Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 18

Verslunartíðindi - 01.01.1925, Blaðsíða 18
8 VERSLUNARTlÐINDl getur einnig fengið samkonar leyfi, en þó bundið því skilyrði að í húsum þess sje ekki annað smjör en lúðurmerkt. Tollmálastjórnin sjer um að ekkert smjör flytjist ómerkt út úr landinu, að undan- teknu dósasmjöri. Útleni smjör, sem flyst inn í landið á strax að merkja »wtlenU, og sje það flutt út aftur, á þetta merki að standa á því. Smjörbúin eru undir opinberu eftirliti. Bækur þeirra eru skoðaðar, afrit tekin af þeim til þess að bera saman við bækur smjörkaupenda. Ennfremur er gætt að hvort rjóminn sje hreinsaður, vatnsinni- hald o. s. frv. Ríkiseftirlit er einnig með smjörverslun- inni. Hver, sem vill selja smjör í heild- sölu, flytja það inn eða út, skal láta lög regluna vita og skýrir hún aftur smjör- eftiriitsmönnum frá því. í bókunum skal getið um það, hvaðan smjörið er fengið og hvert það er selt, og hafa smjöreftir- litsmenniruir umsjón með því að bækurn- ar séu rjett færðar. Smjöreftirlitsmennirnir mega taka sýn- ishorn af smjöri hjá kaupmönnum, á járn- brautarstöðvum og í höfnum. Vegna þessara ráðstafana, sem verður stranglega framfylgt, er óhætt að reiða sig á, að lúðurmerkt smjör, sem fiyst út frá Danmörku, er danskt smjör, og í ann- an stað, ekki danskt, ef lúðurmerkið er ekki á þvi. Iðnaðurinn í Bandarikjunum. Samkvæmt skýrslu National City Bank fyrir árið 1923 hefur verksmiðjufram- leiðsla Bandaríkjanna verið 60 þús. milj. dollara virði, og er það meira en tvöfalt við það sem framleitt var 1914, fimm sinnum meira en um aldamótin og tíu sinnum meira en 1880. Hjá 109 iðnaðargreinum er framleiðslan 52% meira virði en árið 1921. Fyrsta árið sem skýrsla er til um þessa framleiðslu er ár- ið 1850 og er hún þá talin 1.019 milj. dollara virði. Sem annað starfsemisdæmi má nefna, að hjá þessum 109 áðurnefndu iðnaðargreinum var tala þeirra er tóku á móti launum 1.335.289, en 993.328 1921 og 1.268.263 1919. Þá getur skýrslan einnig um, að þar sem samanburður sje á verðmæti fram- leiðslunnar á árinu 1850 og 1923, þá sje eiunig fróðlegt að athuga verðmismuninn á útflutningsvörum þessara tegunda áður- nefnd ár. Utfluttar verksmiðjuvörur 1923 voru 88 sinnum meira virði en 1850, en framleiðsluverð í heild sinni ekki nema 58 sinnum meira. Þetta sýnir að frara- leiðendur leggja kapp á útflutninginn. Verksmiðjuvörur boruar saman hlutfalls- lega við aðra útflutningsvöru hafa hækk- að úr 17% árið 1850 upp í 49% árið 1923. Vöruskráning í Bandaríkjunum. júii jan. des. 1914 1924 1924 Kol doll. pr. tonn 0.80 1.80 1.50 Stelnolía — — barrel 1.70 3,25 2.75 Járn — — tonn 13.00 21.00 20.50 Stál — — — 19.00 40.00 35.50 Kopar ots. — lb. 13.50 12.40 14.38 Blý — — — 3.90 8.30 9.88 Bómull — — — 13.31 34.25 23.85 Uil doll. — — 0.68 1.40 1.70 Sllkl — — — 4.07 7.70 6.05 Hveiti — — bsh. 0.89 1.09 1.67 Mais — — — 0.70 0.76 1.25 Nautgripir — 100 lb. 9.10 9.60 8.70 Svín — — — 8.90 7.20 9.05 Sykur •ts. pr. — 3.26 6.78 4.90 Uxahúðir — — — 20 14 18 Kálfsskinn — — — 20 18 24 Qúmmí — — — 55 26 37.50

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.