Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 10
72 VEKSLUNAETlÐINDI markaðinum. Fyrstu ársfjórðungana hefur viðskiítalífið verið blómlegt, en svo kom- ið afturkippur, meiri en venjuleg sumar- kyrstaða, sem hefur valdið því, að all- miklu fje hefur verið varið til peninga- verslunar, sem annars undir venjulegum kringumstæðum hefði verið notað til efni vörukaupa. Ameríski verðbrjefamarkaðurinn hefur fyrst og fremst notið góðs af peninga- gnægðinni. Talandi vottur þess er það, að meðalgengi 40 verðbrjefa hækkaði á síðastliðnu ári úr 87,9 í 93,2%; er það hæsta gengi, sem skráð hefur verið síðan styrjöldinni lauk. Yíir höfuð er svo mikil eftirspurn eftir verðbrjefum sem gefa ákveðna vexti, að einn af forstjórum mikilsmegandi verð- brjefabanka hefur látið svo um mælt, að hann væri í vafa um það, hvort Banda- ríkin gætu nándanærri fullnægt eftirspurn- inni á slíkum verðbrjefum. Fari svo, að algjörð breyting verði á sviði atvinnu- málanna með verðhækkun á iðnaðarvör- um, verður auðvitað annað upp á ten- ingnum. Fyrst um sinn er alment álitið að gnægð peninga verði á kauphöllinni í New York, þó muni máske draga úr því haustmán- uðina. Þegar þess er gætt að amerisk verðbrjef gefa tiltölulega lága rentu, þá kemur það ekki á óvart, að þeir menn, sem liggja með handbært fje og ávalt eru reiðubún- ir til þess að gripa gæsina þegar hún gefst, haíi farið að líta í kring um sig með það fyrir augum að gera fje sitt arð- berandi erlendis. A þeim tíma, er £ var ekki komið upp i gullgengi, beindist at- hygli Ameríkumanna sjerstaklega að þess- ari rnynt, en þegar svo var komið að ekki var lengur gróðavon á þessu sviði, fóru þeir að athuga hvort eigi væru aðr- ar myntir, sem væru líklegar til að gefa svipaðan gengishagnað. Þetta skýrir hina miklu eftirspurn eftir dönskum og norsk- um krónum og sp. pes., sem eru þær einu myntir með óstöðugu gengi, sem vænta má að nái gullgengi. Raunar er það álita- mál hvort þetta takist, en sem stendur er afstaða þessara þriggja landa til þessa máls sú, að hækka gengið. Ameríkumenn hafa þvi sjeð sjer hjer leik á borði. — Eins og oft hefur verið drepið á áður, er Dönum þetta ameríska brask ekki tii óblandinnar ánægju. Raunar er það svo, að flestum er hækkun krónunnar kær- komin, en það mundi þó affarasælla fyrir atvinnuvegina í heild sinni, að hækkun- in hefði ekki verið svona ör og meira í samræmi við hið raunverulega ástand. Verðfall það, sem nú er að byrja — og þegar er komið á daginn í heildsölu — mun að voru áliti hafa þær afleiðingar í för með sjer, að nauðsynlegt verður að lækka allmikið í verði allar vörubirgðir og fasteignir í árslok. önnur hlið á þessu máli er sú, að verðfallið getur dregið svo stórkostlega úr framkvæmd í iðnrekstri og siglingum að atvinnumálunum sje hætta búin. Ofan á þetta bætast svo erfiðleikar þeir, sem miklar gengissveiflur hafa í för með sjer í atvinnumálum landanna. — Að vísu getur átt sjer stað að krónu- hækkunin haldi eitthvað áfram, en fyr eða síðar má búast við að afturkippur komi. Nú sem stendur stuðlar einnig mjög lítill innflutningur að krónuhækkuninni. En að líkum mun hann aukast innan skamms, bæði sökum þess að forðinn tæmist og erlendar neysluvörur fara að aukast vegna krónuhækkunarinnar. Þes3 vegna dregur að því, að búast má við að eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri fari í vöxt, og afleiðingin getur því orðið sú, að ameriska fjeð verði tekið burt. Og þó erfltt sje að segja nokkuð um hverh

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.