Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 18

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 18
80 VERSLUNARTÍÐINDI nýrra markaða. Mönnum var vel ljós þýð- ing vörugæðanna og rjeðu því duglega menn og vana fiskverkun og sendu þangað, sem mest var þörf fyrir. Bar það góðan árangur. Frá nokkrum stöðum 'þótti fiskurinn sjer- lega góður, og liafði það mikla þýðingu hvaö söluna snerti, á meðan opinbert mat átti sjer ekki stað. Fjelagið reyndi einnig að bæta aðrar vöru- tegundir, og þá einkum ísl. kjötið. Venjulega slátruðu bændurnir heima hjá sjer og voru kropparnir fluttir á hestum til verslunarstaðanna og þar saltaðir niður í tunnur til útflutnings. Það er auðskilið, þegar nútíma sláturhús eru höfð í huga, þar sem nákvæmustu lireinlætisreglum er fylgt, aS kjötið gat tæpast fallið neytendum í geð með þessari aðferð. Stórt skref í áttina var því, þegar bvrjað var að reka fje til kaup- staðanna og því slátrað þar, annaðhvort hjá kaupmönnum eða í sláturliúsum; er íslenska kjötið nú talið vel verkað og að öllu liiö hreinlegasta. Atti fjelagið að vísu þátt í að þessi nýbreytni komst á, en þennan góða árangur má þó að mestu þakka áhuga fyrir málinu hjá ísl. framleiðendum sjálfum. Nú er komið dýralækniseftirlit á íslandi og hefur það aukið traust til vörugæSanna og aukið sölumögulegleikana. I þessu sambandi get jeg einnig' getið þess, að síldar- og ullarmat er einnig lög- skipað og hafa þessar vörur einnig batnað að mun. Fjelagið þreifst vel í mörg ár, en smám- saman, -er eldri þátttabendur fjellu frá, þótti ástæða til að endurnýja fjelagið, einkum eftir að stríöið hófst með þeim mörgu terfið- leikum, er það hafði í för með sjer. Eftir því sem erfiðleikarnir jukust, var óhjákvæmilegt að leita aðstoðar stjórnarvald- anna í mörgum Verslunarmálum. Sá fjelags- stjórnin þá, hve óheppilegt það var, að nokk- ur verslunarhús, sem hagsmuna áttu að gæta á íslandi, voru utan fjelagsins. Gerði þetta samvinnuna við stjórnarvöldin mun erfiðari, þar sem oft kom fyrir, að álits þeirra var leitað, sem eltki voru í fjelaginu. Urðu menn þá brátt sammála um, að sam- vinna í þessu efni mundi haganlegust fyrir alla málsaðila. I desember 1915 var því ákveðið að taka alla hjer, sem verslun rækju á Islandi, í fjelagið. Urðu þá nálega allir lijer búsettir ísl. kaupmenn fjelagsmeðlimir. Var þá nafn- inu samtímis breytt í „Islandsk Handelsfor- ening i Köl)enhavn“, fjelagslögunum að nokkru breytt og ný fjelagsstjórn kosin. Þessi breyting varð þegar til batnaðar hvaö samvinnu við stjórnarvöldin snerti, því bæði gátu fjelagsmenn rætt málin á fundum sín- um og' í annan stað urðu áhrif fjelagsstjórn- arinnar meiri. Tryggvi Gunnarsson var heiðursfjelagi til æfiloka. Stríðsörðugleilíarnir, sem eins og kunnugt ei*, jukust dag frá degi, gerðu þessari fje- lagsstjórn sem öðrum í ýmsu erfitt fyrir. Þó má hiklaust segja, að hjer var mun erf- iðara viðfangs vegna legu íslands á vald- sviði Englendinga, sem gátxx haft stöðugt eftirlit með vterslun vorri við íslendinga. Og þó vjer yrðurn ekki varir við ýmsar af- leiðingar af stríðsráðstöfununum nema smátt og smátt, þá ixrðu þær þó þessum viðskiftum til mikilla tálmana, eftir því sem þær urðxx fleiri. Meöal annars má geta þess, að England ákvað livað mikið vjer máttum flytja af vörxxm til Islands. Og þegar þess er enn- fremur gætt, að vjer fengum aðeins lítinn hluta af vörum þaðan aftur, má sjá, hvílíka erfiðleika var við að stríða. Fjelagsstjórnin, ásamt Grosserer Societetets Komite, skifti vörxxm lxjer á milli innflytjtenda og gaf með- mæli og vottorð viðvíkjandi umsóknum og yfirlýsingum. Má af þessu sjá, að fjelagið hafði mörgu að sinna. Stöðugt varð að semja og skrifast

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.