Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 14
24 VBRSLUNARTÍÐINDI á XJ xj *\ ii yj H] *J *! XI xj *3 XI xi /\ x) xi I I 3 xi XJ 4 3 I i! 7\ , *tᣠ.*t*. &t*. >tx.At*..xt*..xt*..M£.At£.At£..*t£.At£.At£..£t£.)^ | KaupmEnn | □g Kaupfjelög Ef þið viljið viðskiftavinum yðar vel þá hafið á boðstólum Hjartaás-smjörlíki Laufás-smjörlíki Tigulás-plöntufeiti Alt fyrsta flokks vorur. UErksm. ÁsgarQur Vesturgötu 20. Sími 528. ullarmarkaðurinn verið sæmilegur, útflutn- ingurinn t. d. óvenju mikill. Frá því í águst hafa verir fluttir út 4 milj. ballar og er það einni milj. meira en um sama leyti í fyrra. Þessi aukni bómullarútflutn- ingur stafar mikið af aukinni eftirspurn frá Þýskalandi Eftir þvi sem kaupgetan eykst, verður þessi vörutegund meira not- uð, og því langt síðan að útlitið hefur verið jafn gott fyrir bómullarræktendur og nú. Umferðin um Suezskurð fyrstu þrjá ársfjórðunga ársins 1924. Fyrstu niu mánuði ársins 1924 fóru alls 3700 skip um Suezskurðinn til samans 25105000 brutto og 18190000 netto smá- lestir og fluttu þau um skurðinn 18628000 smálestir af vörum. Þessi skip greiddu í skurðstoll 135 519.000 gullfranka, sem er sú hæsta tekjuupphæð sem skurðurinn hefur nokkurntíma fengið á jafnlöngum tíma. Samanborið við sömu mánuði ársins 1923 hafa farið um skurðinn 1206000 fleiri netto smálestir þessa fyrstu 9 mán- uði ársins 1924. Nokkrar helstu siglingaþjóðirnar sem taka þátt í siglingum um skurðinn, hafa á þessum umræddu þremur ársfjórðung- um sett hæBta met sitt í smálesta tali á flutn- ingum um skurðinn, til dæmis Bretland 10859880 smálestir, Frakkland 1207328 og Bandaríkin 563051 smálestir. Að hundraðstali sigldu um 60% skip- anna undir bresku flaggi á þessu tímabili, en hollenskt smálestatal náði 10 af hundr- aði á móti 9 af hundraði á sama tímabili 1923 Þjóðverjar urðu þeir þriðju í röðinni, en voru þeir fjórðu i röðinni árið áður, og sigldu 6,7% af smálestatali skipanna undir þýsku flaggi, móti 5% 1923. Frönsk skip voru 6,6% á móti 5,6, en ítölsk skip 5,9% á móti 4,4% samanborið við sama tima árið áður. Japönsk skip fóru bæði fleiri og stærri um skurðinn og urðu Jap- anar þeir sjöttu í röðinni hvað það snerti. Um skip Bandaríkjanna var mjög líkt og árið áður á sama tíma. Norður um skurðinn fóru á þessum 9 mánuðum 12014000 smál., en suður um 6614000 smálestir. Norður um var aðal- lega flutt: kornvörur, málmgrýti, olíur úr jurta- og steinaríkinu og efni til dúkgerð- ar. Flutningur á kornvörum og dúkgerð- arefnum hafði vaxið mikið frá því 1923. Suður um skurðinn var aðallega flutt: málmar, vjelar, kol, efni til járnbrauta, salt og vörur ýmisiegs efnis. Að undanteknu sementi var flutt meira suður um af öllum þessum vörum en á sama tíma árið 1923.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.