Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 9
VERSLUNARTlÐlNDI 71 Með lögum nr. 11, 7. júní 1902 er hluta- fjelagi, sem Ludvig Arntzen liæstarjettar- málaflutningsmaður, og Alexander Warburg, stórkaupmaður, veittu forstöðu, heimilað að stofna hlutafjelagsbanka á Islandi, er hafi „einkarjett um 30 ára tímabil til að gefa út seðla, er greiðist handhafa með gulli, þeg- ar krafist er.“ Skilyrði þau, sem sett voru fyrir þessum seðlaútgáfurjetti voru í höfuðatriðunum þessi a. Tilgangur bankans átti að vera sá, að greiða fyrir framförum á islandi í verslun, landbilnaði, fiskiveiðum og iðnaði. b. Illutafje bankans skyldi vera ekki lægra en 2 og ekki hærra en 3 miljónir. Höfðu Islendingar forrjett til að skrifa sig fyrir hlutabrjefum í 6 mánuði frá gild- istöku laganna, sumpart fyrir peuingaút- borgun, sumpart með þeim fríðindum að geta látið fasteignaskuldabrjef upp í hluta- fje með ákveðnum skilyrðum. c. Ríkissjóður hafði heimild til að kaupa alt að % af hlutafje banlíans, og voru leyf- ishafar skyldir til að afla þess lilutafjár fyrir ákvæðisverð, er íslendingar ekki skrif- uðu sig fyrir. Upphæð sú, sem bankanum var heimilt að gefa út af seðlum, var alt að tveimur og iiálfri miljón króna —- eftir því sem við- skiftaþörf krefði, sem greiða á með mótuðu gulli, þegar krafist er. Skilyrði fyrir þessu eru þau, sem nú skal greina. Frh. Danska krónan. Siðari hluta júnímánaðar fór dan3ka krónan að stíga. Fór hún hægt en jafnt upp fram undir miðjan júlí, er stökkin fóru að verða stærri. Þessi mikla hækk- un dönsku krónunnar hefur komið sjer mjög iila fyrir þá er viðskifti hafa við Danmörk, bæði vegna þess að greiðslur þær, er fram hafa átt að fara þangað á þessu tímabili verða tilfinnanlega meiri en gjört hafði verið ráð fyrir, og í ann- an stað viðskiftin svo ótrygg hvað fram- tíðina snertir, ef gjöra má ráð fyrir tiðum og óvæntum gengissveiflum. Ymsar fyrirspurnir hafa komið ura það, hvað valda mundi þessari hækkun dönsku krónunnar og hvort ekki mundi koma bráðlega breyting, en færi í gagnstæða átt. Þessum spurningum er að nokkru svarað í ritstjórnargrein í danska blaðinu »Finanstidinde« um þetta efni. Og þar sem gjöra má ráð fyrir að þar sje talað af kunnugleik, fer sú grein hjer á eftir í þýðingu: »Krónuhækkunin. Þó að ýmislegt megi telja fram, sem hefur stuðlað að hækkun dönsku krón- unnar, svo sem minni lánveitingar hjá bönkum, minni neysla á meðan á verk- föllum stóð, góðar uppskeruhorfur o. fl., þá er þó vist, að hækkun hefði ekki orð- ið svo snögg, ef erlent gróðabrall, einkum ameriskt hefði ekki kornið til sögunnar. Þarf ekki annað í þes3u efni en að líta á mánaðarreikninga bankanna til þess að sjá hve ört erlent fje sti eymir inn í land- ið. í sömu átt bendir einnig verðbrjefa- markaðurinn, þar sem einnig er dagleg hækkun, og ennfremur sýnir samfylgd norsku og dönsku krónunnar, að hjer kennir erlendra áhrifa á peningagengið. En hvað veldur þá, að Ameríkumenn hafa farið að gefa þessum gjaldmiðli gaum, sem annars hefur lítils gætt á peninga- markaðinum? Fyrst og fremst vegna þess að ofgnægð er af fje á ameríska peninga-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.