Verslunartíðindi - 01.02.1925, Side 10

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Side 10
2Ö VEESLUNARTÍÐINDI tali í desember 5.69 og sterlingspund 26.62. Giullvirði dönsku krónunnar 65,6, en 65,2 í nóvember. Dollargengið hefur altaf ver- ið fyrir neðan 5.74 í mánuðinum, sem er hámarksgengið samkvæmt gjaldmiðilslög- um frá 20. des. 1924. Útlán Þjóðbankans hafa minkað í des- ember um 32 milj. kr, úr 493 milj. kr. niður í 461 milj. kr. og er sú útlánsupp- hæð mun minni en nokkru sinni 1924. Seðlaumferðin næstum óbreytt, 478 milj. kr. í desemberlok, en 479 milj. kr. í nóv- emáerlok. — Aftur á móti hafa útlán þriggja stærstu prívatbankanna aukist um 23 milj. kr., úr 1389 milj. kr upp í 1412 milj. kr. Kaup og sala af verðbrjefum og hluta- brjefum var fremur lítil í desembermán- uði, en þó nokkru meiri en mánuðina á undan. Að meðaltali á viku námu þessi viðskifti 2,5 mílj. á hlutabrjefum, en 3,0 milj. á verðbrjefum, (nóv. 2,0 og 2,3 milj. kr.). Heildsöluverð hefur hækkað í desem- bermánuði um 2 stig, úr 232 upp í 234. Síðustu mánuðína hafa vöruviðskifti við útlönd verið sjerlega hagstæð, en í nóv- ember hefur þetta snúist á nokkuð annan veg, þar sem innflutningurinn nam 211 milj. kr., en útflutningurinn 189 milj. kr. þessi mismunur stafar að nokkru leyti af því að innflutningur á korni og fóðurbætir hefur aukist og í annan stað minna flutt út af landbúnaðarafurðum. — Á tímabil- inu frá jan,—nóv. var það sem inn var flutt framyfir útflutning mun minna 1924 en 1923 (172 milj. kr. 1924 en 315 milj. kr. 1923.). í nóvember var búfje flutt út fyrir 8 milj. kr., flesk og kjöt 51 milj. kr., smjör, mjólk og ostui 57 milj. kr og egg, feit- meti o. fl. fyrir 19 milj. kr. Útflutningur landbúnaðarafurða var minni í desember en í nóvember, einkum flesk- útflutningurinn mun minni. Útflutningur- inn að meðaltali á vikii: Smjör, 21542 hkg., egg 625700 (tvítugur), flesk og svín 34324 hkg og búfje 8638 hkg. Verðið var sæmilegt fyrir landbúnaðar- afurðir í desember. Samanborið við nóv- ember var smjörverðið hærra, fleskverð heldur lægra, en næstum óbreitt verð á kjöti og eggjum. Meðaltal á vikuskrán- ingu var: Smjör 586 kr. 100 kg., flesk 231 eyr. f. kg., egg 415 aur. kg. og kjöt 102 aur. kg. Þó atvinnulausratalan hafl hækkað tals- vert í desember, er hún þó mun lægri en um sama leyti í fyrra. (13,2% í desem- berlok 1924, en 16,0% í desemberlok 1923. Ríkistekjur af neysluskatti voru í des- embermánuði 13,6 milj. kr (des. 1923 11,2 milj. kr.); þar af voru tolltekjur 5,2 milj. kr (des. 1923 3,8 milj. kr.). I janúarmánuði hækkaði danska krónan úr 65,6 upp í 66,2 gullaura. Útlán Þjóðbankans minkuðu í janúarmán- uði um 17 miljónir kr., úr 461 miljón kr. niður í 444 miljónir kr., einkum vegna þess að ríkið hefur endurgreitt bankanum talsverða upphæð. Seðlaumferðin hefur minkað á sama tíma um 22 miljónir kr. Útlán þriggja prívatbanka var í janúar- lok 1422 miljónir kr. og er það talsverð aukning frá því í desemberlok og stafar hún talsvert af útlendu fje. Yfirhöfuð kemur mikið meira inn í landið af erlendri mynt síðan gjaldeyrislögin gengu í gildi. Verðbrjefa og hlutabrjefaviðskifti hafa verið meiri á kauphöllinni í janúármánuði en undanfarna mánuði, sjerstaklega verðbrjef. Vikuviðskifti af þeim námu að meðaltali 4,5 miljón kr. en 3,1 miljónirkr. af hluta- brjefum. Vísitala Finanstíðinda hjelst óbreytt 234. Innflutningur hefur aukist í desember einkum korn og fóðurbætir, sem mikið hef- ur verið flutt inn af. Innflutningur nam í

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.