Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 15

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 15
VERSLUNARTÍÐINDI 99 Samgöngur á sjó hafa einnig tekið svip- uðum framförum. Tvö útlend gufuskipa- fjelög, D. F. D S. og D. B. D. S hafa reglu- bundnar ferðir og annast auk vöruflutn- inga, einnig póst- og farþegaflutning að nokkru leyti. En vjer íslendingar teljum þó stofnun Eimskipafjelags Islands fyrst á stríðsárunum, þýðingarmesta sporið fyrir verslunarviðskiftin, því vitanlega tekur það fjelag meira tillit til livað verslun og velferð landsins er fyrir bestu en útlend gufuskipafjelög. Á meðal þeirra breytinga til bóta, sem orðið hafa á ísl. versluninni á siðari árum má sjerslaklega taka fram, að gamla vöru- skiftaverslunin er nálega horfin, en til- tölulega mikil peningaviðskifti kornin í 8taðinn. íslensku kaupmennirnir hafa bæði vegna meiri verslunarþekkingar og betri fjárhagsástæðna, afiað sjer viðskifta- vina i ýmsum iöndurn og hafa þarafleið- andi um meiri vörukost að velja og fleiri kaupendur fyrir ísl. afurðirnar. Islenskar heildverslanir. ís- lenskar heildverslanir hafa myndast, sein bæði kaupa vörur í stórum stýl frá fram- leiðslulöndunum og ísl. afurðir, sem þær selja aftur til útlanda. Þessar heildversl- anir fara einnig með umboð erlendra fram- leiðenda og verslunarhúsa, og safna vöru- pöntunum fyrir þau hjá viðskiftamönnum sínum. En þó ísl. verslunin hafi tekið miklum framförum á síðari árum, viðurkenna þó engir fúslegar en vjer ísl. kaupmennirnir hve mjög henni er ábótavant, og er oss því mikið ánægjuefni að fá tækifæri til þess að ræða sameiginleg verslunarmál við stjettabræður vora hjer, sem eru miklu framar hinni ungu og óreyndu ísl. versl- unarstjett. Jeg efast um að stjettabræður vorir hjer í Danmörku geti gjört sjer glögga grein fyrir hvilíka örðugleika isl. verslunar- stjettin hefur átt við að stríða. Má þar til dæmis benda á óblíða og óstöðuga veðuráttu, sem á svo margan hátt hefur áhrif á framleiðsluna og gjaldþolið, slæmar innanlandssamgöngur, strjálbygð, fjariægð landsins frá helstu iðnaðarlöndunum, ónógt rekstursfje, sjerstaka tungu o. s. frv. Auk þess hafa pólitísk áhrif og ágang- ur lamað verslunina á síðustu árum Frá 1914 hefur ríkið rekið verslun í tiltölu- lega stórum stýl og síðustu árin haft einka- sölu á mikilsvarðandi vörutegundum, svo sem steinolíu og tóbiki. Mjer sem versl- unarmanni er samt ánægja að skýra frá því, að verslun þessi hættir að mestu um næstk. Nýjár og að verslunin verður aftur frjáls með þessar vörutegundir. Af fjárhagsástæðum hafa nokkrum sinn- um verið innflutningshöft á ýrasum vöru- tegundum, sem ekki eru taldar til nauð- synja, og nú siðast hár tollur á þessnm vörum tii þess að draga úr innflutning- num. Samvinnufjelagsskapurinn hefur einnig elfst talsvert siðau stríðiuu lauk. Þessi fjelagsskapur nær aðallega til bænda, en á þó nokkra áhángendur á meðal manna í kauptúnum, er aðhyllast jafnaðarmanna- eða öllu heldur sameignarstefnuna. Mörg þessi samvinnufjelög og pöntunar- fjelög, sem hafa sölubúðir víðsvegar á landinu, hafa myndað verslunarsamband, er annast innflutning alskonar vörutegunda og útflutning ísl. afurða, en hefur nálega engin verslunarviðskifti við ísl. kaupraenn. Þetta verslunarsamband hefur tekið tals- verðan þátt i isl. stjórnmálum, og árið 1922 fjekk það með sjerstökum lögum ýms hlunnindi og undanþágur frá skött- um. En þrátt fyrir alt þetta hefur þó verslunin stefnt í rjetta átt, þannig að landið sjálft nýtur nú meira verslunar- ágóðans. Þar eð tiltölulega fáir kaupmenn hafa

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.