Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.02.1925, Blaðsíða 16
VBRSLUN ARTÍ ÐINDI 26 Rafmagnsvörur Veggfóður Málningarvörur Heildsala Smásala H.f. Rafmf. HITI & LJÓS Símnefni Hiti - Reykjavík - Sími 830 pagni o. fi. Er talið í skjrslunni að þessi fjelög hafi flutt út vörur fyrir hjer um bil 61 ruilj. kr. 1924, en ekki nema 50 milj. kr. árið á undan. Gull og silfurframleiðsla 1924. Á árunum 1916—22 hrakaði gullfram- leiðslunni stöðugt, en hefur heldur aukist tvö síðustu árin. Gullframleiðslan í Transvál var 29.8 milj. sterl. pund 1922, 38.8 milj. sterl. pund 1923 og 40.8 milj. sterl. pund 1924. Heims- framleiðslan var 65.5 milj. sterl. pund 1922, 75.5 milj. sterl. pund 1923 og 79 milj. sterl. pund 1924, þessi síðasta tala er því 15.7 milj. sterlingspunda minni en hún var árið 1913. Aftur á móti hefur silfurframleiðslan aukist síðan stríðinu lauk. 1924 var hún 236 milj. aura (únsur). Þessi framleiðslu- aukning stafar aðallega frá Mexiko. Megnið af ameríska silfurútflutningnum hefur farið tii Austur Asíu og Evrópu. Rússland hefur fengið í London 30 milj. silfuraura, fyrir utan það, sem er fengið beint frá Ameríku. Þýskaland, Pólland og Áusturríki hafa fengið 60 milj. silfuraura, sem er 25 % af heimsframleiðslunni. Olíuforðinn. Þar sem olíunotkun fer stöðugt í vöxt, bæði Itjá skipum, bílum og flugvjelum, hefur eðlilega sú spurning vaknað, hvað oliuforðinn muni endast til þess að full- nægja þörfinni, og hafa komið fram radd- ir, sem finst ekki horfa vænlega fyrir þessu máli í framtíðinni. Að vísu eru öll olíusvæði ekki þekt ennþá. En þó eitthvað kunni að finnast, þá eru ekki líkur til, að þær lindir verði neitt likar að vöxtum þeim stóru olíulind- um, sem lengi hafa verið unnar. Og þó að gátan verði leyst um uppruna olíunn- ar og þannig mætti komast að því, að nýjar olíulindir væru að myndast, þá mundi það tæplega hafa mikla fjárhagslega þýð- ingu. Að visu er hugsanlegt að eitthvað mætti fá úr tæmdum oliulindum með því að grafa námugöng, en þetta er þó aðeins framkvæmanlegt, þar sem olíulagið liggur ekki mjög djúpt, en ekki þar sem það liggur 3—5 þús. fet i jörðu niðri eða meir. Olíuvinsla úr öðrum efnum t. d. kolum hefur ennþá ekki þótt svara kostnaði. Á meðal þeirra landa, sem framleiða olíu, kveður mest að Bandaríkjunum, þar sem þaðan kemur meir en 70% af allri olíuframleiðslunni. Þá er Mexico annað í röðinni, og er framleiðsla þessara beggja ríkja 85% af allri olíuframleiðslu heims- ins. Þá koma næst Rússland, Persía og Rúmenía. Árið 1924 hefur olíuframleiðsl- an aukist í þessum þrem síðasttöldu lönd- um, en farið minkandi í Ameriku. — Sov- jetstjórnin rússneska hefur getað notfært sjer talsvert olíuauðæfi Rússlands til þess að ná verslunarsamningi við önnur riki. Coolidge Bandaríkjaforseti gaf út ávarp þ. 18. des. 1924, þar sem hvatt er til að stofna nefnd, »Federal Oil Conservation Board,« skipaða hermála- sjóliðs- utanríkis- og verslunarmálaráðherrunum, til þess að

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.