Verslunartíðindi - 01.02.1925, Side 13

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Side 13
VERSLUNARTÍÐINDI 23 Mjólkurútflutningurinn þaðan nam 31,9 franka árið 1923. I Kanada var fyrsta mjólkurniðursuðu- verk8miðjan reist árið 1883, en nú eru þær orðnar 23. Framleiðslan er taiin nema 269.000 dollara árið 1900, ll,5milj. dollara 1921 og 6,8 millj dollara 1922. í Ástralíu var lítið framleitt af niður- 8oðinni mjólk fram að árinu 1911, en fór svo smáhækkandi þangað til 1921, en far- ið minkandi síðan. Hámark á útflutningi 19,6 milj. tonn 1921. Mikið af Ástralíu- mjólkinni hefur farið til Bretlands, en mikill markaður er þó fenginn fyrir hana á eyjunum í Kyrrahaflnu og austurströnd Asíu. Á Nýjasjálandi hefur mjólkurniðursuða verið lítil til þessa. Útflutningurinn óx á stríðsárunum og var 2,3 milj. kg. 1919, en minkaði svo aftur og var ekki nema 0,7 milj. kg. árið 1923. Landbúnaðurinn í Ðandaríkjunum. Framtíðarhorfurnar þykja nú góðar í Bandaríkjunum hvað fjárhaginn snertir. Uppskeran hefur verið góð, verslunarvið- skifti mikil, hátt kaupgjald og nóg atvinna. Sjerstaklega var síðastliðið ár mjög hag- stætt fyrir landbúnaðinn og rættist eink- um vel úr með hveitið. Árið 1923 og framan af árinu 1924 leit mjög illa út með hveitiræktunina; komst jafnvel svo langt, að talað var um að leita ríkisstyrks. En nú hefir hveitiverð hækkað um hjer- Umbil 70%, og óánægjan þannig flust yfir til Evrópu, og er amerískum gróðrabralls- mönnum þar mikið um kent. En í raun og veru stafar þetta að nokkru af því, að hveitiuppskeran var mun minni 1924 en árið áður. Samtals er hveitiupp- skeran talin 3743 milj bush. árið 1923, en 3299 milj. 1924. í Bandaríkjunum var þetta þó á annan veg, því uppskeran þar var 87 milj. bush. meiri 1924, en 1923. Mest var uppskerulækkunin í Kanada, minkaði þar um 202 milj. bush. og í Argentinu um 55 milj. bush. Árið 1923 náði hveitiuppskeran í Kanada og Argentínu hámarki. En þrátt fyrir það voru hveitibirgðirnar í júlí 1924 ekki mjög miklar; sýnir það, að neyslan er mismun- andi og í annan stað að mikil uppskera þarf ekki að hafa þær afleiðingar fyrir hveitimarkaðinn eins og hún hafði 1923. En fjárbrallsmennirnir höfðu sig þá lítið í frammi og keyptu lítið af hveiti tilgeymslu, sem stundum getur verið heppilegt til þes8 að halda birgðum jöfnum. Rúguppskeran var einnig víðast hvar minni 1924 en 1923, nema í Bandaríkjun- um. Hátt kornmatarverð eykur framleiðslu- kostnaðinn bæði við nautgriparækt og smjörgerð. Nautgriparæktin hafði átt erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum síðan 1919 er hætt var að kaupa uxakjöt til hersins. Þegar kjötverðið var sem hæst söfnuðu bændur skuldum til þess að auka bústofn- inn og 1919 og 1920 jukust skuldirnar enn meir vegna vetrarkuldanna. Þar sem kornmataruppskera hefur verið lítil, eru horfurnar ekki sem glæsilegastar fyrir landbúnaðinn, einkum þar sem svínarækt- unin hefur heldur ekki gengið sem best vegna hins háa kornmatarverðs. Aftur á móti gengur sauðfjárræktin sæmilega. Fyrir dilka er borgað hátt verð og sömuleiðis fyrir ær til þess að auka stofninn. En einkum fer þó ullarverðið hækkandi, vegna ullarskorts á heims- markaðinum. Bómullaruppskeran verið með allra besta móti 1924, en þrátt fyrir það hefur bóm-

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.