Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 5
VERSLUNARTÍfllNDI MÁNAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ISLANDS PrentaB 1 laafoldarprentsmiBJu. 8. ár. Mai og júni 1925. Nr. 5-6 V erslnnartiðindi koma út einu sinni í mánuði venjul. 12 blaðsíðnr. — Árgangurinn kostar kr. 4.50 Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið. Talsimi 694. Pósthólf 514 Einokun landræk. Þingsins nýafstaðna mun lengi verða minst í verslunarsögu landsins. — Það var barátta um verslunina — hvort ríkið ætti framvegis að hafa rjett til að reka hana að meiru eða minna leyti á kostnað og ábyrgð þjóðarinnar, eða láta þegnana um það eins og var, áður en styrjöldin mikla hófst og ójafnaðarmönnum skaut upp á stjórnmálasviðinu íslenska. Kíkið hafði tekið og rekið um nokkurt skeið einkaverslun á steinoliu og tóbakí, og á ílestum eða öllum seinni ára þingum hafa verið gerðar ákveðnar itrekaðar til- raunir til þess að hnekkja frjálsri kaup- manna verslun, en draga verslunina annaðhvort undir væng ríkisins, eða í faðm samábyrgðarinnar alræmdu. Þetta þing hefur breytt stefnu versl- unarmálanna um leið og það setti lög um verslunaratvinnu, sem að mörgu leyti miðar til bóta. — Það heíir ákveðið að leggja tóbaksverslun ríkisins niður við Qæstkomandi nýár og leyfa jafnframt írjálsan innflutning og sölu á steinolíu, þótt ríkið haldi þeirri verslun áfram um s>nn, sem síðasta tækifæri til þess að sýna verslunar yfirburði sína. Frá þessum gjörðum þingsins verður hánar skýrt í þessu blaði jafnframt sem Verslunarráðið vottar þeim þökk er stutt hafa að því að reka einokunina úr landi. Lög um verslunaratvinnu eru prentuð upp í heilu lagi hjer á eftir, ásamt fleiri lögum og lagabreytingum, sem verslunina varða. Er það gert til þæg- inda fyrir þá, er nota þurfa, þar sem handhægra verður að fletta upp i blaðinu, en leita á meðal margra laga í væntan- legum stjórnartíðindum, sem auk þess eru vön að vera í fárra höndum. Lög um verslunaratvinnu. 1. gr. Verslun í lögum þessum tekur bæði til stórsölu (heildsölu), smásölu, sveitaverslunar, umboðsverslunar (com- mission), lausaverslunar og tilboðasöfnun- ar um vörusölu og vörukaup (agentur). Undanskilin lögum þessum eru þó: 1. Lyfjaverslun, að því leyti sem lyfsal- ar hafa einkasölu á lyfjum. 2. Sala á búsafurðum eða fiskifangi, sem sem maður hefur aflað sjálfur eða skuldalið hans, og sala á öðrum slík- um innlendum afla eða framleiðslu. 3. Sala á handavinnu manns sjálfs, konu hans og barna, sem hjá honum eru, hjúa hans, nemanda eða sveina. 4. Vöruútvegun manna í fjelagi til eigin þarfa, enda sje varan að eins af hendi látin samkvæmt beiðni fyrirfram.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.