Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 5
VBRSLUNARTlÐINDI 15 vonir um, að frumvarpið nái að verða að lögnm. Steinolíueinkasalan hefur aftur á móti ekki komið til mála ennþá á þessu þingi, og engin rödd komið, hvorki frá stjórn nje þingmönnum um upphafningu þessarar einkasölu greinar. Þessvegna leyfir Versl- unarráðið sjer líka enn á ný að vekja at- hygli á þessu máli með örfáum orðum og skírskotun til fyrri raka, sem frá því hafa verið færð. Að vísu hefur nú steinolíusamningnum við British Petroleura Co. verið sagt upp. En það eitt nægir ekki á meðan heimildar- lögin, sem liggja þar til grundvallar, eru ekki afnumin. Þvi bæði getur sá samn- íngur orðið endurnýjaður eða annar gjörður, sem ekki miðar til hins betra. Verslunarráðið leggur því eindregna áherslu á, að heimildarlögin frá 14. nóv. 1917 verði afnumin á þessu þingi. Má i því efni benda á, að misbeiting þeirra heim- ilda, er lögin veita, getur komið fyrir, og jafnvel hefur átt sjer stað, t. d. er mikil- vægur samningur, er á þeim bygðist var gjörður örfáum dögum áður en fulltrúum þjóðarinnar gat gefist kostur á að láta á- lit sitt um hann í Ijósi. Þau lög, sem heimila einkasölu'hafa ver- ið sett á einhverjum mestu örðugleikatím- um, sem yfir land vort hafa dunið um lang- an aldur. Margir af þeim þingmönnum, 8em greiddu þeim atkvæði,tókuþaðbeinlínis fram, að þeir væru fylgjandi frjálsri versl- un, en greiddu atkvæði með frv. sem neyðar- úrræðum, til að bjarga hag ríkissjóðs o. s. frv. Verslunarráðið hefur aldrei getað fallist á rök þeirra manna og reynslan hefur sýnt það, að það hefur haft á rjettu máli að standa. Þess vegna væntir Verslunarráðið þess, að nú verði látið til skarar skríða á háttvirtu Alþingi um það, hvort hollara muni fyrir landið að sökkva ofan í versl- unar-ófrelsið og verslunarspillingu þá, er hjer ríkti fyr á öldum, eða hvort barist skuli áfram undir fána þeim, er Skúli land- fógeti og Jón forseti hófu upp til viðreisn- ar efnalegu sjálfstæði þjóðarinnar.* Landsfjárhagurinn. Um leið og fjárlagafrumvarpið fyrir ár- ið 1926 var lagt fyrir þingið, gerði fjár- málaráðherra mjög glögga greín fyrir fjár- hagsástæðunum nú. Er því miður ekki hægt að taka hjer upp nema stutt yfir- lit, útdrátt af því, sem mest skiftir máli. Um yfirlit yfir tekjur og gjöld ríkisins 1924 getur fjármálaráðherra þess að inn- borgunum og útborgunum ársins sje að vísu ekki að fullu lokið og geti því kom- ið einhverjar breytingar enn. — Yfírlitið sýnir 3ja milj. tekjur fram yfir áætlun, en D/b gjöld. Tekjuafgangur því um l1/* milj. kr. Verðtollur er talinn nema um 830 þús. kr., en gengisviðaukinn (25%) um 670 þús. kr., þessi nýja tekjulöggjöf þannig gefið af sjer 1% milj. kr. Af öðrum tekjuliðum, er mest fóru fram úr áætlun má nefna: Símatekjur 400 þús. kr., Útflutníngsgjald 260 þús. kr., tóbaks- einkasala 150 þús. kr., vínfangatollur um 150 þús. kr., aukatekjur 100 þús. kr., vita- gjöld 80 þús. kr. og pósttekjur 50 þús. kr. Undir áætlun hafa orðið: Tekju- og eigna- skattur 200 þús. kr. og tekjur af bönkum 80 þús. kr. Af gjaldaliðunum hafa þessir farið mest fram úr áætlun: Vextir af skuldum 357 þús. kr., ýmisleg gjöld um 95 þús, kr., læknaskipun og heilbrigðismál 320 þús. kr., kenslumál 80 þús. kr. og óviss gjöld og gengismunur 80 þús. kr. Þá eru einning ýmsar greiðslur eftir

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.