Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 24

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 24
64 VERSLUNART ÍÐINDI og franska ólífuolían þótti fyr meir betri en 8Ú spanska, en nú hafa Spánverjar bætt hana að ýmsu og gera sjer far um að gera hana sem besta og auka fram- leiðsluna. Kornuppskeran: Hveitirækt er mikil á Spáni og var síðastl ár sáð hveiti í 4.200 286 hektara. Hveitiuppskeran það ár er talin hafa numið 1,500 milj. peseta með meðalverði 45 pes. pr. 100 kg. Þar við bættist svo hálmur fyrir 200 milj. peseta. Þó var hveitiuppskeran ekki eins góð og árið á undan og er kent um regn- skorti, einkum í aðalakuryrkjuhjeraðinu Castilla. Sykurrófur: A Spáni eru 34 sykurverk- smiðjur og bjuggu þær til síðastliðið ár 166.556 tonn af sykri. Framleiðslan hefði þó orðið eDn meiri ef kálormurinn hefði ekki valdið skemdum á sykurrófunum. Spánverjar eyða sjálfir um 200 þús. tonn- um af sykri og þurfa því að flytja tals- vert inn af honum. Appelslnur: Stærstu appelsínuhjeruðin eru Valencia og Castellon. Síðastliðið ár var flutt frá Valencia til Noregs, Svíþjóð- ar, Þýskalands, Englands, Póllands, Hol- lands, Belgíu og Frakklands 400 þúsund heilir kassar (80 kg.) og 9.500.000 hálf- kassar (55 kg.). Frá Murcia voru fluttir 1.400.000 hálfkassar. Samtals var flutt út sjóleiðis 405 075 heilkassar og 10.862.072 hálfkassar, en auk þess er mjög mikið flutt í járnbrautarvögnum yfir Frakkland. Papplrsiðnaðurinn. Pappírsgerð er tals- verð á Spáni, en hefur þó heldur lirakað síðustu árin og var með mesta móti síð- astliðið ár. Sem dæmi má nefna »La Papelera Espanola*, sem er stærsta papp- írsverksmiðjan. Hún ásamt nokkrum öðr- um framleiddi 1924 47 þús. tonn. Flytja þessar verksmiðjur mikið inn af trjámauki og trjákvoðu frá Skandinavíu. Korkiðnaðurinn. Þessi iðnaðargrein hef- ur átt við mikla örðugleika að stríða síð- ustu árin. Fyrir stríðið unnu að þessu meir en 15000 verkamenn, og var fluttút fyrir rúml. 50 milj. peseta á ári, en þessu hefur hnignað svo, að nú er álitið að ekki sje nema um þriðjung að ræða. Sardínuveiðin. Fyr meir var talið, að í góðu meðalári öfluðust á Spáni rúmlega 100 milj. kg. af sardínum og var helm- ingur þess fenginn í Galiciu. Þessari veiði hefur hnignað mjög síðustu ár, sjerstak- lega á Norðvestur-Spáni. Er það til mik- ils tjóns, einkum þar sem sardínuveiðin veitir ekki að eins atvinnu á sjó, heldur eigi síður á landi, við sardínuverksmiðj- urnar. Kópsíldaveiði er aftur á móti farin að aukast talsvert. — Árið 1924 var flutt út frá Vigo 4,733.021 kg. af sardínum í olíu og nam það 10.027.087 pesetum, og af öðrum fiski í olíu 6.917.375 kg. fyrir 24.964.655 peseta. Meiri hlutinn af spönskum fiskniður- suðuvörum fluttist til Suður-Ameríku. Arg- entina keypti fyrir 13 milj. peseta, Kúba fyrir 8.5 milj. og Mexiko fyrir 2.5 milj. peseta. Til ýmsra landa í Evrópu seldist samtals fyrir 8.8 milj. peseta. Járn og járnmálmar. Spanski járniðn- aðurinn er einkum í hjeraðinu Vizcaya og var árið 1924 hagstætt fyrir þá atvinnu- grein. Verkföll voru engin og verndar- tollar háir. Talið er að til járniðnaðarins þurfi árlega um 1 milj. tonn af járnmálmi. Málmútflutningi frá Spáni hefur heldur hrakað síðustu árin. Veldur þar bæði um að málmurinn fer minkandi og í annan stað reksturinn bæði gamaldags og dýr vegna kauphækkunar verkamanna. Út- flutningur til Englands var t. d. ekki nema 57% árið 1924 af útflutningi þang- að 1913. Saltfiskurinn. Samkv. norskura skýrsl- um fluttist 15.500 000 kg. af saltfiski til Spánar frá Noregi árið 1924 og var það

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.