Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 21

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 21
VERSLUNARTlÐINDI 61 Trjáviðar-útflutningurinn var 5.165.000 m2 árið 1924. Rættist betur úr en á horfð- ist um trjáviðarsöluna og hefur einkum verið talsverð eftirspurn frá Suður-Afríku og Ástralíu. Veturinn siðasti var óvenjulega snjóljett- ur í Sviþjóð og hefur það valdið skógar- högginu ýmsum erfiðleikum, I Norrlandi, Dölum og Vermalandi var skógarhöggið að visu líkt og gert hafði verið ráð fyrir en ýmsir erfiðleikar mættu með flutning- ana eftir ánum. Yfir höfuð var trjáviðar- framleiðslan með minna móti, en aftur á móti eiga sögunarverksmiðjurnar talsverð- ar birgðir af óunnum við. Pappírsframleiðslan óx að mun siðasta ár i Svíþjóð, sjerstaklega dagblaðapappír. Undir áramótin lækkaði pappír i verði i Ameríku og hafði það nokkur áhrif á pappírsframleiðslulöndin hjer í álfu. Heldur hefur verið betra útlit með járn- iðnaðinn nú framan af árinu. Viðskiftin hafa þó verið mest við Ameríku og Þýska- land, en dræm við England og Frakk- land. Snjóleysið í vetur hafði þar einnig áhrif, vegna þess að erfiðara var með viðarkolaflutninginn. Verð hefur heldur farið lækkandi á ýmsum iðnaðarvörum og veldur þar sam- kepni miklu um, ekki einungis frá Þýska- landi, heldur einnig frá Tjekkóslóvakíu og Danmörku. Saltfiskinnflutningurinn til Spánar. í norskum skýrslum er þess getið, að til Spánar hafi verið fiutt árið 1924 15 509.000 kg. af saltfiski frá Noregi, en 12.178.000 kg. árið 1923. Spánn var stærsti kaupandinn að norska fiskinum, en næst var Portúgal með 11.457.000 kg. Megnið af fiskinum fór til Norður-Spánar. Bilbao fær mest af sínum fiski frá íslandi, en Vigo og Coruna hafa aðalviðskiftin við Noreg. Til Suður-Spánar fluttist aðeins lítið eitt af fiski frá Noregi. Nálega allur fiskur, sem til Kataloníu fór árið 1924 var frá fslandi og Færeyjum. Innflutningurinn til Barcelona var 9.824.679 kg. Norska konsúlatið í Barcelona heldur því fram, að ekki sje útlit fyrir að hægt verði að selja þar norskan fisk í neitt svipuðum sííl og áður var, en þó ekki ó- hugsandi að einhverju megi koma út á katalónska markaðinum, ef vel sje vand- að með verkun og reynt af fremsta megni að láta hann líkjast islenda fiskinum að gæðum. Talað hefur verið um það, og er enn á döfinni á Spáni, að mynda fiskiveiðafjelög í stórum stíl, er afli sjálf og verki fisk þann, er þjóðin þarf til neyslu. En litlar líkur eru til að þetta komist í framkvæmd í bráðina. Útflutningur landbúnaðarafuröa í Danmörku. Danir hafa flutt út með allra mesta móti af landbúnaðarvörum, það sem af er þessu ári, og er talið að muni nema um 30 milj. kr. meira en um sama leyti í fyrra. Af einstöku vörutegund hefur þó verið flutt minua út en árin á undan. Einkum er hestaútflutningurinn mun minni en hann var í fyrra, en horfurnar eru þó heldur að batna, vegna þess að farið er nú aftur að flytja þá til Þýskalands. Eft- irspurnin hefur samt verið svo dræm, að mikið er til af hestum og hagnaður við söluna verið lítill. — Nautgripaútflutning- urinn liefur einnig verið óvenjulega lítill, þar sem Þýskaland hefur nálega verið eini markaðsstaðurinn. Útflutningur þang- að hefur að visu aukist nokkuð, en ekk-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.