Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 26

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 26
66 VERSLUNARTÍÐINDI Fiskmarkaöur í Vesturafríku. Aðalinnflutningurinn af verkuðura fiski til Vesturafríku er frá Canarisku eyjunum. En á síðari árum hafa Norðmenn selt þangað talsvert af ufsa, ísu og spyrðing svipuðum að gæðum og þeim, er fluttur er til Italíu. Eftirspurnin er mest í Nígeriu og flutt þaðan inn í landið; er nokkuð jöfn sala þar alt árið. A Gullströndinni veiða í- búarnir sjer sjálflr fisk til matar frá maí- bvrjun fram í september og innflutningur er minni þangað en til Nigeriu. Norskur þorskspyrðingur er þurkaður svo lengi úti þangað til hann er orðinn harður, og er það talið nauðsynlegt vegna loftslagsins. Að vísu eru kröfurnar ekki þær sömu i öllum nýlendunum, en þó er víðast hvar smærri fisktegundirnar teknar fram yfir þær stærri. í Lagos í Nigeria vilja menn helst að flskurinn sje 20—30 cm , en í Cala- bar 40—50 cm., þorskur og ýsa seljast best þegar þau eru 30—40 cm,, en ufsinn aftur á móti 40 til 60 cm. Oftast er fiskurinn fluttur nú í 45 kg. pökkum, en þó stundum í nokkuð stærri pökkum og er hann þá vafinn í striga og reyrður með galvaniseruðum stálþræði. Fiskverðið hefur stöðugt farið hækkandi þar suður frá og er nú orðið svo hátt, að búast má við að eftirspurnin fari að minka. Er þetta háa verð talið stafa af því, að ó- venjumikið fluttist af norskum fiski til Ítalíu og annara markaðsstaða og hins- vegar víða verið aflalítið, í janúar s. 1. var fob-verð á norskum þorskspyrðing (30—50 cm.) 109 sh, ýsa 101 sh. og ufsi 98. (skráningar 100 kg.) — þegar talað- er um cifverð á Vestur- afrískri höfn, bætist við 8—9 sh,, svo þorsk- spyrðingurinn verður um 118 ch.. Venju- legast er norskur fiskur fluttur um Ham- borg eða einhverja höfn á Austur-Eng- landi. Yf irlit yfir hag íslandsbanka í Reykjavík 30. apríl 1925. A c t i v a Kr. a. Málmforði ......................... 2.261.978.65 Skuldabrjef ríkissjóðs . ............ 300.000.00 Fasteignaveðslán ................... 344.170.75 Syslu- og bæjarfólagalán ............ 105.425.77 Handveðslán ...................... 331.376.74 Sjáifskuldarábyrgðarlán...... ....... 813.724.04 Reikningslán ...................... 4.555.176.07 Víxlar ........................ 16.460.815.17 Verðbrjef...................... 1.835.711.50 Erlend mynt ........................ 13.969.34 Húselgn bankans og aðrar fasteignir 1.131.849.35 Kostnaður ........................... 131.281.00 Erlendir bankar .................. 1.370.874.51 Ýmsir skuldunautar ................ 4.510.129.19 Útbú bankans ...................... 7.809.349.03 í sjóðl ............................ 128.002.22 Kr. 42.106.833.33 P a s s 1 v a : Kr. a' Hlutafje ........................... 4.500.000.00 Bankavaxtabrjef ..................... 780.000.00 Seðlar í umferð ................ .. 5.761.000.00 30 ára £-sterling lán frá 1921 (£ 274.273.1.1. á kúrs 22/oo) ••• 6.034.007.19 Innstæða á hlaupareikningi ..... .. 9.089.913.89 Innstæða á innlánum ............... 7.959.302.89 Erlendir bankar .................... 794.435.47 Ýmsir skuldheimtumenn ............. 2.504.722.38 Vextir, diskonto og provision ....... 820.757.96 Ógreiddur arður....................... 17.691.00 Veðskuldir á fasteignum ............. 504.800.00 Varasjóður ........................ 2.377.797.59 Ágóði 1924 .......................... 962.404.96 Kr. 42.106.833.33

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.