Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 10
50 VERSLUNARTÍÐINDI 2. gr. Aftan við 3. málsgr, 1. greinar kemur: Asbestþráður. Attavitar. Baðmullar- tvinni. Blaðgull til gyllingar. Boltar og rær. Efni til bókbands. Fiðlur. Flygei, til afnota í opinberum sámkomusal. Harmonia. Hnoð. Hvítmálmur. Keðjulásar. Kirkjuorgel. Kondensatorþráður. Koparrör. Látún. Ljós- ker. Piano. Sink. Skriðmælar. Skrifbækur og kensluáhöld. Tvinni. Vefjarskeiðar. Veggalmanök með spjöldum. Vitatæki og ljósmerkjatæki og efni til þeirra. Vjela- þjettingar. Vjelavaselín. Vörpukeðjur. 3. gr. Við síðustu málsgr. 1. gr. bætist: svo og allar vjelar til iðnaðar og fram- leiðslu. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júní 1925 og gilda til ársloka 1926. Lög um breyting á lögum nr. 38, 27. júní 1921, um vörutoll. I annan lið fyr3tu greinar þeirra laga bætast eftirtaldar vörutegundir við, en ein- kenni þess flokks eru þau, að gjalda skal 1 kr. af hverjum 50 kg. A eftir akkerisvindum í 2. lið 1. grein- ar laganna bætist: netum, lóðabelgjum, önglum, öngultaumum, blásteini, bjarg- hringjum, björgunarbeltum, barkalit, botn- rúllum, söltuðum húðum, körfum til upp- skipunar, girðingarnetum, hampi, garni til fiskumbúða, botnvörpuhlerum og efni í þá, skipaskrúfum (úr járni), bátsuglum (Davider), togvindum (trawlwineh), veið- arfæralásum allskonar, botnrúllukeðjum, stýriskeðjura, blýlóðum, mómylsnu, glau- bersalti, steinmulningi. Tóbakslagabreytingap. Um leið og Alþingi nam úr gildi tó- bakseinkasölulögin, gerði það einnig nokkr- ar breytingar á tóbakstollinum. Var áður svo ákveðið að gjalda skyldi 4 kr. af kg. af allskonar tóbaki, að undanskildum vindlum og vindlingum, er gjalda skyldi af 8 kr. af kg. Nú hefur því verið breytt á þá leið, að aðeins af óunnu tóbaki greið- ist 4 kr., en 4.80 af öðru og af vindlum og vindlingum kr. 12.80. Þessar laga- breytingar eru prentaðar hjer upp: Lög um breytingu á lögum nr, 41, 27. júní 1921, um breytingu á 1. gr. tollaga nr. 54. 11. júlí 1911, og viðauka við þau lög. 1. gr. Fyrir 6. og 7. lið í 1. gr. lag- anna komi: 6. a. Af óunnu tóbaki kr. 4.00 af hverju kg. b. Af allskonar unnu tóbaki, neftóbaki, munntóbaki og reyktóbaki, kr. 4.80 af hverju kg. 7. Af tóbaksvindlum vindlingum (ciga- rettum) kr. 12.80 af hverju kg Vindlingar skulu tollaðir að meðtöldum pappírnum, öskjum og dósum, sem þeir eru seldir í. 2. gr. Merkja skal umbúðir allra tó- bakstegunda, hverju nafni sem nefnast um leið og gerð er grein fyiir tollinum, með álímdum miðum, er stjórnarráðið lætur tollheimtumönnum í tje og á er letrað »tollur greiddur*. Lögreglustjórar eða umboðsmenn þeirra sjá um framkvæmd þessa ákvæðis, og setur stjórnarráðið nánari ákvæði um toll- merkin. 3. gr. Nú finnast tóbaksvörur, sem ekki eru merktar tollgreiðslu merki, en ekki verða þó taldar falla undir ákvæði gild- andi laga um tollsvik, og skal þá telja tollinn ógreiddan nema handhafi sanni, að tollur sje greiddur. Þó skal altaf telja saknæma vanrækslu, ef ómerktar tóbaks- vörur finnast hjá þeim, er versla með tóbak, og varðar slík vanræksla sektum, alt að þremföldum tolli af hinum ómerktu vörum. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1926. Frá sama degi falla úr gildi lögnr. 40, 27. júní 1921? um einkasölu á tóbaki,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.