Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 25

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 25
VEKSLUNARTÍÐINDI 65 þriðjungur af öllum saltfisksútflutningi Norðmanna það ár. Hámarksverð var sett í Barcelona í ágúst síðastl. á 1. flokks salt- fisk, 78 peseta pr. kvintal á 40 kg. og var siðan hækkað upp í 106 peseta. — Þetta hámarksverð var einungisí Barcelona, en ekki í hinum fisktökuhjeruðunum. Ná- lega allur fiskur er fer til Barcelona er frá íslandi og Færeyjum, en Alicante Cartagena fá sinn fisk frá Newfoundlandi og Labrador. Þessi fiskur er smár og í lágu verði. Þegar lítið hefur verið um hann, hefur norskur fiskur verið keyptur í staðinn. En nú er þetta orðið minna vegna þess, að saltfísksinnflytjendur hafa komið upp frystihúsum, þar sem hægt er að geyma fiskinn lengi. Forvaxtatafla. Osló . frá 26. nóv. 1924 6i% Stokkhólmi . . . . . — 9. nóv. 1923 61% Kaupmannahöfu . . — 17. jan. 1924 7 % Amsterdam . , . . . — 15. jan. 1925 4 °/° Aþenu . — 5. febr. 1925 81% Berlín . — 26. febr. 1925 9 °/° Bruxelles . — 22. jan. 1923 51% Budapest . — 26. mara 1925 H% Bukarest . — 4. sept. 1920 6% Calcutta . — 3. júlí 1924 5% Genf (Zurlch) . . . — 15. júlí 1923 4 °/o Helsingfors . . . . . — 5. mars 1924 9% Leningrad .... . — 29. júií 1915 6 °/° Lissabon . — 12. sept. 1923 9% London . — 5. mars 1925 5% Madrid . — 23. mars 1923 5% New York .... . — 26. febr. 1925 31% Parfs . — 10. des. 1924 -7 o o~ P^ag . — 25. raars 1925 7% Róm . — 9. mars 1925 6% Tokio . — 18. nóv. 1919 8% Vín . — 6. nóv. 1924 13% Saltfisksmarkaöurinn í Neapel í marsmánuði 1925. Saltfisksinnflytjendur hafa átt við sörau erfiðleika að stríða í mars og í febrúar, að illa liefur gengið að koma út fyrirliggj- andi birgðum, og því eðlilega verið var- kárir að bæta meiru við. Þar sem páskar fóru i hönd urðu þó nokkur viðskifti síð- ast í mars, en ekki svo mikil að birgð- irnar minkuðu, svo að nokkru næmi. íslenskur fiiskur. Af honum eru svo miklar birgðir, að talið er fullnægjandi fram undir næstu áramót. Fiskinnflytjend- ur hafa jafnvel sent eitthvað af honum til Grikklands og Egiptalands og boðið hann fyrir lágt verð, (ca. 380 líra 100 kg.). Þó eru þeir ekki vonlausir um að mark aðir kunni að finnast fyrir einhvern hluta af þeim miklu birgðum, sem liggja í Neapel. Newfoundlands fiskur. Af honum eru einnig til miklar birgðir og hafa um 4000 föt verið endursend til Portúgal. Norskur fiskur. Af honum eru nálega engar birgðir. En þar sem fréttir hafa komið um mikinn afla, búast innflytjend- ur við verðfalli, og hugsa lítið um fisk- kaup að svo stöddu. Það sem eftir er af fiski verður geymt í kælirúmi, vegna þess að flskneyslutímanum er nærri lokið í þetta sinn. Þess má geta, að italskir fiskinnflytj- endur hafa í huga að mynda samlag í því skyni að hafa eftirlit með flskinn- flutningnum. Er það gert til þess að slíkt endurtaki sig ekki, að hver innflytjandi kaupi meira en þörf er fyrir. Samlagið á að athuga neysluþörflna og hafa einnig einhver áhrif á borgunarskilmálana. Þessi samlagshugmynd er alls ekki ný, en hef- ur ennþá ekki komist til framkvæmda af því að einstakir kaupendur hafa óttast, að frjálsræði þeirra yrði of takmarkað.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.