Verslunartíðindi - 01.01.1925, Síða 17

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Síða 17
VERSLÚNÁRTÍÐINDI 7 Farmgjaldamarkaðurinn hefur haldið áfram að vera daufur; helst viðskifti við Astralíu og Austur-Asíu. Fitusildveiðar gáfu yfir höfuð heldur litinn arð í nóvembermánuði, sem versl- unarvara. En aftur á móti fjekst þó nokk- uð af smásíld, sem fór til síldaroliuverk- smiðjanna. Síldaraílinn varð samtals frá 1. júlí til nóvemberloka, talið í hl. (fitusíld og smá- síld): 349 830. Þar af var fryst 3A20, selt 8íldarolíuverksmiðjum 116.621, niðursoðið 57.356 og saltað sem verslunarvara 67.891. — Talið er að síldveiðin i nóvember nemi 1.7 milj. kr., en frá 1. júlí 7.2 milj. kr. Þorskveiðar frá Álasundi hafa ekki gengið sem best vegna gæftaleysis. Aflinn í nóvember 109 500 kg. og talinn 152.190 króna virði (í nóv. í fyrra 166.170 kg., 240.570 kr.). Síldaraflinn við ísland hefur numið hjer um bil 4 5 milj. kr., að frádregnu salti og tunnum. Stórsíldveiðar ekki byrjaðar ennþá. Kópsíldveiðar ekki gengið vel í nóvember, og verðið lækkað vegna þess að hún er verri á þeim tíma árs. Hvalveiðar hafa gengið vel, og t. d. í Suður-Georgiu er aflinn mun meiri en i fyrra. Verðið á hvalolíu einnig talsvert hærra. Atvinnulausratalan hefur hækkað eins og venja er til um þetta leyti vetrar. Atvinnulausir taldir nú 19.600, en voru 14,400 i október og 18,600 í nóvember í fyrra. Merking á smjöri í Danmörku. Ný reglugerð er komin út um smjör- merkingu í Danmörku og er þar fyrir- akipað: Ekkert smjör má flytja út, nema lúður. merkið sje sett á umbúðir. Þó er undan- tekið smjör í loftþjettum umbúðum, og þarf þó leyfi landbúnaðarráðuneytisins til útflutnings. Smjör á að vera gjört úr hreinsuðum rjóma og í því má ekki vera, meira en 16% vatnj Engin geymslumeðöl mega önnur vera í því en alment matarsalt. Smjörið má ekki vera litað með anilin- litum; og ennfremur á þessi útflutnings- vara að vera undir eftirliti. Lúðurmerkið á að setja á ystu umbúð- ir, á kassa bæði á botn og lok og á tunnu á tvo stafl, hvorn gegn öðrum. — Á send- ingum, sem þyngri eru en 5 kg. á einnig að vera eftirlitsmerki, í minni sendingum þarf þess ekki, en þá á lúðurmerktur pergamentspappír að vera utan um hvern smjörbita. Lúðurmerkið á að setja á smjörið, þar sem það er búið til. Smjörbú, sem ætlar að flytja út smjör, á því að sækja um leyfi til þess að hafa rjett að nota lúð- urmerkið. Að því veittu fær það merkt- ar umhúðir, sem það á að nota utan um alt smjör, er smjörbúið framleiðir. Lúðurmerki má ekki búa til án leyfis landbúnaðarráðuneytisins og eru ýmsar ráðstafanir gjörðar til þess að verjast fölsun. Reynist smjörið ekki fullnægjandi að gæðum, tekur landbúnaðarráðuneytið aft- ur rjettinn af smjörbúinu. Umbúðirnar tekur lögreglan í sínar hendur, og getur þá búið ekkert flutt út, fyr en það fær rjettindin aftur. Ekkert smjör má flytja að smjörbúi, sem hefur merkisrjettindi, nema það sje áður merkt. — Með leyfi landbúnaðar- ráðuneytisíns má smjörbú taka aðfengið lúðurmerkt smjör úr umbúðum og láta i sínar eigin, en verður þá um leið að ábyrgjast sendinguna. — Utflutningsfirma

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.