Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 5

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 5
WÁNAÐARRIT GEFiB ÚT AF VER8LUNARRAÐI ISLANDS PrentaB 1 IsafoldarprentsmltSju. 8. ás*. Septembep 1925. Nr. 9 V erslunartíðindi koma út einu sinni í mánnði venjul. 12 blaðsíður. — Árgangurinn kostar kr. 4.50 Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Verslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið. Talsími 694. Pósthólf 514 Hækkurt ísl krónunnar. Gjaldeyrisgengið er það mál, sem um þessar mundir er mest rætt og ritað um. Hinar miklu gengisbreytingar hafa svo víðtæk áhrif, að það er næsta eðlilegt, að öll önnur mál verði í svipinn að víkja fyrir gengismálinu. Eins og kunnugt er tók fyrir fall krón- unnar í byrjun síðastl. árs; komst krónan þá niður fyrir 50 % af gullgildi, en hefur síðan stöðugt hækkað og er nú í dag (a2/s) 79 2 °/o af gullgildi. Það gat eigi hjá því farið, að slík hækkun hefði í för með sjer miklar blaðadeilur og hefur í þeim komið fram bein krafa um stýfing krónunnar frá sumum þeim, er mest finna til hækk- unarinnar eða búast við að verða illa úti af hennar völdum. Hitt virðist í fljótu bragði lítt skiljanlegt, að lækkuu krón- unnar úr fullu gullgildi niður í helming skuli liafa átt sjer stað jafn hljóðlega og möglunarlítið og raun varð á. Sú breyt- ing átti sjer stað á rúmu hálfu öðru ári; I ársbyrjun 1919 var ísl. króna í fullu gull- gildi; í lok ársins var hún komin niður í tæp 72 % °g utn haustið 1920 niður í 50% af gullgildi. Á þessu falli krónunnar græddu framleiðendur og vöruútflytjendur eða virtust græða á líkan hátt og þeir nú tapa eða virðast tapa. Ein ástæðan til þess, að fyrst framan af var þessari geng- islækkun lítill gaumur gefin, var sú, að danska og íslenska krónan fylgdust að í fallinu. En áhrifin urðu hin sömu fyrir því og enn tilfinnanlegri hjer á landi, en í Danmörku vegna þess, að verðlag hjer hækkaði miklu meira. Þeir sem harðast verða úti í gengisfalli eru neytendurnir, en þeir hafa, eins og kunnugt er, engan fjelagsskap sín á milli og því síður eiga þeir að málgagn, er berjist einhliða fyrir raunyerulegum eða ímynduðum hagsmun- um þeirra og mun þar fundin aðalástæðan til þess, að svo hljótt varð um gengisfallið. Það eru margvíslegar orsakir til hinnar miklu hækkunar krónunnar, sem orðið hefur á þessu ári. Grundvöllurinn undir hækkuninni er hin ágæta afkoma þjóðar- innar á siðastliðnu ári; þá urðu straum- hvörf í atvinnulífinu og árangur ársins var með afbrigðum, bæði fyrir atvinnu- reksturinn í landinu og fyrir þjóðina í heild sinni í viðskiftunum út á við. Það sem af er þessu ári hefur atvinnurekstur til lands og sjávar gengið mjög vel og við það verða auðvitað áhrif síðastliðins árs á gengi krónunnar enn meiri. Afkoma ríkissjóðs hefur mikla þýðingu í þessu efni; er víst óhætt að fullyrða að tekjur ríkissjóðs verða mjög miklar á þessu ári, en aftur á móti mjög stilt i hóf með út-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.