Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 7

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 7
VERSLUNAKTÍÐINDI 91 Til málmforða mætti teljast, skv. 5. gr. laganna: a. lögleg gjaldgeng mynt eftir því verði, sem myntin hljóðaði um b. ómyntað gull og erlend gullmynt, er næmi kr. 2480 fyrir hvert kílo af skíru gulli c. innstæður, sem greiddar yrðu þá er krafist væri, hjá Þjóðbankanum í Kaup- mannahöfn, Noregsbanka ogEnglandsbanka (eða Skotlands) d. seðlar gefnir út af sömu bönkum svo og ríkisbanka Svíþjóðar, Frakklands- banka og rikisbanka Þýskalands. Sú takmörkun var þó sett að þeir hlut- ar málmforðans, sem taldir eru undir c. og d. lið mættu ekki fara fram úr J/4 hluta alls málmforðans. Af þeirn hluta málmforðans, sem krafist var að bankinn hefði í löglegri gjaldgengri mynt, og sem altaf átti að nema a. m. k. Vé hluta af seðlaupphæð þeirri, sem úti var í hvert skifti, átti jafnan að vera að helmingi í gullmynt Norðurlanda. — Þessi hluti málmforðans átti jafnan að vera á Islandi. — Þær undantekningar eru þó gerðar hjer, að til þessa hluta málmforð- ans mátti telja það gull, sem sannanlega var á leiðinni frá útlöndum til íslands, ekki þó meira en 200 þúsund krónur í einu og auk þess mátti telja þar með ÓBlegið gull, sem Islandsbanki kynni að hafa afhent til myntunar hinni konung- legu peningasmiðju í Kaupmannahöfn. Til tryggingar þeim hluta seðlafúlgunnar, sem ekki þurfti að tryggja með málmforða er einkum talið að bankinn eigi að hafa fyrir hendi: Handveðsskuldabrjef, víxla hvort heldur greiðsla á að fara fram hjer á landi eða erlendis, kröfur á hendur er- lendum mönnum, er greiðast eiga við sýn- ingu, opinber verðbrjef eftir gangverði 8vo og bankaskuldabrjef þau, sem bankan- um var heimilað að gefa út og getur í upphafi greinar þessarar. Til frekari tryggingar því að gætilega væri farið með stjórn bankans og seðla- útgáfurjett var svo ákveðið í lögum að alþingi kysi helming bankaráðs og að ráð- herra Islands (nú forsætisráðherra) væri sjálfkjörinn formaður þess. Auk þessa var ráðherra veitt heimild til að fella úr gildi ályktanir aðalfundar bank- ans ef honum þótti þær brjóta bág við tilgang hans sernsje »að efla og greiða fyrir framförum íslands í verslun, búnaði, fiskiveiðum og iðnaði, og yfir höfuð að bæta úr peningahögum landsins*. Með lögurn nr. 65, 10. nóv. 1905 voru gerðar nokkrar breytingar á skilyrðunum fyrir einkarjetti til seðlaútgáfu, eins og þeim nú var lýst og eru þessar hinar helstu: í stað þess að hafa í vörslum sínum málmforða, er nemi ekki minna en helm- ingi af þeirri seðlaupphæð, sem úti er í hvert skifti, er upphæðin færð niður í ®/8 hluta seðlafúlgunnar. Til málmforða, skv. c. lið hjer að fram- an mátti einnig telja innstæður hjá öðr- um bankastofnunum, sem a. m. k. 8/, hlutar fulltrúaráðs bankans áliti fulltrygg- ar og teldust til fyrsta flokks. Af málmforða bankans skyldi ávalt vera fyrir hendi í bankanum eða útbúum hans svo mikið, að það svaraði að minsta kosti til 3/10 hluta seðlafúlgu þeirrar, sem úti væri í hvert skifti og átti það að vera gjaldgeng mynt og 5/e hlutar þess gull- mynt.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.