Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 18

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 18
58 VERSLUNARTÍ ÐlNDl þannig umbúnar, svo að loft og kuldi nái til þeirra. Kindagarnir. Kindagarnir er verðmæt vara, ef þær eru rjett og lireinlega handleiknar frá því þær eru teknar úr skepnunum, en á það liefir oft skort, og þar af leiðandi hafa margar skemst eða eyðilagst. Ef garnirnar eru eigi vandlega liirtar, verða þær meirar og þola eigi hreinsunina; koma þá oft göt á þær eða þær slitna. Þær eru að mestu notaðar við bjiignagerð og þurfa að vera sterkar, til þess að þola, að kjöti sje troðið í þær. í allri meðferð á görnum þarf vandlega að varast að slíta þær. Best mun vera að taka þær ínnan úr, meðan skrokkurinn liangir í gálga, og rekja þær niður í grunnan kassa. Ur kassanum eru þær lagðar niður í stamp með ilvolgu vatni (15—18° Celsius), þannig, að mjógarnirnar leggjast yfir barminn. Eftir að þær liafa legið nokkra stund (jafnvel dæg- ur) í vatninu og liitinn er farinn ilr þeim, eru þær stroknar upp úr vatninu þannig, að gorið verður eftir í stampinum. Viðvan- ingar strjúka að eins eina görn í senn, en þeir, sem orðnir eru æfðir, geta strokið úr alt að 5 görnum í einu. Urn leið og strokið er úr þeim, falla þær niður í annan minni stamp eða kassa, en varast skal að láta þær falla á gólf, þar sem þær óhreinkast eða blóðgast. Þá eru þær gerðar upp í liönk og lagðar á borð, svo að vatnið sígi af þeim. Eftir nokkra stund eru þær lagðar niður í lagarhelda tunnu og saltaðar með hreinu nýju salti, meðalgrófu (matarsalti). Síðan eru tunnurnar „pæklaðar“ eftir þörfum (tvisvar eða þrisvar) og sendar til hreinsunar. Eftir því sem garnirnar eru víðari og lengri, eru þær verðmætari. Garnir úr full- orðnu fje eru því betri og verðmætari en lamba- eða dilkagarnir, sem gjarna ættu að saltast út af fvrir sig. Smá garnaslitur undir þremur metrum, eru verðlaus, en lengri garnaparta skal leggja saman þannig, að full lengd verði í hönk (um 25 metrar). Ef í hönk- inni eru að eins 2 garnapartar af líkri lengd, getur hún venjulegast selst fullu verði, en sjeu fleiri styttri partar í hönlcinni, þarf að halda þeim aðskildum í tilliti til verðmis- munai'. G. G. Verslunarráðinu er ljúft að veita útflytj- endum nánari upplýsingar um tilreiðslu og útbúnað ísl. afurða og gefa þátttakendum ráðsins aðrar þær upplýsingar viðvíkjandi afurðasölunni, sem kostur er á að afla. Verslunarskólinn. Jeg hefi orðið þess var, að hinn árlegi styrktarlisti, sem sendur er til kaupmanua og annara styrktarmanna skólans, er nú kominn í umferð. Jeg nota því tækifærið til að fara nokkrum orðum um þá þörfu stofnun, sem því miður alt of oft hefur farið á mis við sjálfsagða nærgætni og hugulsemi — bæði stjettarinnar, sem að skólanum stendur, og ekki síður þess opinbera. Það eru nú 20 ár síðan skóli þessi tók til starfa, og fjárveitingarvaldið lagði hon- um þegar á öðru fjárveitingar ári: 6 þús. kr. um fjárhagstímabilið og þótti síst of mikið; en 1925 — tuttugu árum siðar — ætlar fjármálaráðherrann skólanum kr. 3000 fjárstyrk í fjárlagafrumvarpi sínu fyrir 1926. Engum er þó kunnugra en honum, sem viðurkendur er athugull og glöggur maður, ekki hvað síst á peninga og virði þeirra nú, að ekki er skólarekstur ódýr- ari nú en hann var fyrir 20 árum, og að í skólaskýrslunum mætti sjá það, ef ekki

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.