Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 4

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 4
14 VERSLUNARTlÐINDI skoraði að lokum á Alþingi að fella lög- in úr gildi og taka þá jafnhliða til ihug- unar breytingar á verðtollslögunum. Einkasöluheimildin og einkasölufram- kvæmdirnar er stefnumál, sem Verslunar- ráðinu, ásamt miklum meirihluta kaup- sýslumanna landsins, hefur frá upphafi verið and8tætt. Hefur Versluuarráðið jafnan árlega síðan einkasöiunni var komið á, sent Al- þingi mótmæli gegn þessu verslunarfyrir- komulagi, þar sem sýnt hefur verið fram á skaðræði þess fyrir verslunar- og við- skiftaþroska landsins. Eru þau mótmæla- brjef prentuð fyrir árin 1921, 1922 og 1924 Var hið fyrsttalda sent sjerprentað, en hin síðari með Verslunartíðindum, 5. árg. nr. 3 og 7. árg. nr. 3. Að síðustu hefur Verslunarráðið enn á ný sent Alþingi samskonar mótmæli gegn einkasölunni og fer það brjef hjer á eftir: »Um einkasölu rikisins. Þótt hið virðuglega Alþingi vafalaust viti álit og óskir verslunarstjettarinnar í þessu efni, leyfir Verslunarráðið sjer að skírskota til meðlagðra brjefa, er það sendi til Alþinga þeirra er háð voru 1921, 1922 og 1924, viðvíkjandi mótmælum og afnámi ríkiseinkasölu tóbaks og steinolíu, jafnframt sem það skorar eindregið á háttvirt Al- þingi, er nú situr að störfum, að afnema með öllu umrædda einkasölu á þessu ári. Allur þær ástæður, sem færðar eru fram í brjefum þessum fyrir afnámi einkasölunnar eru enn í fullu gildi, en auk þess hefur reynslan best sýnt og sannað, að fyrirkomu- lagið er óviðunandi og að verslunin mnui vera best komin i höndum verslunarstjett- arinnar. Það hefur greinilega komið fram á liðn- um árum, að verslunarrekstur ríkisins er óheppilegur fyrir þjóðina, enda hefur áður margsinnis verið sýnt fram á með tölum og Ijósum dæmum, að vörukaup gátu feng- ist hagkvæmari fyrir milligöngu einstak- linga, en þeirrar stofnunar, sem einkasöluna hefur rekið. Það hefur verið bent á, hve mikið fje hún bindur af ríkissjóði, hve þung ábyrgðin er, sem versluninni er sam- fara og hve mörg hundruð þúsundum kóna ríkið eyðir í reksturskostnað að þarfalausu, þar sem verslunarstjettin hefur mikla starfs- krafta ónotaða og nóg húsrúm og tæki til að reka þessa verslun án mikils auka kost- naðar. í sambandi við þetta má benda á það, að verslunarstjettin hefur keypt atvinnu- rjettindi sín af ríkinu, hefur kostað sig meira og minna til undirbúnings undir starf sitt og hefur oft og tíðum með erfiðis- munum og ærnum kostnaði komið fyrir sig fótunum Hún á því sanngirniskröfu að eigi sje gengið á rjett hennar og hún svift atvinnurjettindum sínum, þjóðfjelagsheild- inni til skaða og vansæmdar. það mætti ekki all-lítilli undrun, er Landsversluninni var enn fengin ný vara síðastliðið ár til einkasölu, sem sje sauð- fjárbaðlyf, jafnframt sem kaupmönnum var bannað að flytja til landsins og versla með þau baðlyf, sem notuð hafa verið í fjölda mörg ár með besta árangri. Og ekkert Alþingi er svo háð á seinni árum, að ekki komi fram ýms ný og uppvakin lagafrum- vörp um ríkiseinkasölu i einhverri mynd, ýmist á útlendum eða innlendum vörum. Á þessu Alþingi mun verða gerð tilraun til að koma einkasöluklafanum á ýmsar afurðir sjáfarútvegsins, þótt eigi muni á- stæða til að óttast, að slík frumvörp nái fram að ganga að sinni. Að vísu virðist eithvað vera að rofa til hvað tóbakið snertir, þar sem meiri hluti neðri deildar Alþingis hefur nú vísað til nefndar frumvarpi því, er kom frá 5 þing- mönnum, um afnám einkasölu á þessari vörutegund og má þvi gera sjer góðar

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.