Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 7

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 7
VERSLUNARTÍÐINDI 17 ingarguðsþjónustur haldnar í báðum kirkj- um Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Útgjöld Danmerkur er snerta Island. í danska blaðinu »Skatteborgeren« birt- ist ritgerð eftir prófessor dr. Knud Berlin um þau útgjöld, er Danmörk hefur vegna Islands, og er það svar gegn ritgerð eftir Einar prófessor Arnórsson um sama efni. Þýðing greinar Knud Berlin fer hjer hjer á eftir: »Eftir að sambandslögin frá 1918 gengu í gildi, þar sem ísland var viðurkent full- valda ríki, hafa heyrst raddir á íslandi, segir prófessor Arnórsson, um það að sjálf- stæðið sje gort og tildur á pappírnum, og Islandi sje dýrara og áhættumeira að vera fullvalda ríki í staðinn fyrir dönsk hjá- lenda eins og það í raun og veru var fram að 1. des. 1918. Próf. Einar Arnórsson reynir að kefja þessar óánægjuraddir niður með því að sýna fram á, að sambandslögin hafi gjört íslandi gagn. Þau hafi ekki einungis brætt kuldan, sem ríkt hafi á milli þjóð- anna, heldur hafi með þeim fengist viður- kenning á fullveldi landsins út á við, sem meðal annars má sjá, að merki landsins er sett á hús danska sendiherrans og erlendra ræðismanna og fáni íslands blakt- ir samhliða þeim danska. Ennfremur segir próf. Arnórsson: Það er hugsanlegt að einhverjum kunni að finnast sjáfstæði landsins keypt full- dýru verði og reikni þannig: ísland hefur tapað 1. Árstillagið .............. 60.000 kr. 2. Skrifstofuútgjöldin í Khöfn 17.000 — 3. Námsstyrkurinn........... 15.000 — 4. Borðfje konungs.......... 60 000 — 5. Fje til utanríkismála . . . 12 000 — Samtals 164.000 kr. Frá þessu má þó draga þær 50 þús. kr’ er fást í rentu af sáttmálasjóðnum, enn- fremur höfum vjer not af danska sjóðs- hlutanum, þar sem íslendingar hafa fengið þaðan styrk. Sjálfstæði landsins kostar þá rúmar 100 þús. kr. á ári. Ef til vill kann einhverjum að finnast þetta mikíð, en vafalaust fæstum. Er þessi reikningur rjettur ? spyr Knud Berlin. Hugsandi íslenskir skattgjaldendur munu fljótt sjá, að svo er ekki í öllum atriðum. — Fyrst og framst varð ísland ekki fyrst C. sjáfstætt 1918. Það var algjörlega sjálf- stætt 1903, er það fjekk sína heimastjórn, og hefur Dönum ekki dottið í hug að skifta sjer af sjálfstjórn þeirra. Það nýja, sem kom til viðbótar 1918 var eins og Arnórsson tekur fram, að ísland fjekk titilinn sjálfstætt ríki með skjaldarmerki og flaggi. Þetta er því að eins viður- kenning út á við, titill og heiti, er taka má undir með landlækni Guðm. Björns- syni, ágætum íslending, er sagði i ritlingi, er þýddur var á dönsku með styrk Al- þingis, að væri heimskulegra en alt ann- að titlaglamur. Þá hefur prófessorinn án efa reiknað tekjumissi Islands og aukin útgjöld altof iágt. Þvi fyrst og fremst má frekar telja námsstyrkinn 50000 kr. en 15000 kr. Enn- fremur er sjáanlega ekki gjört ráð fyrir íslenskum sendiherra í Kaupmannhöfn, svo að þau útgjöld hækka ekki frá því, sem áður var, þ. e. 17 þús kr. En tæki ís- land þá ákvörðun að endurreisa sendi- herrastöðuna, mundu þessi útgjöld meir en tvöfaldast, þar sem fyrri sendiherra þeirra kostaði ísland 28 þús. kr. aukreitis. — Að lokum hefur prófessorinn gleymt útgjöldum til dansk-íslen8ku sambands- nefndarinnar, þótt kynlegt megi virðast, þar sem hann á sjálfur sæti í þeirri nefnd. Þó að þessi útgjöld sjeu að vísu ekki há,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.