Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 13
VERSLUNARTlÐINDl Snemma í vor skilaði nefndin áliti sinu og leggur hún til að finska markið verði fest i núverandi gullgildi þ. e. 1 dollar = 39.79 f. mk. En nefndin leggur jafn- framt til, að þetta verði eigi framkvæmt fyr, en Bretland hefur tekið upp gullinn- lausn. Þar sem það er nú skeð, má bú- ast við að Finnland fái gullgjaldeyrir nú á næstunni. Vafalaust má telja að Hol- land og Sviss, sem bæði hafa gjaldeyrir, að heita má, í gullgildi, taki mjög bráð- lega upp gullinnlausn. Bæði Þýzkaland og Austurríki hafa í raun og veru gull- gjaldeyrir og er það aðeins tímaspursmál hvenær komið verður á beinni innlausn- arskyldu. í Tjekkóslóvakíu er hafinn undirbúningur undir það að festa gjald- eyririnn varanlegan og líklegt er að Frakkland, Belgía og Ítalía taki bráðlega að sínu leyti afstöðu til málsins. Það er orðið augljóst, að þessi lönd geta ekki komið gjaldeyri sinum i fornt gullgildi og má búast við, að niðurstaðan verði sú. að að gullinnlausn verði tekin upp með gengi svipuðu því er nú er. Mestur vafi leikur á hvað verður um þau lönd, sem sloppið hafa við verulegt gjaldeyrishrun, en eru þó með gjaldeyri Binn mjög langt fyrir neðan gullgildi. Þessi lönd eru ísland, Danmörk, Noregur og Spánn. Pesetinn er nú um 76% af gullgildi, dan. kr. 70%, isl. kr. 69% og norsk. kr. um 62%. Hingað til hefur í öllum þessum löndum verið unnið að því að koma gjaldeyrinum í fult gullgildi. Það verður eigi um það sagt, hvort tak- ast muni að ná því marki. En það má búast við því, að örðugleikarnir komi enn frekar í ljós, er flest önnur lönd hafa kom- ið gjaldeyri sínum á fastan grundvöll. Enda er það svo, að jafnvel í Noregi, þar sem virtist samhuga vilji allra að koma gjaldeyrinum í hið forna gullgildi, eru farnar að heyrast raddir um, að Ö3 slikt verði ofraun atvinnulífi þjóðarinnar. í Danmörku hafa skoðanir verið skift- ar og hefur hækkun krónunnar mætt mótspyrnu úr ýmsum áttum, en það hefur þó orðið ofan á, að gerðar hafa verið ýmsar ráðstafanir sem eiga að stuðla að hækkun krónunnar. Hjer á landi hefur það undanfarið verið ótvíræð- ur vilji þings og stjórnar að koma ísl. kr. aftur í fult gullgildi. Á síðasta alþingi virtust talsvert alment koma fram aðrar skoðanir i þessu efni, en hvorki þing nje stjórn tók þó neina nýja afstöðu til máls- ins og verður þvi, eins og sakir standa, að telja að enn sje stefnt að hækkun ísl. gjaldeyris upp í fult gullgildi. G. 0. Afuröasalan. Þegar ræða er um efnahag þjóðarinnar komast margir að þeirri niðurstöðu að land- ið sje gott, en þjóðin sje eyðslusöm. Eyðslu- söm á fjármuni og óspör á tíma. Tímatapið verður ekki sannað með tölum, en skipin öll sem flytja vörurnar til landsins og hagskýrsl- urnar sýna að þessar fáu manneskjur, sem lijer búa, taka tiltölulega mikið til sín, auk alls þess er þær neyta af sinni eigin fram- leiðslu. Yafalaust fer mikið í súginn, vegna vanhirðu og vanþekkingar eða óhagkvæmra lifnaðarhátta; mætti því með meiri ráðdeild mikið spara kaup aðfluttra vara, enda hafa stjórnarvöldin sjeð þessa hlið málsins og reynt að hamla innflutning ýmsra vara með banni og háum tollum. En önnur hlið er á þessu máli, sem ekki síður varðar afkomu þjóðarinnar og álit hjá þeim, er hún hefir sambönd og samneyti við. Það er hvernig afurðir landsins eru tiireidd- ar og á horð hornar fyrir neytendur þeirra.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.