Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 12
96 VBRSLUNARTlÐINDÍ ekráð í dönskum krónum fyrir vörur frá Danmörku til Islands, en í ísl. krónum frá íslandi til Danmerkur. Yfir höfuð má segja að farmgjöldin sjeu há, einkum þeg- ar tekið er tillit til að þau hafa lækkað að mun annarstaðar. Þau eru i raun og veru mun hærri nú en 1923 einkum hvað snertir flutninga frá Isiandi til Kaup- mannahafnar, þar sem ísl. krónan hefur hækkað um 25—30 %, og fá því fjelögin nú 25—30 % nieira fyrir þessa flutninga nú en 1923. Ilvað snertir vöruflutninga frá Danmörku til Islands er að vísu ekki svona mikill munur, en fjelögin fá þó drjúg- um aukreitis með hækkun dönsku krónunn- ar. Með þetta fyrir augum gæti verið ástæða fyrir fjelögin að athuga vel hvort nú sje ekki einmitt heppilegur tími til þess að koma beinum ferðum á, hvort sem annað fjelagið á að annast þær, eða þau gera það bæði í sameiningu. Þegar farmgjaldataxtinn á milli Dan- merkur og íslands og Noregs og íslands er borinn saman, má sjá að sá fyrnefndi er venjulega 25—30 % hærri og síundum meira, Þessi mismunur er alvarlegt ihug- unarefni fyrir kaupmennina. Eins og jeg gat um áðan er það aðeins í bili, sem gera mætti ráð fyrir tapi á þessum ferðum. En þetta mundi brátt lagast og verða gróðafyrirtæki. Og þó ferðirnar borguðu sig ekki beint fjáihags- lega fyrstu árin, þá hafa bæði löndin ó- beinan hagnað af þeim. Beinum ferðum fylgja góðar póstsamgöngur og farþega- flutningurinn ljettist. Þá geta Danir og íslendingar heimsótt hverir aðra í sumar- leyfinu, sem nú er tæpast tiltökumál, vegna þess hve langt er á rnilli ferða, og þessar bættu samgöngur þannig haft mikla menningalega þýðingu. — Vjer þekkjum fromdur vora á Islandi of lítið; þeir þekkja oss betur. En úr þessari vanrækslu mætti bæta með beinum ferðum, og er þýðing þess fyrir bæði löndin auðsæ. — Vjer vitum að Danmörk stendur Islandi nánast hvað verslunarsamböndin snertir. En þetta getur eigi haldið áfram að vera svo, ef samgöngurnar eru eigi bættar, og vil jeg sjerstaklega beina athygli dönsku stjettarbræðra minna að þessu. Þóísl. kaup- menn og innflytjendur vildu láta oss sitja í fyrirrúmi, þá er það oft og tíðum ekki hægt. Þannig eru t. d. ferðirnar á rnilli Noregs og Islands tíðari og ódýrari nú og fá Norðmenn því að sjálfsögðu mikinn vöru- fiutning, sem þeir annars mundu ekki fá, einkum þær vörur, sem þurfa að komast sem fyrst. Vjer höfum orðið samkepninn- ar varir viða að á siðustu árum, en jeg hygg að vjer sjeum samkepnisfærir á flest- um sviðum, hvað neysluvörur snertir. Danska verslunarstjettin hefur á reynslu að byggja viðvikjandi ísl. verslunarmálun- um. Vjer vitum hvað ísl viðskiftamenn- irnir vilja, vjer vitum hvaða vörur þeir þarfnast og högum oss eftir því. Á síðari árum hafa allmörg verslunarhús myndast — fyrir utan dansk-ísl. kaupmennina — sem hafa ísl. verslun sem sjerverslun og hafa komið á fót talsverðum viðskiftum við ísland. Þessi verslunarhús eru án efa mjer sammála um það að þessar strjálu og óreglulegu ferðir hafi oft verið við- skiftum þeirra þrándur í götu. Beinu ferðirnar eru þannig áhugamál dönsku kaupmannanna. Jeg hef reynt eftir föngum að sýna fram á nauðsyn þeirra, og jeg er sannfærður um að dansk- ir starfsbræður mínir eru þessu samþykkir og jeg vona að hinir ísl. sjeu það líka. Jeg hef ekki meiru við að bæta að sinni, en ef til vill verður tækifæri að fara nán- ar út í einstaka greinar þessa máls, þeg- ar umræður eru byrjaðar. — Jeg hefi aðal- lega talað frá kaupmanns sjónarmiði,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.