Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 14
98 VERSTjUNÁR T ÍÐIND í af þeim feikna framförum er fiskifram- leiðslan hefir tekið á síðari árum, og í annan stað af því hve iðnaðurinn er þar lítill. Afurðirnar eru að mestu fluttar út óunnar, en aftur á móti verður að flytja inn meginhluta þeirra iðnvara og neyslu- vara er landið þarfnast. Vegna legu landsins, má segja að næst- um sje jafnhægt fyrir ýmsar þjóðir að hafa verslunarviðskifti við Island. öldum saman hafa þó viðskiftin, ýmsra orsaka vegna, verið mest við Danmörku, þrátt fyrir það þótt önnur lönd liggi nær. Það er ekki fyr en á síðustu árum að við- skipti landanna hafa dáiítið farið mink- andi, einkum að því er snertir ísl. útflutn- ingsvörurnar. Þegar athugað er versiunarsambandið milli Danmerkur og íslands, verður ekki hjá því komist að lita nokkuð aftur í tímann, að minsta kosti þar til verslunin varð frjáls öllum þjóðum 1855. —- Til þess tíma höfðu Danir rekið verslunina um nokkrar aldir, urðu því eigi neinar snöggar breytingar að þessu leyti þótt verslunin yrði frjáls; til þess þurfti að minsta kosti áratugi. En smámsaman fóru aðrar þjóðir einnig að líta hýru auga til landsins og taka. þátt í versluninni. Komu þær með nýj- ar verslunaraðferðir, er þá voru farnar að tíðkast og buðu hagkvæmari viðskifti. Verslunin hafði til þessa verið að mestu leyti vöruskiptaverslun. Framleiðslan var lítil og ljelega verkuð, og hrökk tæplega fyrir nauð3ynjavörum þjóðarinnar; urðu því margir sífelt í skuld hjá kaupmönn- unum er leiddi til verðhækkunar á út- lendu vörunum. Um 1870 til 1880 byrjuðu nokkrir ísl. kaupmenn að reka verslun á Islandi, og um sama leiti var nokkrum verslun- arfjelögum komið á fót, en þau þrifust skamma stund, vegna reynsluskorts og vöntunar á rekstursfje. I lok síðustu aldar for kaupfjelagshreyf- ingin að gjöra vart vnð sig á meðal bænda Fengu þeir nokkuð af neysluvörum sínnm hjá erlendum birgðasölum og Ijetu þá aftur fá afurðir sínar til umboðssölu. Þessi kaupfjelagshreyfing hafði fyrst í stað mikla þýðingu fyrir verslunina. Bændum lærðist að vanda betur vörur sínar, með því að þeir fengu þá betra verð fyrir þær. Með litlum reksturskostnaði tókst þeim að iækka verðið á útlendu vörunum og voru yfir höfuð sjálfstæðari gagnvart út- lendu kaupmönnunum, sem í mörgu reyndust óþjálir við viðskiftamenn sína. Frá byrjun þessarar aldar hefurísl- enska verslunin tekið miklum b r e y t i n g u m o g f r a m f ö r u m Um aldamótin voru verslanirnar taldar 20-1 als í landinu, en þar af */4 hluti út- lendar. Nú eru verslanirnar um 800, en aðeins unr 25, sem taldar eru erlend eign. Á meðal þess, sem stuðlað hefur að verslunarframförunum, má telja: Aukna verslunarþekkingu, stofnun Islandsbanka með möguleikum fyrir aukinni framleiðslu. bættar samgöngur og símasambandið, ásamt betri fjárhagslegri aðstöðu, er smámsaman hefur náðst, Árið 1900 námu innfluttar vörur aðeins um 6Va milj. króna og útfluttar um 9 miij. kr.; en innflutningur i fyrra nam um 60 miljónir og útflutningur hjer um 80 miijónir. Á siðari árum hefut' eiunig verið komið á fót nokkrum iðnaðarfyrirtækjum, þó í smáum stíl sje. Eru þar unnar vörur til heimanotkunar, sem áður varð að kaupa frá útlöndum. Meðal þeirra má telja: Smjörlíki, sápu, kerti, sódavatn, saft, brjóst- sykur- og kaffibætir. Ennfremur eru unn- ir ullardúkar, búið til fiskimjöl og soðið niður mjólk og kjöt.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.