Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 15
VERSLUNARTÍÐINDI 77 skiftaveltu, getur tæpast komist að hag'kvæm- um kaupum, ef hann á að smala saman hingað og þang'að, er viSskiftamenn hans þarfnast. A sama hát er með ísl. afurðirnar. Umhoðsverslanir eiga á sama liátt hægra með söluna og geta frekar aflað nýrra markaða. Sjerstakléga kemur það sjer vel fyrir Island ’ eftir stríðið, er margar nýjar leiðir liafa opnast, að hafa sjerstaka um- boSsverslun í Kaupmannaliöfn, sem hefur góða vöruþekkingu Oig margra ára reynslu við afurðasölu norðlægu landanna. Samhliða þessum umboðsverslunum hafa einnig komið fram umboðssalar, sem ann- ast sölu á aðalafurðum, fiski og síld, fyrir ákveðin umboðslaun, en leggja sjálfir ekki fje fram. Fjárhagslegt sjálfstæði Islands hefur á síðasta mannsaldri styrkst að mikl- um mun. Lánsstofnanir, sem risið hafa upp, eiga mikinn þátt í þessu, en mikið fje liefir runnið frá Danmörku til ísl. lánsstofnana. I’egar Landsbankinn var stofnaður 1885, seldi hann töluvert af skuldabrjefum sínum í Danmörku og hlutafje Islandsbanka, sem stofnaður var 1902, var að miklu leyti feng- ið þar. Auk þessa liafa danskir bankar veitt ísl. bönkum smærri og stærri lán eftir því sem þörf krafði. Islenska ríkið hefir einnig' oft fengið lán í Danmörku, sömuleiðis Reykjavíkurbær og loks fhefur Stóra nor- ræna ritsímafjelagið lagt allmikið fje í ísl. símana. Rekstursfje það, sem ísland hefir þannig fengið að láni auk þess, sem aflast hefir í landinu, liefir komið af stað stórfeldum framförum í ísl. atvinnulífi, sjer í lagi fiski- veiðunum. á síðustu árum. Til þess að sýna framfarirnar verð jeg að tilfæra nokkrar tölur. Þorskfiskveiðarnar, heilagfiski o. fl. námu árið 1914 50 þús. smál., en 1921 75 þús. smál.; síld 5300 árið 1914, en 8700 smál. árið 1921. Tölur þessar sýna, að saltfisksframleiðsl- an liefir aukist stórkostlega vegna aukinnar togaraútgerðar, en af því leiðir, að ein- stakir framleiðendur, sem áður höfðu ekki næg'ilegt fiskimagn til þess að flytja afla sinn út sjálfir og því ljetu milliliði ann- ast söluna, eru nú orðnir sjálfstæöir út- flytjendur. Vegna þeirrar þeldvingar, sem kaupmanna- stjettin danska hefir á ísl. fiskverslun frá fyrri tímum, annast danskir kaupmenn enn- þá 14—% hluta af fiskversluninni íslensku. Um landbúnaðarafurðirnar er öðru máli að gegna, þar er jafnvel um afturför að ræða á einstökum sviðum. Þó hefir útflutn- ingur saltkjöts aukist mikið, sem sje: á ár- unum 1912-—’22 frá 2400 smál. upp í 3G00 smál. Samfara framförum þeim, sem orðið liafa í fiskiveiðunum hafa bæirnir vaxið hrööuin skr-efum, þó einkum höfuðstaðurinn Reylcjavík. Árið 1801 voru 300 manns í bænum en nú um 20 þúsund. Á sama tíma liefir fólkinu fjölgað í landinu úr 47.000 í 100.000 íbúa. Það gefur að skilja, að í bæ eins og Reykjavík, eru kröfurnar um lifnaðarliáttu alment alt aðrar en í strjál- bygðum sveitum og fámennum kauptúnum, og hefir það stuðlað mikið að myndun og þroska sjálfstæðrar ísl. verslunarstjettar. Jeg li-efi áður minst á nokkrar tölur, cr sýna viðskifti íslands við önnur lönd, en til viðbótar má geta að nokkru, hvernig þessi viðslrifti skiftast. Hvað innflutning snertir, hefur mest ver- ið flutt inn frá Danmörku, Englandi, Nor- egi, Svíþjóð og Þýskalandi. Frá Danmörku kom t. d. 1912 38% af öllum innflutningi, og þessi hundraðstala er nærri sú sama 1922, Á þessum tíu árum hefir innflutningur frá Englandi minkað úr 36% niöur í 31%, frá Þýskalandi úr 9 niður í 7þ2%> en aukist frá Noregi og Svíþjóð frá 8%% upp í 10þ2%-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.