Verslunartíðindi - 01.02.1925, Page 8

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Page 8
18 VERSLUNARTÍÐINDI aðeins 1500 kr., verður það þó með ferða- kostnaði 4000 kr. á ári. Samtals verða þes3i útgjöld, sem ekki eru talin með 40 þús. kr., eða máske alt að 70 þús. kr. og 40—70 % reikningsskekkja, er þó ekki svo lítil. En við þetta bætist, sem próf. hefur ekki tekið fram, að kosti sjálfstæði ís- lands ekki nema 140 þús., þá kemur það til af því að ísland hefir ekki neitt hervarn- arlið eins og önnur fullvaldaríki, ekki einu- sinni löggæslulið, heldur lætur Danmörku greiða eins og áður megin hlutan af þeim útgjöldum, sem fullvalda ríki greiða sjálf. Utgjöld Danmerkur, er snerta Island. Flestir danskir skattgjaldendur haida sjálfsagt nú, að konungsríkið ísland kosti Danmörku ekkert nú, eða að minsta kosti mun minna en áður. En þetta er mis- skilningur. Fyrir 1918 stóð i dönskum fjárlögum 24. gr.: Utgjöld er snerta Island. Þar var fyrst og fremst árstillagið 60 þús. kr. og skrifstofukostnaður, þá ea. 7 þús. kr. Þessir útgjaldaliðir fjellu að vísu burt með sambandslögunum, en á móti vega vextirnir af sáttmálasjóðnum, 2 milj. kr. skift i tvo hluta, þar sem annar var borg- aður beint til Islands. Ennfremur stóðu á þessum lið aðrar fjárveitingar, skift í 3 flokka. Til sæsímans milli Islands og Dan- merkur, til strandvarnargæslunnar við ís- land og til ýmislegra bókmentalegrar starf- semi, er snertir ísland.3 Dönsku fjárlögin hafa nú ekki lengur þennan Islands útgjaldalið, þau eru laus við hann síðan 1918. En útgjöldin eru til eftir sem áður. Þeim hefur að eins verið laumað inn undir aðra liði, þar sem minna'ber á þeim. Árið 1918 voru þessi siðasttöldu útgjöld samtals 211 þús. kr., en á fjárlagafrumvarpinu nú samsvarandi útgjöld 422 þús. kr. Stærstu liðirnir eru 54 þús. kr., sem fellur á sæsímann og 360 þús.^kr. til strandvarnargæslunnar. Til viðbótar þessu koma svo gjöldin til dansk-íslensku nefndarinnar og til sendi- herra Dana á íslandi, hvorttveggja 111 þús. kr. Samtals nema þvi útgjöld Dan- merkur til íslands nú 533 þús. kr. Af þessu, sem nefnt hefur verið, má segja, að útgjöldin til sæsímans, snerti ekki Island eingöngu En í stað þess hefur Danmörk ennfremur íslensku utan- ríkismálin á hendi, og fær fyrir það 12 þús. kr. árstillag, en helmingur þess geng- ur aftur til þess að launa mann í utan- ríkisráðuneytinu, sem jafnframt er þess »Chargé d’ Affaires«, svo í raun og veru er framlagið til dönsku utanríkisútgjald- anna ekki nema 6 þús. kr., en þau eru á síðustu fjárlögum 6 milj. og 600 þús. kr. Þetta framlag er því í rauninni lítils vírði, og sjálfsagt verður ísland að leggja eitt- hvað riflegra til utanríkismálanna síðar meir, ef það vill vera raunverulegt full- valda ríki og enn þá augljósara er að það verður sjálft að annast landhelgis- gæsluna, eins og prófessorinn viðurkennir líka. Utgjöld Danmerkur vegna Islands eru of há. Þegar íslenskir skattgjaldendur hug- leiða að þeir hafa fengið fullveldi að nafn- inu til fyrir 140 þús. kr., sem ýmsum finst of mikið og það muni kosta mörg- um hundruðum þúsunda meira, ef það á að verða raunverulega sjálfstætt út á við, þá mun ef til vill fleírum finnast að sam- bandslögin hafi verið dýru verði keypt fyrir Islendinga. En finnist þeim það, geta þeir varla láð dönskum skattgjald- endum, þó þeir reikni líka og spyrji sjálfa sig, hvort það sje ekki í rauninni dálítið hjákátlegt að þeir skuli þurfa að greiða meira nú til íslenskra útgjalda en fyrir 1918, af því að ísland vildi vera full- valda riki, cg að þeir þurfi ekki einungis

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.