Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 11

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 11
VÉRSLUNARTÍÐINDI 2Í desember 225 miljónum króna, en útflutn- ingur 179 miljónum króna. Yflr höfuð má samt segja, að verslunarjöfnuður hafi verið hagkvæmur árið 1924, ef það er borið sam- an við árið 1923. Árið 1924 meira flutt inn en út fyrir 209 miljónir kr., en 346 miljónir kr. 1923. Af landbúnaðarafurðum var meira flutt út í janúar en í desember einkum mun meira flutt út af fleski. Vikuútflutn- ingur af smjöri var 22870 hkg., eggjum 605.900 tvítugir, fleski og svínum 408.15 hkg. og búfje 9837 hkg. Verð á landbúnað- arafurðum var yflrleitt heldur lægri í jan- úar en í desembr., nema á fleski. Meðaltal fyrir smjör 510 kr. fyrir 100 kg., flesk 246 aura kg., egg 318 kg., og kjöt 94 aurar kg. Atvinnulausratalan hefur farið minkandi. Var í janúarlok 16,3 %, en i janúarlok 1924 21,0%. Ríkistekjur af neysluskatti voru í janúar 26,9 miljónir kr. (jan. 1924. 27,6 milj. kr.). Þar af voru tolltekjur 11,0 milj. kr. (jan. 1924 13,2 milj kr.) Noregur. Útdráttur úr frjettaskeytum frá norska aðalkonsúlnum. Útlán og veðbrjefakaup hjá Noregs- banka hafa minkað á árinu 1924 um 73,4 milj. kr. og seðlaumferðin um 4,5 milj. krónur. Um fyrri áramót skuldaði Noregsbanki erlendis 4,5 milj. kr. en átti þar inni 16,7 milj. kr. En nú er sú skuld greidd og inneignin orðin 35,7 milj. kr. Viðskifti hafa verið fremur dauf á veð- brjefa og hlutabrjefamarkaðinum í des- embermánuði Iðnaðarhlutabrjef-, vátrygg- ingar- og hvalveiðabrjef voru óbreytt, skipa- og verslunarhlutabrjef fjellu lítið eitt, en bankahlutabrjef hækkuðu í verði. Verðlag á vörum farið hækkandi. Vísi- talan hækkað úr 276 upp í 279. Mat- vörur úr dýraríkinu hafa hækkað einna. mest. Utanríkisverslun var svipuð í nóvem- ber og I október. Innflutningur aukist litið eitt og útflutningur minkað dálítið. Annars hefur útflutningur verið óvenju mikill, aðeins hærri tölur í september og október. Innflutningurinn nam 144,5 milj. kr. Þar af voru 23,2 milj. kr. kornvörur, 16,3 milj. kr. nýlenduvörur, 13,0 milj. kr. vefnaðarvörur, 11,9 milj. kr. óunnar og hálfunnar steinvörur, 10,5 milj. kr. olía, tjara, gúmmí, o. fl., 9,2 milj. kr. græn meti, 9,0 milj. kr. matvörur úr dýraríkinu, 7.1 milj. kr. skip, vagnar, vjelar o. fl, 6,8 milj. kr. unnir málmar og 5,7 milj. kr. óunnir og hálfunnir málmar. Útflutningurinn í nóvember nam 269,0 milj. kr. Þar af voru matvörur úr dýra- ríkinu 28,9 milj. kr., pappírsmauk 13,8 milj. kr , pappír 11,9 milj. kr., óunnir og hálfunnir málmar 9,6 milj. kr, steinvör- ur 9,5 milj. kr. olía, tjara, gúmmi o. fi. 7,7 milj. kr., trjáviður 6,0 milj. kr., óunn- ar og hálfunnar steinvörur 5,0 milj kr. og tilbúinn áburður 4,4 milj. kr. Innflutningúr alls jan.—nóv. 1.408.9 milj. kr. og útflutningur 968,9 milj. kr. Tolltekjurnar urðu samtals árið 1924 127.1 milj. kr., en voru 103,0 milj. kr. árið 1923. Fiskveiðar hafa gengið tregt í desem- ber vegna gæftaleysis. — Fitusíldveiða- aflinn var 73,510 hl. Af því var fryst til útflutnings 3,530 hl. og saltað 4.664 hl. Verð fyrir stærri saltsíld 40—60 kr. og fyrir smásíld til verksmiðjanna 6 — 15. kr. hl — Fyrir fltusíld er talið að hafi feng- ist frá 1. júlí um 8 milj. króna, en 3,8 milj. kr. 1923. Gæftaleysi hindraði einnig þorskveið- arnar frá Álasundi. Sá afli talin um 4,2 milj. kr. virði árið 1924.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.