Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 9
VÉRSLUNARTÍÐINDl l9 að greiða ný útgjöld þess vegna, heldur einnig gömlu gjöldin eins og engin breyt- ing hefði á orðið. Nú getum vjer ekki losnað við þau út- gjöld, sem sambandslögin hafa lagt oss á herðar, t. d. landhelgisgæsluna, fyr en Bambandslögunum er sagt upp af öðrum hvorum málsaðila 1940 eða ísland tekur iandhelgisgæsluna í sínar hendur. En tvo liði má spara, dansk-íslensku nefndina og sendiherrann og hafa Islendingar gefið for- dæmið. Utgjöldin tii íslensku nefndarmann- anna hefur Alþingi fært niður í 1500 kr. fyrir utan ferðakostnað, en Danmörk borg- ar tífalt, 15 þús. kr. fyrir sinn hluta, þó að tæplega verðí sagt að verk þeirra sjeu svo mikils meira virði. A þessum lið er því hægt að spara svo um muni. Hið sama má segja um fulltrúana milli landanna. Upphaflega var það ísland, sem vildi hafa þessar stjórnarerindrekastöður á fín- asta hátt, þar sem því var haldið fram frá Dana hálfu, að ísland gæti ekki sent sendiherra, heldur aðeins skrifstofustjóra eða annað svipað. Þegar sambandslögin voru samþykt gaf Danmörk þetta eftir og meir að segja reið fyrst á vaðið með því að senda sendiherra til íslands 1919; íslenski sendiherrann kom svo árið eftir. — En eftir að hafa sjeð hvað þessi dýrð kostaði, fann ísland annan ódýrari og hag- kvæmari hátt. Hefur það fengið fulltúa- stöðuna dönskum manni í hendur, sem samhliða því, að vera yfirrjettarmálaflutn- ingsmaður í Kaupmannahöfn, er »Chargé d’ Affaires« fyrir ísland. Á þennan hátt hefur ísland getað lækkað þessi útgjöld niður í um 20 þús. kr., og sjer þó án efa málum sínum vel borgið. Danmörk hefur aftur á móti sinn full- trúa kyrran á íslandi. Hann ber titilinn: * overordentlig Gesandtlig og bef u ldmægtiget Minister«, og býr í dýru húsi í Reykja- vík, sem danska rikið keypti fyrir 350 þús. kr. Útgjöldin til þessa tigna sendi- herra eru á síðustu fjárlögum nálægt 100 þús. kr., það er næstum sama upphæð og prófessor Arnórsson taldi að sjáfstæði Is- lands kostaði. Húsaleigan í Reykjavík er 20 þús. kr, en íslenski sendiherrann í Kaupmannhöfn komst af með 3000 kr. Þetta virðist vera ósanngjarn mismunur. Yfir höfuð er erfitt að koma auga á nauðsyn þess að hafa dýran sendiherra á Isiandi, þar sem nefnd- in tekur til meðferðar öll þýðingarmikil mál er þessi riki skifta, og auk þess gæti stjórnin samið án þess að hafa þennan sendiherra-millilið. Hjer er því hægt að fara að dæmi Is- lands og láta danskan kaupsýslumann, búsettan í Reykjavík, sem kann ísl. tungu vera þar danskan »Chargé d’ Affaires«. Væri svo þetta dýra hús selt, þyrfti full- trúamenskan ekki að verða Dönum dýr- ari en íslendingum og ekki kostnaðar- meiri en sú, er Danir töldu fullnægjandi 1918. íslenskir skattgjaldendur, er sjálfir vilja spara ríkisútgjöldin, skilja víst vel að Dan- ir vilja hið sama. Yfirleitt á það að vera sameiginlegt áhugamál, að sambandið á milli landanna leggi ekki fyrir siðasakir stærri byrðar á borgarana, en nauðsyn krefur. Útlönd. Danmörk. Yfirlit yfir fjármál og atvinnumál Dana í desembermánuði 1924 frá sendiherra Dana. Danska krónan hækkaði aftur lítið eitt í desembermánuði. Dollar var að meðal-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.