Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 11

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 11
YBRSLUNARTÍÐINDI 73 dilk það getur dregið á eftir sjer, þá þarf sarat tæplega að óttast, að danska krón- an falli aftur jafn langt niður og kún var áður komin. Því að bæði er að innlend aðstaða fer að ýmsu leyti batnandi, eink- ura hvað vöruverðfall snertir, og í annan stað má gera ráð fyrir, að eitthvað af dönskum verðbrjefum, sem komin eru tii Ameríku verði ekki láíin þaðan aftur að sinni. Fyrir Þjóðbankann er það nauðsynlegt að jafnvægi geti komist sem fyrst á, og þvi eðlilegt að vakið haíi verið tii máls á rentuniðurfærslu. — Frá voru sjónarmiði er ekkert athugavert við þetta, og mundi vel þokkað af þeim atvinnurekendum, er bankaláns þurfa með. Ahættan er heldur ekki svo mikil, því á meðan vöruverð fer niður á við munu kaupsýslumenn fara gætilega, og komi afturkippur með krónuna er hægur nærri að setja upp vextina á ný« Miiiljfcisiil, Snemma í sumar ákvað Kaupmanna- ráðið danska (Grosserer Societetets Komite) að efna til verslunarmóts, þar sem rædd yrðu ýmisleg sameiginleg viðskiftamál Danmerkur og Ísland3. Mót þetta var haldið dagana frá 8 —11. júlí s.l. og mættu þar af íslendinga hálfu Aug. Flygenring alþm., Garðar Gíslason formaður Verslunarráðsins, Gísli Johnsen konsúli, Sæm. Halldórsson kaupm., og Sig- urður Kristinnsson forstjóri. Ennfremur mættu bankastjórarnir Magnús Sigurðs- son og Sigurður Eggerz og Jón Krabbe fyrir hönd íslensku stjórnarinnar. Á verslunarraóti þessu komu fram ýms þýðingarmikil mál er varða islensk við- skifti, og munu því Verslunartíðindi flytja smámsaman, eftir því sem rúm leyfir út- drátt af því sem þar gjörðist, ásamt aðal- ræðunum. Formaður Kaupmannaráðsins danska, stórkaupmaður Ernst Meyer setti fundinn. Bauð liann gestina velkomna og þakkaði sjerstaklega hinum íslensku þáttakendum fyrir það, að þeir hefðu ekki látið þessa löngu ferð aftra sjer frá að sækja mótið. Kvaðst hann vona, að þeir hefðu ánægju af ferðinni og að hún gæti orðið sam- starfinu á milli landanna til heilla. Form. Verslunarráðsins, Garðar Gísla- son þakkaði fyrir hönd íslensku fulltrú- anna, óskaði hann þess að fundurinn gæti orðið að tilætluðum notum, og kvað leitt, að fleiri hefðu eigi getað mætt úr íslensku kaupmannastjettinni; ýmsir fleiri hefðu verið fúsir að fara, en ekki getað komið því við vegna annara starfa. Fyrsta mál á dagskrá var: »Verdunin milli Danmerkur og Islands á liðnum tím- um«. Hóf varaformaður Kaupmannaráðs- ins, Chr. S. Dahl umræður, og er ræða hans á þessa leið: »Þegar vjer söfnumst bjer saman í fyrsta sinn í dag á dansk-íslensku verslunarmóti fer vel á, að rifjuð sjeu upp þau verslunar- viðskifti er átt hafa sjer stað á milli land- anna á liðnum timum. Islaudssagan byrjar í lok 9. aldar, er norskir liöfðingjar urðu að fiýja land sitt sökum ofríkis Haraldar hárfagra. Um 930 er landnámsöldinni lokið, og er íbúatalan þá varla meira en 20 þúsund. En eins og hinn kunni sagnfræðingur Ernst Sars segir, mun ekkert þjóðfjelag geta talið, eftir stærðahlutfalli, til jafn göfugra ætta. Yfir kynslóðinni, sem lifði á íslandi milli 10. og 12. aldar hvilir sjersíakur Ijómi, og í fornbókmentura íslenskum hafa þessar höfðingjaættir reist sjer minnismerki, sem jafnan mun verða talið með því fremsta og einkennilegasta innan heimsbókmentanna.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.