Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 10
94 VERSLUNARTÍÐINDÍ verslana, er liafa viðskifti við ísland. Hjer er því einmitt rjettur staður fyrir þetta efni og tækifæri til þess að láta skoðanir sínar í ljósi um þetta sameiginlega áhuga- mál. Að mínu áliti er það óhjákvæmilegt aS bæta gufuskipasambandið á milli Danmerk- ur og íslands, ef þessi aldagömlu viðskifti eiga að haldast. -Jeg ætla mjer ekki í þess- ari stuttu framsöguræðu að lýsa þess- um viðskiftum nánar, —- þau hafa hlýtt eðlilegum þroskalögum, en áreiðanleg't er, að þau hafa gengið best, þegar samgöngur á milli landanna voru tíðastar og bestar. Jeg veit mjög vel, að segja má: Þetta er mjög eðlilegt, því eftir því sem viðskiftin eru meiri, því betri eru samgöngurnar. En þessu er eliki ávalt þannig farið. Jeg tel aðalregluna þá, að greiðar samgöngur myndu einmitt auka viðskiftin, þegar önnur skil- yrði eru fyrir hendi. En þessu höfum vjer svo tíðum gleymt gagnvart Islandi. Þegar vjer lítum til breska ríkisins, sem á hinum miklu verslunarviðskiftum sínum svo mikið veldi sitt að Iþakka, þá sjáum vjer einmitt, aS verslunarflotinn er aðalorsök heimsverslunar þess, að verslunarflotinn er notaður til þess að mynda og þroska versl- unarsamböndin á milli bresku nýlendanna og annara landa, þar sem Bretland liefur verslunarhagsmuna að gæta. Með þessum volduga flota og á þeim leiðum, er hann fer, hefur Bretland náð þessum víðtæku áhrifum á heimsverslunina. En svo að jeg snúi mjer aftur að hinu smærra, að sambandinu á milli Danmerkur og Islands, þá held jeg' því fast fram, að gufuskipasambandið á milli þessara landa sje lakara og ferSirnar færri, en átti sjer stað fyrir stríðið; þarf jafnvel að fara lengra en einn tug ára aftur í tímann til þess að finna svipað því, sem nú er. Fram að árinu 1915 voru það eingöngu dönsk skip, er fóru leiðina á milli Danmerk- ur og Islands, en það ár var Eimskipaf jelag íslands stofnað. Hefur það síðan tekiö sinn þátt í flutningunum, eins og eðlilegt er, en því miður hefur ferðum ekki fjölgað. Fyrir einum áratug liðnum tók einnig' annað gufuskipafjelag, ásamt sameinaða fjelaginu, þátt í íslandsferðunum og fóru þá 6—8 gufuskip reglubundnar ferðir þar á milli, fyrir utan aukaskip, þegar þess gerðist þörf. Nú annast 4—5 skip þessar feröir, og þó þau sjeu eitthvað stærri og' þægilegri en áð- ur var, þá er þó ljóst, að svo fá skip geta eigi annað jafn tíðum ferðum og fleiri áð- ur, nje fullnægt þeim kröfum, sem bæði danskir og ísl. kaupmenn gera um tíðar og fljótar ferðir með vörur og póst. Á árunum 1912—1914 voru íslandsferð- irnar að minsta kosti 55—60 á ári, jafn- vel einstöku sinnum fleiri. Nú verður að láta sjer nægja 40—45 ferðir á ári. Samein. gufuskipafjelagið hefur nú tvö gufuskip í þessar ferðir og Eimskipafjel- agið tvö, stundum þrjá, sem fara leiðina, Island, England og Kaupmannahöfn. Dönsku skipin koma altaf við í Leith báðar leiðir og eru venjulegast 7—8 daga á leiðinni, en nýtísku farþegaskip ættu að komast hjeðan til Reykjavíkur á 4 sól- arhringum. Jeg veit ekki hvort starfsbræður vorir á Islandi líta aJveg sömu augum á þetta mál eins og vjer, en hitt þykist jeg vita, að þeim muni einnig ant um að fá eins góðar samgöngur og hægt er og sjeu því samþykkir að þær sjeu ekki fullnægjandi nú sem stendur. En vjer fáum væntan- lega að heyra af umræðum hvernig íslend- ingar líta á þetta mál Framfarirnar, sem orðið hafa í ísl. at- vinnulifi á tveimur síðustu áratugum hafa leitt til þess, að Islendingar hafa knýtt ný viðskiftabönd víðsvegar erlendis. Að mínu

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.