úr 31.60 niður í 31.28 og dollarúr6.99 í 6.76. Mörk voru tekin aftur til skrán- ingar á kauphöllinni í Osló og voru skráð 6. nóv. 168. Gullgildi krónunnar steig í nóv. úr 53.1 % upp í 55.2%. Bæði á verðbrjefa- og hlutabrjefamark- aðinum hafa verið litlar breytingar. Hval- veiðabrjef stigu þó dálítið í byrjun mán- aðarins, og aftur í mánaðarlokin. Banka- brjef hafa einnig stigið nokkuð. Tolltekjurnar voru samtals i nóvember 8.4 milj. kr. (7.0 milj. kr. á sama tíma í fyrra). Fyrstu 5 mánuði fjárhagsársins 1924—25 námu tolltekjurnar 61.7 milj. kr. (á sama tima árið áður 39.5 milj. kr.). Síð- ustu 12 mánuðina námu tolltekjurnar 129 2 milj. kr. (98.4 milj. kr. þar áður). Heildsöluverð hefur hækkað á tímabilinu frá 15. okt til 15. nóv. um 1%. Vísitalan 276; var áður 273. Matvörur hafa yfir höfuð hækkað, en úr jurtaríkinu þó meir. Utanríkisverslun Noregs var talsverð í október, þó hún væri nokkru minni en í september. Innflutningur nam samtals á tímabilinu jan.—okt, talið í milj. kr. 1.264.4, en útflutningurinn 866.2 milj. kr. A meðal innflutningsvara í október má telja kornvöru fyrir 18.5 milj. krónur, hálfunnar steinvörur 17 milj. kr., vefnað- arvörur 14.4 milj. kr., nýlenduvörur 12.5 milj. kr., feitmeti, tjara, gúmraí o. fl 9.2 milj. kr., hálfunnir og óunnir málmar 6.9 milj. kr., hálfunnir málmar 6.8 milj. kr., ávextir og grænmeti o. fl. 6.5 milj. matvörur úr dýraríkinu 6.4 milj. kr. og vagnar og vjelar 6 milj. kr. Útflutningur mjög líkur og var í síðustu mánaðarskýrslu. Hvað trjáviðarœarkaðinn snertir, má telja hann sæmilegan Að vísu minni eftirspurn í bili, en talsvert til af eldri pöntunum, svo útflutningur er talsverður og nóg að gjöra. Það sama má einnig segja um trjámauks- trjákvoðu- og pappírs- markaðinn. Niðursuðuiðnaðurinn hefur einnig gengið vel í þessum mánuði.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.