Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 9
VEESLUNARTÍÐINDI 93 unarmótanna greiða öll löndin að jöfnu, en fundarútgjöld greiðast þar, sem mótið er haldið. Ferðakostnað nefndarmanna og fulltrúa greiðist frá hverju landi fyrir sig. 10. gr. Breyting á þessari reglugjörð getur aðeins orðið á þann hátt sem ákveð- ið er í '!. gr. Eins og ákveðið er í 2. grein reglugjörð- arinnar hafa þessi verslunarmót verið hald- in síðan annaðhvert ár, 1919 í Kaupmanna- höfn, 1921 í Gslo, 1923 í Gautaborg og nú i baust verður verslunarmótið haldið í Kaupmannahöfn, 28. og 29. september. A nefndarfundi í surcar var ákveðið að bjóða Finnum og Islendingum þátttöku í þessum verslunarmótum. Gat það að visu í þetta sinn, ekki orðið annað en boð til þess að sækja mótið, því um þátttöku ákveður verslunarmótið sjálft Fjekk Versl- unarráðið bijef þess efnis, þar sem það var beðið að segja álit sitt um þetta mál, og jafnframt boðið að senda menn á næsta mót. Svar verslunarráðsins, að því miður væri ekki hægt að sinna þessu boði í þetta sinn, var aðallega bygt á eftirtöld- um ástæðum. Vegna fjarlægðar og fámennis mundi þátttaka Islands verða erfið og kostnaðar- söm, ef fara ætti eftir reglugjörð stofnun- arinnar, sem birt er hjer að ofan 25 manna þátttaka gæti tæplega komið til mála að sinni, nje heldur útgjöld er leiddu af nefndarstörfum og fundarhöldum, ef mótið ætti að haldast hjer 5. hvert ár. Þetta ásamt ýmsu íleiru yrði að sníðast eftir ástæðum, þannig að iilutfallslega væri tekið tillit til fólksfjölda og efnahags. Verslunarráðið ljet þvi þá ósk í Ijósi, að tillaga kæmi frá stofnuninni um þetta, áð ur hægt væri að taka fullnaðarákvörðun um hluttöku. Það er engum vafa bundið að hluitaka íslands væri æskileg, ef haganlegt fyrir- komulag gæti fengist, því einnig vjer höf- um mörg sameig'mleg viðskiftamál með þessurn frændþjóðum vorum. Vjer þurfum eigi síður, heldur öllu fremur vegna fjar- lægðarinnar að fylgja vorum sameiginlegu hagsmunamálum fram, auk þess sem margt er framborið almennrar þýðingar á þess- urn mótum, sem svo vel er til vandað. Islenska verslunarstjettin fær nú góðan tima til þess að athuga þetta mál, þar sem tvö ár líða til næsta versiunarmóts. Koma væntanlega ákveðnar tillögur fram, sem leggja rná til gruudvallar fyrir um- ræðurn um hluttöku. niti. Prh. Næstur tók til máls stórkaupm. og þing .1. Halfdan Hendriksen og' var ræða haus um (jufuskipasambandið á milli Damnerkur oa Islands. „Það liefur verið mjer ánægjuefni að verða við þeirri ósk Grosserer Societetets Komité að liafa framsögu í máli, sem án efa er ölluin fundarmönnum áhug'amál, um gufu- skipasambandið á milli Islands og Dan- merkur. Jeg er viss um, að umræður um þetta mál geta borið árangur, þar sem hjer eru saman komnir menn, sem bera gott skyn á þetta mál og kunna að meta það frá við- skiftalégu sjónarmiði. Og þetta er jafnt áhugamál frænda vorra og starfsbræðra frá íslandi sem vort. Á meðal áheyrenda sje jeg fulltrúa frá ísl. verslunarstjlettinni, ein- hverja af stærstu og atkvæðamestu kaup- mönnunum, ísl. bankastjóraiia, sem mæta fyi'ir peningastofnanir landsins, ennfremur fjölda af fulltrúum danskra atvinnuvega og danslu-a verslana, og þá einkum þeh'ra ái

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.