Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 6

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 6
90 VERSLUNAIITÍÐINDI gjöldin, samkvæmt fjárlögum þessa árs, og virðast því miklar líkur til þess, að rikissjóður fari vel út úr árinu. Það er sjálfgefið, að ástandið í landinu ræður mestu um gjaldeyrisgengið, en þó koma einnig til greina áhrif frá öðrum löndum og þá aðallega nágrannalöndunum. Á þessu ári hefur einmitt orðið stórfeld breyting á gjaldeyrisgengi margra þeirra landa, sem áhrifarík eru í heimsviðskift- unum. Bandaríkin ein hafa haldið gull- myntfæti Ó3Íitið, öll önnur lönd hafa um lengri eða skeramri tíma horfið frá gull- innlausninni. Sviþjóð tók aftur upp gullinn- lausn 1924, en á þessu ári hefur England og Holland gert það ; auk þess hafa nokkur lönd fest gjaldeyri sinn í ákveðnu hlutfalli við hið forna gullgildi. Ráðstafanir þessar hafa haft ómetanlega þýðingu fyrir þau lönd, sem enn hafa pappírsgjaldeyrir. Hinar miklu og tíðu gengissveiflur á und- anförnum árum hafa að miklu leyti stafað af því, að heita mátti, að hvergi væri festa á gjaldeyrisgenginu. Sveiflurnar voru sjaldan í sömu átt í mörgum löndum samtímis, heldur gengu þær venjulega hver á móti annari; á meðan sterlings- pundið var undirorpið miklum gengisbreyt- ingum voru litlar likur til þess, að önnur pappírsgjaldeyrislönd kæmust í jafnvægi og því síður að þeim tækist varanlega að nálgast fornt gullgildi. Þar sem nú fyrst og fremst Bretland og auk þess mörg önn- ur lönd eru komin í fastan gengisgrund- völl, þá styrkir það óbeinlínis þau fáu lönd, sem enn hafa pappírsgjaldeyrir og hættan á falli eða afturkasti er miklu minni, en áður var. Þessi nýju gullgildis- lönd geta líka haft bein áhrif til hækkun- ar á gjaldeyri þeirra landa, sem eru á leið eða talin eru vera á leið upp í gull- gildi. Það er bersýnilegur gróði að kaupa gjaldeyri slíkra landa á meðan ekki er náð gullgildinu og selja hann svo aftur þegar náð er markinu Talið er víst að í Danmörku og þó einkurn Noregi hafi all- mikil brögð verið að þvi að innlendur gjaldeyrir hafi verið keyptur í þessu skyni. Slikt fje er auðvitað mjög hættulegt fyrir gjaldeyrisgengið, en vel er þó hug3anlegt, að talsvert af fjenu verði til frambúðar í hlutaðeigandi landi. Meðal nágrannalandanna er Danmörk og Noregur einu löndin, sem enn hafa pappírsgjaldeyrir; á undanfðrnum mánuð- um hefur gjaldeyrir hækkað mjög mikið í báðurn þessum löndum og er það vafa- laust, að sú hækkun hefur haft bein ábrif á gengi ísl. krónunnar. Og enn fremur má geta þess, að vöruverðshækkun sú, er orðið hefur á heimsmarkaðinum, hefur ljett fyrir þeim löndum sem eru á uppleið með gjaldeyrir sinn. Flestir eru þeirrar skoðunar, að æski- legt sje, að gjaldeyririnn fari smá hækk- andi og komist verði hjá stökkbreytingum. En saga gengismálsins, bæði hjer og x öðrum löndum, sýnir að það er miklum erfiðleikum bundið að hafa hemil á liækk- uninni. Vjer höfum þó að einu leyti sjer- stöðu í þessu efni og það er, að ísl. krón- an er ekki opinberlega skráð erlendis. Eins og sakir standa er oss fyrir bestu, að óviðkomandi hafi sem minst afskiftí af krónunni. Seðlaútgáfan. Frh. 1. ) að bankinn hefði í vörslum sinum málmforða, er ekki næmi minna eu helmingi af seðlaupphæð þeirri, sem í hvert skifti væri úti (§ 4 3. mgr.) og 2. ) að hann hefði vissar og auðseldar eignir til tryggingar þeim hluta seðlafúlg- unnar, sem úti væri í hvert skifti og ekki tryggð með málmforða. (§ 4 3. mgr.)

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.