Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 15
VÉRSLUNARTÍÐINDl 25 Suezskurðarfjelagið hefur nú tilkynt, að skurðurinn muni verða dýpkaður á þessu ári Eftir dýpt skurðsins fer svo náttúrlega hve stór og djúpskrtiið þau skip mega vera, sem um hann eiga að fara, og hefur það mikil áhrif á hvernig fyrirtækið borgar sig. Þessi dýpkun skurðsins leiðir svo aftur af sjer að stækka verður og dýpka ýmsar hafnir í Austurlöndum. Fyrst um sinn verður skurðurinn stækk- aður svo, að um hann geti farið skip alt að 28000 smál. og sem ristir 33 fet, en það stærsta skip, sem fór gegnum skurð- inn fyrir stríðið, var þýskt skip 17000 smálestir að stærð. Svo er í ráði að stækka skurðinn enn- þá meira síðar svo framarlega sem stór- hafnir Austurlanda og hafnatæki verði stækkuð að sama skapi. Austurasíufjelagið Skýrsla Austurasíufjelagsins fyrir árið 1924 heflr nýlega verið birt Má af henni sjá að árið hefir verið mjög hagstætt fyrir fjelagið, þarsem netto ágóði hefir numið kr. 14 086.464. Af þessari upphæð var hluthöfum greitt 15% kr. 7.500.000, 798. 761 kr. er varið til ágóðahluta, 722.048 til bygginga og afgangurinn kr. 5 065.655 tluttar til næsta árs. Varasjóður óbreyttur kr. 62.500.000. Austurasíufjelagið hefir mikla þýðingu fyr- if danska atvinnuvegi, t. d. má geta þess, að árið 1924 fiutti það erlenda mynt fyrir 166 milj. króna. Ferðum sínum hefur það reynt að haga svo haganlega sem unt er eftir þvi sem segir í skýrslunni, en ekki getað af praktískum ástæðum aukið skipaflotann eftir því sem viðskiftaþörfin krefur. Þann- ig ljet fjelagið t. d. útlend skip flytja fyrir 8ig hjer um bil 550 þús. tonn af vörum H.F. HAMAR Norðurstíg 7 - Reykjavík Telefon 50. — Telegr.adr.: HAMAR. Framkvæmdarstjóri: O. Malmberg Fyrsta flokks vjelaverkstæði og járn- steypa og ketilsmiðja. Tekur að sjer allskonar viðgerðir á gufuskipum og mótorum. Járnskipaviðgerðir bæði á sjó og landi. Steyptir allskonar hlutir í vjelar, bæði úr járni og kopar. Alls- konar plötusmíðar leystar af hendi. Biðjið um tilboð. Birgðir fyrirliggj- andi af járni, stáli, kopar, hvítmálmi, járnplötum, koparvörum o. fl. Vönduð og ábyggileg vinna. Sanngjarnt verð- Stærsta vjelaverkstæði á íslandi. Styðjið innlendan iðnað! árið 1924. Hug hefir fjelagið samt á að auka skipaflotann. Er 12 þús. tonna mótur- skip í smiðum hjá Burmeister og Wain og annað pantað af svipaðri stærð hjá skipa- smiðastöðinni í Nakskov. Er áformið að auka flotann smátt og smátt og endurnýja gömlu skipin. Ferðirnar hafa farið eftir áætlun síðastliðið ár og skipin venjulega fullfermd báðar leiðir. Hvað verslunardeildina snertir þá hefur bæði útflutningur og innflutningur aukist. Talsvert seldist meira af teak og öðrum austurlenskum trjáviðartegundum siðast- liðið ár, en árið á undan, og mikil við- skifti með danskar iðnaðarvörur. Vöruvið- skifti fjelagsins voru 755 þús. tonn árið 1924. Austurasíufjelagið er einnig þátttakandi í ýmsum öðrum fjelögum þar austur frá, t. d. Nörresundsby Portland Cementfabrik, Det östasíatiske Industri og Plantage Kom-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.