Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 12
52 VERSLTJNARTlÐINDI Afnám steinolíueinkasölunnar. Eitt af merkismálum þeim sem síðasta þing hafði til meðferðar og hepnaðist að leiða heppilega til lykta er um afnám steinoliueinkasölunnar. Var það með sam- þykt á eftirfarandi þingsályktunartillögu: »Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn- ina að gefa innflutning á steinolíu frjálsan frá næstu áramótum, en láta ríkisverslun með steinolíu halda áfrarn fyrst um sinn að því leyti, sem þörf gei'ist, til þess að tryggja nægan innflutning og sanngjarnt verð á olíunni«. Frá því sjeð, að hjer er um stefnumál að ræða, þar sem unnendur frjálsrar versl- unar eru vitanlega ánægðir með úrslitin, en andstæðingar óánægðir, þá virðist svo sem báðir málsaðilar mættu í rauninni vel við una. Því reynslan fær væntanlega skorið úr um yfirburði þegar samkepnin hefst, og jafnframt sýnt hvor málstaður- inn hefur verið betri í þeirri snörpu sennu, er um olíumálin hafa staðið. En annars virðast nokkuð kynleg niður- lagsorð þingsályktunartillögunnar, að þurfa Landsverslun til þess að tryggja sann- gjarnt verð, því vitanlega er samkepni seljandanna trygging fyrir sanngjörnu verði. GjaldeYnr og gullinnlausn. Fyrir rúmum mánuði lagði fjármálaráð- herra Breta, Winston Churchill, fram i þinginu frumvarp til fjárlaga fyrir kom- andi fjárhagsár og hefur framsöguræða hans vakið athygli um víða veröld. Bar hann fram ýms nýmæli í skatta- og toll- málum, meðal annars um lækkun á tekju- skattinum og hefur hann þó verið lækk- aður tvisvar áður. Mesta athygli vakti þó tilkynning hans um, að Bretland mundi aftur taka upp gullinnlausn á seðlum. Það hafði átt sér stað mjög ítarleg rann- sókn á gullinnlausnarmálinu og rikisstjórn- in og stjórn Englandsbanka höfðu gert víðtækar ráðstafanir til þess að try^gja framkvæmd gullinnlausnarinnar. í raun og veru er sterlingspundið þegar komið í gullgildi og gullinnlausn hafin, þó ekki þannig, að menn beinlínis geti skift seðl- um fyrir gull, heldur geti menn fengið keypt gull t. d. til útflutnings fyrir seðla með jafngengi og fæ3t þessi gullinnlausn því aðeins, að um allstóra upphæð sé að ræða. Er eigi gert ráð fyrir, að slegnar verði gullmyntir; þykjast Bretar eigi hafa ráð á að láta gullmynt vera í umferð inn- anlands. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkin ein haldið raunverulegum gullmyntfæti. öll önnur lönd hafa horfið frá honum. Svíþjóð var fyrst allra landa til þess að taka upp aftur gullinnlausn. Þ. 1. april f. á. tók ríkisbankinn sænski að leysa inn seðla sína með gulli og hefur sænska krónan síðan haldist í gullgildi. En ster- lingspundið er sá gjaldeyrir, sem er áhrifa- ríkastur í viðskiftalííi Norðurálfunnar og sérstaklega hefur gengi sterlingspundsins mikla þýðingu fyrir lönd eins og Island, sem hafa tiltölulega mikla utanríkisversl- un. Auk þess er það vitanlegt að þessi ráðstöfun Breta mun beinlínis hafa áhrif á afstöðu annara landa til gullinnlausnar- innar. I mörgum löndum hefur gullinn- lausn verið i aðsigi, ýmist með fornu gull- gildi gjaldeyrisins eða með lækkuðu gull- gildi. En þessi lönd hafa eigi treyst sér til að koma gullinnlausninni í framkvæmd fyr, en séð væri fyrir um afdrif sterlings- pundsins. í Finnlandi var skipuð sjerstök nefnd til þess að gera tillögur um á hvern hátt yrði aftur tekinn upp gullgjaldeyrir.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.